Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Af blautri tusku
30.9.2008 | 21:35
Það er ljóst að þær hamfarir sem að nú ganga yfir íslenskt fjármálakerfi eru ekki einskorðaðar við Ísland. Það er ábyrgðarleysi að vissir stjórnmálamenn komi nú fram og tali niður til hluthafa og sparifjáreigenda í þessum fyrirtækjum og geri lítið úr fyrirtækjum og almenningi sem á nú um þungt að binda. Það er ljóst að sá málflutningur er hreint ömurlegur og skoðast slík ummæli sem blaut tuska framan í fjárfesta og fjölskyldur sem margar hverjar hafa jafnvel tapað stórum hluta af sparnaði sínum. Er það ekki barnalegt að koma fram og segja að nú hafi einkavinavæðingin komið í bakið á mönnum. Slíkur málflutningur á ekkert skylt inn í umræðuna um fyrirtæki sem veita þúsundum launþega atvinnu og hafa að auki skilað verulegum skattekjum í gegnum tíðina. Þessar hamfarir sá engin fyrir og sérstaklega ekki áhrif á þeirri stærðargráðu sem nú er orðin og enginn getur slegið sig til riddara í slíku ástandi.
Það er ljóst að miðað við yfirlýsingar núverandi stjórnarformanns Glitnis að bankinn hafi verið með 200 milljarða í eigin fé og að auki með gott eignasafn þá má kannski spyrja hver sé staða annara fjármálastofnana? Eru þær að komast í þrot?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sem fer upp kemur aftur niður
28.9.2008 | 22:03
An optimist sees an opportunity in every calamity; a pessimist sees a calamity in every opportunity. -Winston Churchill -
Fullkomið frelsi á fjármálamörkuðum hefur alið af nér nýja heimsmynd þar sem meðal annars hagkerfi smáríkja á borð við Ísland hafa þanist út vegna vaxtar fjármálageirans. Það er ljóst að í slíku árferði breytast margar grundvallar forsendur í hagstjórninni. Ónógt eftirlit, óáreittir fjárfestingabankar, vogunarsjóðir og bankar hafa alið af sér nýja stétt hugmyndafræðinga þar sem verðmæti hafa verið sköpuð í gegnum yfirtökur, stöðutökur og með því að selja og hluta niður fyrirtæki, leggja af fyrirtæki til þess að eyða samkeppni o.fl.. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Bankakerfið hefur hingað til haft gnægð af lódýru ánsfé og aðgangur að því hefur verið opinn flestum sem viljað hafa. Stundum hefur maður fengið það á tilfinninguna að efnahagsleg framvinda fyrirtækja hefur ráðist af því sem gerist í bankanum og á mörkuðunum en ekki hvað verðmæti sé verið að skapa. Enginn sá fyrir neinn skell þar sem við lifðum á tímum þar sem góðærið var endalaust í tíma og rúmi.
Markaðsbrestir með stórum skellum á fjármála- eigna- og hrávörmörkuðum víðsvegar um heiminn hafa hrist upp í heimshagkerfinu og efnahagsstórveldi eins og Bandaríki Norður Ameríku hafa t.d. ekki farið varhluta af því ástandi.
Það eru engar forsendur í spilunum fyrir því að áhrifin af slíkum hamförum sjáist ekki í íslenska hagkerfinu þar sem til staðar er virkur gjaldeyrismarkaður þar sem verð myntinnar ræðst af framboði og eftirspurn. Mikil óvissa á mörkuðum ekki bætt ástandið þar sem veikur gjaldmiðill hefur verið í fararbroddi og gjaldeyrisvarasjóðir seðlabanka ekki nægir.Í núverandi árferði þar sem lánsfjárkreppan er til staðar og traust í viðskiptum lítið þá er eðlilegt að íslenskar fjármálastofnanir eigi erfitt með að sækja fjármagn á erlenda markaði. Björgunaraðgerðin í BNA segir allt sem segja þarf. Nú þurfa fyrirtæki og fjölskyldur að reyna að halda sjó og það er ekk til eftibreytni að menn vaði uppi og auglýsi í evrum og að menn gaspri í spjallþáttum um upptöku evru. Slíkt eykur einungis á glundroða og skapar óvissu meðal almennings þessa lands.
Viðskipti og fjármál | Breytt 29.9.2008 kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orð dagsins
26.9.2008 | 21:37
Það gerist oft nú orðið að fólk missir sig í viðtölum í fjölmiðlum, þó sér í lagi í beinni útsendingu í sjónvarpi. Oft falla ummæli sem betur hefðu verði látin ósögð. Kannski er því um að kenna að landið er fámennt og viðmælendur fjölmiðla eru oft á tíðum sama fólkið aftur og aftur. Ekki veit ég hvort að það skýri slíkar uppákomur eða hvort að staðreyndin sé sú að viðmælendur eru orðnir of heimavanir. Það er líka eins og spyrjendurnir séu illa á varðbergi og of seinir að grípa inn í atburðarrásina. Virðing þverrandi fer fyrir pólitískum andstæðingum á Alþingi þar sem þingmenn láta ýmislegt flakka úr ræðustólnum og eru lítt til eftirbreytni.
Orð dagsins eru fengin úr grein Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanns í Morgunblaðinu í dag eru þörf ábending: ,,Málflutningur sem einungis er byggður á persónulegri óvild og heift í garð annarra hefur aldrei og mun aldrei hafa neitt uppbyggilegt í för með sér.´´
Hagfræði Argentínu og íslenskur tangó
20.9.2008 | 19:12
Ég sótti Argentínu heim árið 2002 þegar að umsáturástand hafði skapast um bankana í þessu víðfeðma ríki. Þetta hefur rifjast upp fyrir mér í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um íslensku krónuna auk áhyggja sem að sparifjáreigandur hafa látið í ljós um stöðu bankanna. Það er mér enn ofarlega í huga þegar ég gekk um göturnar í höfuðborginni Buenos Aires að almenningur gekk á mann ef það sást á manni að þar var útlendingur á ferð. Erindið var einatt að reyna að nálgast dollara þar sem að fáir höfðu trú á mynt þeirra heimamanna, pesóanum sem var svo til ónothæfur í hugum almennings og fyrirtækja vegna mistaka í hagstjórninni.
Ástæðurnar voru einkum þær að ríkisstjórn Argentínu frysti alla bankareikninga fyrirtækja og einkaaðila og afleiðingarnar eftir því. Undanfari vandans var fyrst of fremst sá að fjárfestar misstu trúna á efnahagsstefnuna og trúna á gjaldmiðlinum. Sú sannfæring endurspeglaðist í öllum aðgerðum fyrirækja og almennings sem að hamstraði dollara með því að skipta á heimamyntinni pesóanum. Gjaldeyrisvarasjóður Argentínu var nánast enginn og reksturinn var fjármagnaður með erlendum lántökum en hafa ber í huga að landið er að miklu leyti háð erlendum innflutningi.
Gengisfall pesóans gagnvart dollar nam allt að 70% þegar að fastgengisstefna heimamanna var loksins aflögð þ.e. 1 dollar = 1 pesó, í kjölfarið fylgdi allt að 30% atvinnuleysi. Ástandið bar þess náttúrulega merki að þjóðin bjó við raunverulega kreppu og við tók aðlögunarferli með nýjum væntingum og öðrum veruleika þar sem að landsmenn þurftu að taka á sig stóra skellinn. Nýr veruleiki og upplausnarástand leiddi m.a. til þess að mörg fyrirtæki voru með járnrimla og varnargirðinar til þess að halda aftur af óaldarlýð sem hafði í frammi mótmæli og fór um götur og vann skemmdarverk með því að kveikja í og eyðileggja það sem fyrir varð hverju sinni. Vantrúin á gjaldmiðilinn var mikil á meðal landsmanna sjálfra og fjárfestar flýðu unnvörpum landið, mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota auk þess sem að sparnaður einstaklinga fór forgörðum. Um helmingur 36 milljón íbúa var að auki sagður lifa undir fátæktarmörkum sem afleiðing af öllu saman.
Efnahagslegu áhrifin lýstu sér í því að erlend fjárfesting þornaði upp og útflutningurinn minnkaði fljótt enda sáu fjárfestar sér hag í því að fá meira fyrir dollarana sína t.d. í Brasilíu þar sem nautakjötið kostaði minna en í Argentínu svo dæmi séu tekin. Til þess að halda efnahagnum gangandi þá sótti ríkisstjórn Argentínu stíft í lánsfjármagn og það gerði einkaaðilum erfitt fyrir með að nálgast lánsfjármagn á boðlegum kjörum. Á endanum þraut súrefnið sem þurfti í reksturinn og gjaldþrotin tóku við þar sem ráðaleysið var algert með áhrifum eins og lýst var ofar.
Orð Seðlabankastjóra í viðtali á Stöð 2 í vikunni minntu á að neikvæð umræða er til alls fyrst og hefur til langframa áhrif á vilja fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Öll óvissa hefur áhrif á sparifjáreigendur sem margir hverjir eru eðlilega tvístígandi í slíku umhverfi. Það er varhugavert að ætla að efnhagsvandamál í okkar sérstæða hagkerfi leysist með því einu að taka upp evru. Virðing okkar fyrir eigin fjármálakerfi þarf að vera til staðar áður en við tökum ákvarðanir um eitthvað annað. Því fer fjarri að ástandið hér sé svo slæmt þar sem að ríkisfjármálin eru í traustum farvegi, gjaldeyrisvarasjóður til staðar og bankar uppfylla skyldur sínar um eiginfjárhlutfall. Það eru þó blikur á lofti um minnkandi eftirspurn í hagkerfinu og nýrrar aðlögunar er þörf og óvíst að evran ein og sér muni hámarka hag þjóðarbúsins.
Það er ljóst að við erum að hefja nýjan kafla í hagsögu Íslands. Í þeim kafla verður almenningur að vera í fararbroddi og draga úr umframeyðslu og neyslu sem að ber keim að því að eyða framtíðartekjunum áður en þær eru komnar í hús. Í tangó þarf tvo til. Hinn íslenski tangó hefur einatt einkennst af því að fyrirtæki og almenningur eyðir um efni fram og fleiri en einum boðið upp í dans hverju sinni. Slík skipan leiðir einatt til árekstra og ljóst að einhverjir standa ekki aftur upp frá slíkum árekstrum og þá koma nýjir dansarar inn í myndina. Seðlabankstjóri talaði skýru máli þegar að hann gagnrýndi málflutning lýðskrumara og árásir þeirra á krónuna.
Fyrir nokkrum mánuðum höfðu forsvarsmenn útflutningsgreinanna upp stór orð um rekstrarumhverfið þar sem að þeir töldu gengi íslensku krónunnar of hátt skráð. Í dag heyrum við lítið frá þeim en aftur mun meira frá þeim sem þurfa að kaupa inn vöru og þjónustu erlendis frá. Þar sannast hið fornkveðna að eins kvöl er annars pína.
Kannski er tími umvöndunarhagfræðinnar kominn til að vera í einhvern tíma, jafnt á Bifröst sem í borginni.
Viðskipti og fjármál | Breytt 21.9.2008 kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjaldan er ein báran stök
14.9.2008 | 20:51
Ég verð að segja að mér brá nokkuð eftir að hafa séð fréttir í kvöld þar sem að stjórn Eimskips tilkynnir um að það muni fara fram innanhúss rannsókn á tilteknum atriðum er tengjast rekstri félagsins frá fyrri tíð. Það verður sérstakt að fylgjast með áframhaldi þessa máls og vonandi leiðir þessi skoðun ekki til neitt misjafnt í ljós. Rekstur Air Atlanta skilaði Eimskipafélaginu stórfelldu tapi eins og þekkt er og fjárfestingarnar í Versacold og Atlas í Kananda eiga enn eftir að sanna sig og skuldsetning félagsins mikil. Velta Eimskipafélagsins 3 faldaðist á milli áranna 2006 og 2007 en rekstrartekjurnar í lok síðasta árs námu 1.459 milljónum evra. Það er ljóst að krafa upp á liðlega 26 milljarða er erfið í núverandi rekstrarumhverfi en eins og segir í fréttatilkynningu Eimskipafélagsins 2007 þá var hagnaður af undirliggjandi starfssemi félagsins 9 milljónir evra það ár en tap eftir skatta 9 milljónir evra að teknu tilliti til aflagðrar starfssemi. Nú er bara að vona að óskabarn þjóðarinnar hressist á komandi mánuðum og að verð hlutabréfanna taki við sér. Ég er ekki viss um að málsókn gegn Eimskipafélaginu muni skila neinu öðru en aukinni neikvæðri umræðu sem að verði hluthöfum ekki til góðs. Fyrsta skrefið er væntanlega að bíða eftir skýrslu stjórnarinnar á ,,þessum tilteknu atriðum''.
Viðskipti og fjármál | Breytt 15.9.2008 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
,,Stolt siglir fleyið mitt’’
14.9.2008 | 12:09
Stolt siglir fleyið mitt segir í alþekktum texta! Það er með ólíkindum að horfa á þá stöðu sem Eimskipafélag Íslands er komið í, sjálft óskabarn þjóðarinnar. Sem stráklingur þá fylgdist maður grannt með Eimskipafélaginu enda einn aðal atvinnuveitandinn í miðborg Reykjavíkur. Menn gengu fram hjá byggingu félagsins með lotningu og það var gaman taka túra í gömlu lyftunni í Pósthússtrætinu þegar maður var að snattast í miðbænum að selja blöð og merki. Í þá daga réð íhaldssemi og skynsemi ríkjum og orðið útrás var ekki til í bókunum.
Nú virðist sem að menn hafi búið til kokkteil sem er í meira lagi göróttur fyrir hluthafa og fyrir atvinnulífið í heild. Áhrifin á Íslandi ef Eimskipafélagið lendir í meiraháttar kröggum vegna þessa gætu orðið gríðarlegar. Sá möguleiki er samt langsóttur en annað eins hefur gerst á síðustu mánuðum að stórfyrirtæki hafi hrunið eins og spilaborg eins og dæmin sýna, en það versta er kannski að bókhald XL hefur kannski verið fegrað eins og greint hefur verið frá. Það er ljóst að áhrifin á eignir hluthafa eru þegar komnar fram að hluta þ.e. eignir þeirra hafa þynnst út og kannski eru undirliggjandi veð og ábyrgðir hjá bönkum o.s.frv. sem gætu framkallað önnur verri áhrif á meðal hluthafa svo sem veðköll.
Það er ljóst að ábyrgðin til handa XL er ekki hluti af kjarnastarfssemi Eimskipafélagsins og það er í raun ótrúlegt að félagið sé komið í slíkar ógöngur eins og raun ber vitni, og maður spyr hvort að skortur á virkri framtíðarsýn eða vanmat á stöðunni hafi nú skilað því ástandi sem uppi er. Núverandi lánsfjárkreppa á án efa einhvern þátt í því hvernig staðan er og áhrif ákvarðana Barclays banka á að lána ekki frekar til rekstrarins varð til þess að skipið hefur skrapað botninn í skerjagarðinum. Nú er bara að bíða þess að hafsögubáturinn fylgi fleyinu milli skers og báru alla leið til hafnar. Ábyrgð stjórnenda hlutafélaga og kröfur um upplýsingagjöf þeirra til hluthafa er mikil og Fjármálaeftirlitið mun vætnanlega skoða þessi mál rækilega enda hefur núverandi staða ekki eingöngu áhrif á stóra aðila á markaðnum heldur lífeyrissjóði auk margra smærri hluthafa sem og fjárfesta sem eiga í eignarhaldsfélögum tengdum Eimskipafélaginu.
Hér að neðan eru stærstu hluthafar í Eimskipafélaginu skv. upplýsingum Kauphallarinnar:
Nafn | Hlutfallseign | Fjöldi hluta | Markaðsvirði | ||
1. | Frontline Holding S.A. | 33,18% | 622.725.000 | 4.982 | milljónir |
2. | Fjárfestingarfélagið Grettir hf | 33,15% | 622.060.000 | 4.976 | milljónir |
3. | Landsbanki Luxembourg S.A. | 8,78% | 164.818.000 | 1.319 | milljónir |
4. | Hlutafélagið Eimskipafélag Ísl | 8,52% | 159.878.000 | 1.279 | milljónir |
5. | Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv | 3,26% | 61.121.400 | 489 | milljónir |
6. | GLB Hedge | 2,48% | 46.466.600 | 372 | milljónir |
7. | Peter Gordon Osborne | 1,48% | 27.703.200 | 222 | milljónir |
8. | Craqueville | 1,18% | 22.215.600 | 178 | milljónir |
9. | LI-Hedge | 1,16% | 21.757.000 | 174 | milljónir |
10. | Samson eignarhaldsfélag ehf | 0,84% | 15.830.500 | 127 | milljónir |
11. | Geertruida Maria A. van der Ham | 0,81% | 15.267.400 | 122 | milljónir |
12. | Lerkur Sp/f | 0,65% | 12.288.000 | 98 | milljónir |
13. | Arion safnreikningur | 0,49% | 9.247.230 | 74 | milljónir |
14. | Den Danske Bank A/S | 0,46% | 8.583.760 | 69 | milljónir |
15. | MP Fjárfestingarbanki hf | 0,46% | 8.550.400 | 68 | milljónir |
16. | Eignarhaldsfélagið SK ehf | 0,21% | 4.001.730 | 32 | milljónir |
17. | Háskólasjóður Eimskipafél Ís hf | 0,18% | 3.466.080 | 28 | milljónir |
18. | Glitnir Sjóðir hf,sjóður 6 | 0,17% | 3.147.680 | 25 | milljónir |
19. | Eggert Magnússon | 0,16% | 3.057.190 | 24 | milljónir |
20. | Stafir lífeyrissjóður | 0,15% | 2.868.380 | 23 | milljónir |
Samtals | 97,78% | 1.835.053.150 | 14.680 | milljónir |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leyndardómar Leiðtogans
12.9.2008 | 21:28
Hlutverk leiðtogans og ímynd nútíma hetjunnar endurspeglast án efa í þeim persónum sem að taka þátt í opinberri umræðu og eru jafnframt gerendur á sama tíma. Stíll og áherslur leiðtoga eru misjafnar og á meðan margir telja að menn séu fæddir leiðtogar þá segja sumir að hægt sé að tileinka sér og læra það sem til þarf til þess að verða leiðtogi. Leiðtogar eru fyrirmyndir sem að móta oft skoðanir og hafa jafnframt oft áhrif á skoðanir og aðgerðir almennings. Slíkir leiðtogar verða að koma fram af ábyrgð og sýna af sér háttsemi sem er öðrum til jákvæðrar eftirbreytni.
Nelson Mandela einn af áhrifamestu leiðtogum vorra tíma stendur nú á 90. tugasta aldursári. Lífsviðhorf hans hafa mótast af því að gera heiminn að betri stað og hann hefur aldrei litið til baka í þeirri leit. Af hógværð og með staðfestu þar sem trúin á að dagurinn á morgun yrði betri en dagurinn í dag voru einkennandi þáttur í hans framgöngu. Hugmyndafræðin og lífsviðhorf Mandela setja hann án efa á stall meðal framsýnna leiðtoga ofar öllu lýðskrumi. Þegar Mandela var spurður út í grunninn í sinni stjórnvisku þá taldi hann upp 8 atriði:
Courage is not the absence of fear - it's inspiring others to move beyond it
Lead from the front - but don´t leave your base behind Lead from the back - and let other believe they are in front
Know your enemy - and learn about his favourite sport Keep your friends close - and your rivals even closer
Appearances matter - and remember to smile
Nothing is black or white
Quitting is leading too
Mandela var þekktur fyrir að tala vel um andstæðinga sína, en hann hefur látið hafa það eftir sér að það hafi skilað honum meiri áhrifum heldur en að berjast við þá á persónulegum nótum. Aðferðafræði Mandela gagnaðist honum einstaklega vel þar sem að honum tókst að gera andstæðinga sína óvirka með málflutningi sínum og hann sagði jafnframt að þeir væru sjálfum sér verstir eins og dæmin sanna. Stundum skilar hæverskan og kænskan betri niðurstöðu þegar upp er staðið. Góðir leiðtogar tapa oft orustum en markmiðið er ávallt að vinna stríðið eins og Mandela sannaði eftir 27 ára fangelsisvist.
Bloggar | Breytt 13.9.2008 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)