Gæði og fagmennska í fjölmiðlun
16.5.2009 | 12:23
Það er ekki í fyrsta skipti sem að 365 miðlar og það sem því tengist fara með fleipur og það hlýtur að vera erfitt fyrir fjölmiðlamenn að starfa í slíku umhverfi, nema þá að þeim sé alveg sama. Raunar finnst mér það merkilegt að menn komast of oft upp með að skrifa og láta fara frá sér fréttir án þess að athuga staðreyndir. Slíkt skaðar ekki bara fjölmiðilinn sjálfan heldur oft á tíðum saklaust fólk sem má ekki vamm sitt vita og þá er ég ekki sérstaklega að vísa til fréttarinnar sem um er rætt heldur margar aðrar sem hafa fengið að fljóta á vissum miðlum. Gæði fjölmiðla birtast hvað fyrst og fremst í því fólki sem þar starfar og það er orðið of mikið um rangfærslur og skorti á fagmennsku í fjölmiðlum þessa dagana. Góð fjölmiðlmun birtist hvað fyrst og síðast í hlutlægni og því að skilja kjarnann frá hisminu, það er oft erfiðleikum bundið eins og staðreyndir sýna. Það væri gaman að siðanefnd Blaðamannafélagsins tæki saman tölfræði um rangfærslur fréttum og birti í lok árs ég er klár að það væri áhugaverð lesning.
![]() |
Athugasemdir við fréttaflutning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þjóðin komin á þing
15.5.2009 | 20:33
Jæja þá er þjóðin komin á þing ef svo má til orða taka en Borgarahreyfingin náði góðum árangri í nýafstöðnum alþingkosningum. Á engan er hallað þótt sagt sé með réttu að hreyfingin hafi brotist fram í kreppu, og eins og önnur afkvæmi kreppunnar þá eru slík börn oft á tíðum harðger og líkleg til þess að fara óhefðbundnar leiðir eins og sást best í upphafi þings þegar að hreyfingin samdi sig til áhrifa. Það er reyndar þekkt að borgarahreyfingar hafa lengi náð þokkalegum árangi víða um lönd og það má ekki gera lítið úr því að menn reyni að komast til áhrifa, það er eðlilegt.
Það má kannski segja í gríni að Borgarahreyfingin hafi lagt sjálfa sig niður í dag því að þegar rýnt er í málefnaskrá flokksins: http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/ þá eru þar mörg göfug markmið og í endan segir:
Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.
Ég held að Borgarahreyfingin verði að taka sig alvarlega og fjarlægja komment sem þetta út af heimasíðu sinni enda verða pólitískt kjörnir fulltrúar að reyna að hafa áhrif til hins betra en ekki hætta strax á fyrsta borði eins og skilja má ummælum hérna að ofan. Lýðræðið á götunni er oft annað og meira heldur en það sem fer fram í þingsölum og því eiga menn eftir að kynnast á komandi þingi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annað líf á krónunni í útlöndum
15.5.2009 | 18:41
Núverandi haftakerfi með krónuna fær mann alltaf til þess að brosa út í annað þegar að maður les fréttir af því að krónan sé að styrkjast. Væntanlega rokkar krónan mikið til og frá þessa mánuðina. Ég hringdi í tvo Evrópska banka í dag til þess að taka púls á krónunni. Niðurstaðan kom ekki á óvart en í báðum þeim löndum þar sem að miðlarar gáfu upplýsingarnar þá var gengi krónunnar ca. 33% lægra en skráð á Íslandi, en auðvitað rokkar hún nokkuð til innan dagsins að því er miðlarar tjáðu mér. Krónan lifir víst allt öðruvísi lífi í útlöndum!
![]() |
Krónan hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrirhyggjuveiran skýtur upp kollinum!
14.5.2009 | 22:12
Það er ekki annað hægt en að taka undir með framkvæmdastjóra SI með tillöguna um sykurskattinn. Í flestum tilfellum er orsakir tannskemmda vanhirða og það er ljóst að það er sykur í fleiru en gosdrykkjum og mikil einföldun að halda að sykurskattur einn og sér muni bæta tannheilsu barna. Er orsökin á hnignandi tannheilsu ekki einmitt fólgin í lélegu eftirlit og ónógri fræðslu auk þess sem að þátttaka hins opinbera í tannlæknaþjónustu barna og ungmenna er ekki viðunandi? Er þetta ekki kjarni málsins?
Eftir að hafa lesið nýlega blaðagrein, eftir Njörð P. Njarðvík rithöfund og prófessor við Háskóla Íslands, þar sem að hann talar um frjálshyggjuveiruna þá dettur mér helst í hug að við séum að fara inn í tímabil fyrirhyggjunnar núna. Fyrirhyggjuveiran lýsir sér í því að hið opinbera og þeir sem fara með forráð hafa vit fyrir okkur hinum. Í niðurlagi greinar prófessorsins segir að margur hafi veikst illa af veiru frjálshyggjunnar en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ekki víst að neysluskattar eins og heilbrigðisráðherra hyggst koma á muni skila tilætluðum árangri, þeir eru hins vegar hluti af fyrirhyggjuveirunni sem lýsir sér í því að menn stökkva á málefnin um leið og þeim er lýst í fjölmiðlum, stundum án þess að menn hafi hugsað málið til enda. Fyrirhyggjuveiran hefur víst sýkt marga illa og það er ekki gott, ekki frekar en hnignandi tannheilsu barna.
![]() |
Tillaga um sykurskatt ótrúleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.5.2009 kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af vöxtunum skuluð þér þekkja þá
13.5.2009 | 11:20
Ríkisbankarnir eru duglegir við að færa niður vexti af innlánum þessa dagana á meðan það vekur athygli að einkabankarnir virðast bjóða betri innlánsvexti og betri kjör. Kannski virðist vandamálið fólgið í þeirri staðreynd að það er erfitt fyrir ríkisbankana að borga háa innlánsvexti á meðan lítið er um vaxtaberandi lán og allt er stopp í nýjum lántökum fyrirtækja og almennings. Það er samt athygli vert að það getur munað allt að 4,15% á innlánsvöxtum svo að það er um að gera fyrir þá sem eiga eitthvað í handraðanum að fylgjast vel með sínum málum. Eldri sparifjáreigendur ættu að huga sérstaklega vel að sínum málum og athuga hvort kjörin séu þau sömu og áður eftir alla ríkisvæðingu bankakerfisins, % brot hér og þar geta skipt verulegum upphæðum í lok ársins. Það hafa fáir efni á því að fylgjast ekki vel með sínum málum sérstaklega í núverandi árferði.
Maður veltir því samt fyrir sér hvað liggi að baki því að S24 getur greitt allt að 4,15% hærri innlánsvexti? Er það vegna þess að yfirbyggingin er lítil sem engin, öll þjónustan á netinu og verið að höndla við einstaklinga en ekki fyrirtæki, eða er það eitthvað annað eins og vandamál með eiginfjárhlutfallið? Það er ljóst að ríkisbankarnir eru að létta undir með Seðlabankanum og hjálpa honum við að keyra niður vextina en sparifjáreigendur verða líka að vera á varðbergi og notfæra sér bestu kjörin hverju sinni, svo fremur sem að menn eru ekki fastir í skuldafeni og geti sig hvergi sig hvergi hreyft.
Vaxtatafla S24: http://www.s24.is/einstaklingar/um_s24/vextir_og_gjaldskra/
Nýi Kaupþing: http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=17278
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að vera haldinn fullkomnunaráráttu
10.5.2009 | 11:48
Afleiðing fjármálakreppunnar kemur fram í ýmsu, jafnvel þeir sem voru í skilum lentu í vanskilum. Eftir að bankinn minn SPRON féll þá mætti mér óvæntur vandi, þ.e. að byrja öll bankaviðskiptin upp á nýtt með nýjum aðilum. Það settist enginn kvíði að mér við að takast á við það verkefni en það tók langan tíma að koma einföldum hlutum í lag. Eftir að hafa fengið yfirlit yfir úttektir af reikningi mínum nýverið þá rak mig í rogastanz þegar að Síminn tók 450 kr. út af reikningi mínum vegna vanskila. Sökin var ekki mín en yfirgangurinn og frekjan eru mikil hjá Símanum, sama fyrirtæki og auglýsir að ég geti valið mér 6 vini, og ég sem hélt að Síminn væri einn af mínum helstu vinum enda hef ég verið í viðskiptum með farsímann hjá þeim frá þeim degi er Halldór Blöndal fyrrverandi Samgönguráðherra hleypti GSM kerfinu af stokkunum með mikilli viðhöfn og ætli vísa hafi ekki flotið með af því tilefni. Þrátt fyrir gylliboð hinna símafyrirtækjanna þá hef ég verið eins og húsbóndahollur hundur og ekki yfirgefið húsbóndann.
Eftir að hafa skýrt mál mín út fyrir Símanum og farið góðfúslega fram á að fá þessar 450 kr. endurgreiddar þá hafa engar efndir orðið, enda eru vanskil bara vanskil og það skiptir engu hvernig þau áttu sér stað. Það er samt hart að þurfa að sæta álagi vegna vanda í greiðslukerfinu, vanda sem að maður á enga sök á. Það er ljóst að Síminn hefur ekki eingöngu haft 450 kr. af mér heldur eru þar hundruð eða þúsundir viðskiptavina gamla SPRON í sömu sporum ef þeir hafa látið millifæra sjálfkrafa af reikningum sínum.Slíkt innheimtulag ber ekki vott um almenna skynsemi og þjónustulund heldur yfirgang! Já ég verð að segja og skil að það séu auglýst námskeið sem gera út á kvíða, sérstaklega í þjóðfélagi þar sem skilningur á núverandi ástandi virðist vera takmarkaður hjá lykilfyrirtækjum eins og Símanum.
Kannski glími ég við fullkomnunaráráttu og margir sem þekkja mig myndu án efa taka undir það þegar að ég ætla að reyna að ná 450 kallinum til baka. Það verður aldrei neinn efnahagsávinningur af því fyrir mig enda mun ég leggja meira út til þess að ná rétti mínum til baka. Málið er hins vegar hluti af fullkomnunaráráttu minni og þeirri vegferð við að reyna að standa í skilum og liður í baráttu neytenda við ofríki stórfyrirtækja og virðingu þeirra fyrir neytendum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir sorgina kemur sjokkið
6.5.2009 | 19:07
Það er ljóst að heimamenn í Borgarbyggð og víðar verða fyrir miklum búsifjum af yfirtökunni og stærsta breytingin verður án efa fólgin í því að viðskiptavinir Sparisjóðs Mýrarsýslu verða núna hluti af N. Kaupþing banka sem er með tugi þúsunda viðskiptavina á sínum snærum. Eftir að hafa reynt þjónustuna hjá N. Kaupþing banka undanfarið þá er ljóst að starfsmenn bankans anna engan veginn öllum þeim viðskiptavinum sem að nú tilheyra bankanum. Í þessari viku og síðustu hef ég þurft að bíða í allt að klst. eftir að ná sambandið við þjónustufulltrúana. Að sjálfssögðu er það ekki starfsfólkinu að kenna en það þarf að úthugsa breytingar eins og þegar heill sparisjóður eins og SPRON og SPM eru teknir yfir. Ég er alveg klár á því að menn missa vildarkjör og einnig verður tap í þjónustugæðum og það mun taka verulegan tíma fyrir fólk að byrja í viðskiptum undir nýjum formerkjum. Það vekur einnig furðu að SPRON skyldi ekki hafa verið rekinn áfram og reynt þannig að hámarka hag ríkisins og sér í lagi þeirra viðskiptavina sem að voru fyrir í kerfinu. Það er líka erfitt fyrir N. Kaupþing banka að hámarka hag viðskiptavina sinna undir slíkum kringumstæðum og sér í lagi að setja sig inn í aðstæður þúsunda nýrra viðskiptavina. Slíkt gerist ekki á einni nóttu það þarf mikla vinnu til að nálgast nýju viðskiptavinina og setja sig inn í þeirra mál. Draumurinn um litla sæta bankann er þó enn fyrir hendi og ég skora á menn að skoða þetta vídeó: http://www.swissinfo.org/eng/multimedia/video/detail.html?siteSect=15045&sid=10604329 Það er ekki lögmál að bankar þurfi að vera stórir til þess að þjónusta einstaklinga eða jafnvel heilan bæ!
![]() |
Örlög SPM sorgleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verður okkur bakkað inn í Evrópusambandið?
5.5.2009 | 22:02
Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu dögum og vikum í stjórnmálunum. Bloggheimar loga vegna umræðunnar um hugsanleg aðild að Evrópusambandinu og auðvitað hafa menn ýmsar skoðanir eins og gengur. Það er hinsvegar gaman að fylgjast með þeim umsnúningi sem að hefur orðið á skrifum þeirra sem að hafa farið mikinn í nafni þeirra vinstra megin í stjórnmálunum og jafnvel örlar á því að menn séu bara orðnir sáttir við að gangast Evrópusambandinu á hönd, þvert á allar fyrri yfirlýsingar. Það verður fróðlegt að fylgjast með Volvo manninnum, sú manntegund er þekkt fyrir að setja öryggið á oddinn og fara sér hægt, líka þegar á að bakka. Það skyldi þó aldrei vera að okkur verði bakkað inn í Evrópusambandið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The Good, the Bad and the Ugly
4.5.2009 | 21:19
Við lifum á óvenjulegum tímum og á óvenjulegum tímum gerast óvenjulegir hlutir. Við lifum á tímum þar sem að menn lýsa því yfir í sjónvarpi að það kunni að skella á fjárhagsleg borgarastyrjöld því fjölskyldur hafa engin ráð í hendi sér til þess að takast á við fjárhagslegan veruleika eftir atvinnumissi. Bankakerfið fer sínu fram og virðist hafa fáar lausnir til handa þeim sem eru hvað verst settir, og stundum fást engin svör, annað en 2007 þegar það voru ráð undir rifi hverju.
Nýji Kaupþing banki er búinn að gleypa þúsundir viðskiptavina á síðustu vikum, SPRON og Sparisjóð Mýrarsýslu og það fékk ég að reyna í dag að það er engum hollt að taka of stórt upp í sig. Eftir að hafa hringt erlendis frá og lagt á þrivsvar sinnum eftir að hafa beðið ca. 20. mínútur í hvert skipti þá var farið að fjúka í mig. Ég ákvað því að hringja í Höfuðstöðvar nýja Kaupþings og þar svaraði skiptiborðið um hæl og mér létti nokkuð. Ég var hins vegar eins og Eastwood í gamalkunnum reyfara, til í slaginn og bað um að fá að tala við bankastjórann, því ég taldi að bankinn sem að hann stýrði væri almennt ekki til viðtals. Þrátt fyrir að hafa verið tengdur við ritara hans þá náðist ekki samband, og að síðustu bað ég skiptiborðið ítrekað um að tengja við ákveðið útibú bankans en allt kom fyrir ekki. Góðhjartaðan samskiptafulltrúan þraut öll ráð líka.
Sú aðgerð að gleypa tvo heila Sparisjóði hefur umtalsverð áhrif á þjónustuveitingarkerfi nýja Kaupþings banka, og það er engum vafa undirorpið að bankinn ræður ekki almennilega við að veita öllum þeim þjónustu sem á henni þurfa að halda. Þetta hef ég ítrekað reynt með nýja Kaupþing banka. Bankarnir virka sem daufildi og virðast ekki hreyfast þótt að fólk beri sorgir sínar á torg, kannski ekki nema von þar sem þeir virðast ekki vera til viðtals. Það er líka engin samkeppni til staðar og það var sérstaklega áberandi að Íslandsbanki og Landsbanki gerðu ekkert til þess að krækja sér í bita af SPRON kræsingunum enda viðskiptavinirnir margir góðir í innlánunum.
Sú hringekja sem að fór af stað með yfiröku SPRON hefur leitt af sér mikinn afleiddan kostnað fyrir samfélagið enda hafa margir sett mikinn tíma í að koma sínum málum á hreint og mér til efs að strákarnir í Fjármálaeftirlitinu hafi hugsað út í það. Í stað þess að halda SPRON gangandi eftir öðrum leiðum þá var flóknasta agerðin valin, aðgerð sem að einnig virkar letjandi á samkeppni milli fjármálastofnana.
Já, við lifum svo sannarlega á Eastwood tímum, þegar sá Góði, sá Illi og sá Ljóti berast á og enginn veit hvað snýr upp eða niður. Ætli bankastjóranir viti það nokkuð sjálfir frekar en almenningur? Kannski þeir gætu tekið hann vin minn Flavian til fyrirmyndar: http://www.swissinfo.org/eng/multimedia/video/detail.html?siteSect=15045&sid=10604329
Hvet ykkur til þess að skoða vídeóið!
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þurfa menn að taka á honum stóra sínum
4.5.2009 | 18:28
Það virðist sem að það mörg fyrirtæki í vertaka- og byggingarstarfssemi heyji nú lífróður og það sama á um fyrirtæki í mörgum öðrum atvinnugreinum. Það er grafalvarlegt mál ef ríki, bæjar- og sveitarfélög eru í einhliða framkvæmdastoppi. Fyrirtæki eins og Vegagerðin verða einmitt að taka myndarlega á málum, ef ekki núna hvenær þá? Ef verktakar sjá ekki fram á verkefni eða almenn útboð á verkefnum þá setur það náttúrulega af stað hringrás með hliðaráhrifum út í aðrar atvinnugreinar og frekari skellir kunna að lenda á fjármálastofnunum enda þurfa menn að greiða af tækjum og tólum. Það er ljóst að þar til bærir aðilar verða að sýna samfélagslega ábyrgð og styðja við bakið á þessum aðilum og það ber að varast að koma á markaði þar sem að verktakar eru píndir niður í verðum. Nú bíð eftir því að vinur minn gangastjórinn Kristján Möller taki fyrsta skrefið...það er lítið skref fyrir hann en kann að vera stórt fyrir verktakageirann.
![]() |
Öllum sagt upp hjá Nesprýði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.5.2009 kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)