Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2011

Af ruslatunnuskattinum í Reykjavík og gríniđ sem breyttist í alvöru

’’Lofstafi fornhelga flytjum rykinu og reyknum“ (Sigfús Dađason: Útlínurbakviđ minniđ.) 

 ,,Hinn alrćmdi gluggaskattur Vilhjálms ţriđja Englandskonungs, sem fyrst kom til sögunnar áriđ 1696, er gjarna nefndur sem dćmi um óréttláta skattlagningu sem hvetur líka til óskynsamlegra viđbragđa. Upphćđ skattsins réđst af fjölda glugga á húsum sem átti ađ endurspegla efnahag borgaranna. En byggingarlag húsa er ólíkt, sum hafa fáa stóra glugga, önnur marga litla, og munurinn segir ekki endilega neitt um efnahag, hvađ ţá afkomu íbúanna.Skatturinn var gjarna nefndur „ljós- og loftskattur“, enda múruđu húseigendur gjarna upp í gluggana til ađ forđast hann, en juku í stađinn lýsingu innandyra međ tilheyrandi mengun. Ljósiđ og loftiđ véku fyrir rykinu og reyknum. Lofta- og ljósaskatturinn var endanlega aflagđur um miđja nítjándu öld.En nú hefur borgarstjórinn í Reykjavík fundiđ sér fyrirmynd í Vilhjálmi ţriđja. Hyggst hann leggja sérstakan ruslaskatt ásuma borgarbúa, ţá sem eru svo óheppnir ađ götuhliđ húsa ţeirra snýr mót sólu á daginn. Munurinn á gluggaskatti Vilhjálms konungs og ruslaskattinum nýja er ţó sá ađ međan skattur Vilhjálms konungs átti ađ vera í einhverjum tengslum viđ efnahag borgaranna rćđst ţađ af tilviljun einni á hverja ruslaskattur lćrisveinsins leggst.   Líkt og ţegnar Vilhjálms ţriđja munu ţegnar borgarstjóra auđvitađ reyna ađ forđast skattinn.

Vorkoman ţetta áriđ mun ţví markast af óhrjálegri tunnuţröng á gangstéttum borgarinnar, sem misţýđir vorvindarnir munu svo feykja til og frá, rottum og mávum til ánćgju og ábata, en öskukörlum og íbúum til ama og tafa. Svo verđur dregiđ fyrir og gluggum lokađ fyrir skynrćnum áhrifum skattsins nýja – og ljósinu og loftinu um leiđ.Ábendingum um augljósa vankanta ţessarar nýju skattlagningar svara hirđmenn borgarstjóra međ hástemmdum mođreyk um hvílíkt framfaraspor furđuskattur ţessi marki.Kannski er fyrirmynd ţeirra Rómverjinn Marcus Cornelius Fronto, sem orti rykinu og reyknum lofsöng ţann er Sigfús Dađason vitnar til í Síđustu bjartsýnisljóđum. En munurinn er ađ Fronto var ađ grínast – svona eins og borgarstjórinn í Reykjavík kunni einu sinni mjög vel. ’’ Grein eftir Ţorkel Siglaugsson í mbl. 23. janúar 2011 

 


Eitt stórt krossmark og skammdegi hugarfarsins

,,Tillagan er til íhugunar fyrir ţá, sem ritskođa sjálfa sig í sífellu, til ađ styggja örugglega engan. Ţeir sem öllum vilja ţóknast hefđu auđvitađ hringt til Brussel til ađ fá góđ ráđ. Ţá hefđi Economist líklega ekki skammađ okkur fyrir hörku. Kjarni málsins er ţó sá ađ viđ verđum ađ gćta hagsmuna okkar sjálf. ESB mun ekki gera ţađ. Ef viđ hefđum ekki „veriđ vćn viđ okkur sjálf", ţá hefđi enginn veriđ ţađ. Guđ hefđi ţá mátt gera eitt stórt krossmark yfir Ísland. Svo fór ekki og landiđ er nú tekiđ ađ rísa. Allt er ţetta rekjanlegt en má ţakka ţeim Geir, Davíđ og Baldri nokkuđ í ţví skammdegi hugarfarsins sem nú ríkir? ''

Grein eftir Ragnar Önundarson mbl. 22. janúar 2011 í umrćđunni um Icesave og setningu neyđarlaganna.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband