Eftir sorgina kemur sjokkið

Það er ljóst að heimamenn í Borgarbyggð og víðar verða fyrir miklum búsifjum af yfirtökunni og stærsta breytingin verður án efa fólgin í því að viðskiptavinir Sparisjóðs Mýrarsýslu verða núna hluti af N. Kaupþing banka sem er með tugi þúsunda viðskiptavina á sínum snærum. Eftir að hafa reynt þjónustuna hjá N. Kaupþing banka undanfarið þá er ljóst að starfsmenn bankans anna engan veginn öllum þeim viðskiptavinum sem að nú tilheyra bankanum. Í þessari viku og síðustu hef ég þurft að bíða í allt að klst. eftir að ná sambandið við þjónustufulltrúana. Að sjálfssögðu er það ekki starfsfólkinu að kenna en það þarf að úthugsa breytingar eins og þegar heill sparisjóður eins og SPRON og SPM eru teknir yfir. Ég er alveg klár á því að menn missa vildarkjör og einnig verður tap í þjónustugæðum og það mun taka verulegan tíma fyrir fólk að byrja í viðskiptum undir nýjum formerkjum. Það vekur einnig furðu að SPRON skyldi ekki hafa verið rekinn áfram og reynt þannig að hámarka hag ríkisins og sér í lagi þeirra viðskiptavina sem að voru fyrir í kerfinu. Það er líka erfitt fyrir N. Kaupþing banka að hámarka hag viðskiptavina sinna undir slíkum kringumstæðum og sér í lagi að setja sig inn í aðstæður þúsunda nýrra viðskiptavina. Slíkt gerist ekki á einni nóttu það þarf mikla vinnu til að nálgast nýju viðskiptavinina og setja sig inn í þeirra mál. Draumurinn um litla sæta bankann er þó enn fyrir hendi og ég skora á menn að skoða þetta vídeó: http://www.swissinfo.org/eng/multimedia/video/detail.html?siteSect=15045&sid=10604329 Það er ekki lögmál að bankar þurfi að vera stórir til þess að þjónusta einstaklinga eða jafnvel heilan bæ!


mbl.is Örlög SPM sorgleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Sæll Guðmundur !

Sjálfur hef ég góða reynslu af þjónustu SPM, er þar með fyrirtækjaviðskipt.  Mín persónulegu viðskipti hafa hins vegar verið við Kaupþing í Garðabæ. 

Skiptin og breytingarnar nú um mánaðarmótin hafa verið hálfgert klúður og þú ekki einn um það að þurfa að bíða eftir þjónustu.  Verst þótti mér að gamla símanúmer SPM var horfið og ekki viðlit að ná inn t.a.m. í gærmorgun.  Þá er heimabankinn í messi, reikningarnir koma ekki upp og ekki viðlit að skilgreina þá, en eins og fyrr segir þekki ég ágætlega viðmót netbanka Kaupþings.  Starfsfólkið ræður greinilega ekki eitt né neitt við álagið.  Verst þykir mér að allt í einu fæ ég á tilfinninguna að bankinn sé að breytast í heljarinnar ríkisbákn.  Var kominn á fremsta hlunn í gær að færa öll viðskipti mín til Sparisjóðs S-Þing, sem er ein fárra heiðarlegra bankastofnana sem eftir eru í landinu og mér er sagt að þér sé enn hægt að fá persónulega þjónustu.  Ætla þó að doka við í nokkra daga og sjá hvort ástandið í Kaupþingi lagist ekki.  En auðvitað eigum við viðskiptavinir bankanna sem erum ekki sáttir við þróun mála að taka okkur saman og í krafti samtakamáttar að setja á laggirnar nýjan sparisjóð með gamla laginu.

Kveðja

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 6.5.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Sæll Einar,

Það er aldrei gott ef viðskiptavinir þurfa að bíða og auðvitað er það enn verra ef menn þurfa að hringja erlendis frá. Ég skora á þig að hlusta á notendaviðmótið hjá þeim en reglulega dynur á manni áróður að maður sé tilvalinn í vöxt vildarþjónustu bankans og fleira og fleira. Þegar upp er staðið virka slík skilaboð hjákátleg og vinna gegn þjónustumarkmiðum bankans. Ég hef reynt allt þetta sem að þú hefur sagt og þetta hefur verið mikil þrautarganga og ég held að afleiddur kostnaður samfélagsins sé mikill enda tapast mikill tími hjá almenningi sem er væntanlega í vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum og gætu verið að gera eitthvað annað. Sá tími er einnig efnahagsleg stærð enda tapast tími frá verkum. Ég er einnig á hliðarlínunni núna og er að skoða mín mál og ég er þér innilega sammála um að það eru margir sem myndu fagna með stóru hjarta sparisjóð með gamla laginu. Vandamálið er greinilega það að starfsfólkið þekkir ekki þessa nýju viðskiptavini og það virðist lítill hvati af yfirstjórn bankanna að gera eitthvað til þess að krækja í viðskiptin. Eins og þú segir ríkisbragur á þessu og það er nauðsynlegt að koma bönkunum aftur í samkeppnisrekstur.

Bestu kveðjur

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 6.5.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband