Nú þurfa menn að taka á honum stóra sínum

Það virðist sem að það mörg fyrirtæki í vertaka- og byggingarstarfssemi heyji nú lífróður og það sama á um fyrirtæki í mörgum öðrum atvinnugreinum. Það er grafalvarlegt mál ef ríki, bæjar- og sveitarfélög eru í einhliða framkvæmdastoppi. Fyrirtæki eins og Vegagerðin verða einmitt að taka myndarlega á málum, ef ekki núna hvenær þá? Ef verktakar sjá ekki fram á verkefni eða almenn útboð á verkefnum þá setur það náttúrulega af stað hringrás með hliðaráhrifum út í aðrar atvinnugreinar og frekari skellir kunna að lenda á fjármálastofnunum enda þurfa menn að greiða af tækjum og tólum.  Það er ljóst að þar til bærir aðilar verða að sýna samfélagslega ábyrgð og styðja við bakið á þessum aðilum og það ber að varast að koma á markaði þar sem að verktakar eru píndir niður í verðum. Nú bíð eftir því að vinur minn gangastjórinn Kristján Möller taki fyrsta skrefið...það er lítið skref fyrir hann en kann að vera stórt fyrir verktakageirann.


mbl.is Öllum sagt upp hjá Nesprýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband