Af blautri tusku

Það er ljóst að þær hamfarir sem að nú ganga yfir íslenskt fjármálakerfi eru ekki einskorðaðar við Ísland. Það er ábyrgðarleysi að vissir stjórnmálamenn komi nú fram og tali niður til hluthafa og sparifjáreigenda í þessum fyrirtækjum og geri lítið úr fyrirtækjum og almenningi sem á nú um þungt að binda. Það er ljóst að sá málflutningur er hreint ömurlegur og skoðast slík ummæli sem blaut tuska framan í fjárfesta og fjölskyldur sem margar hverjar hafa jafnvel tapað stórum hluta af sparnaði sínum. Er það ekki barnalegt að koma fram og segja að nú hafi einkavinavæðingin komið í bakið á mönnum. Slíkur málflutningur á ekkert skylt inn í umræðuna um fyrirtæki sem veita þúsundum launþega atvinnu og hafa að auki skilað verulegum skattekjum í gegnum tíðina. Þessar hamfarir sá engin fyrir og sérstaklega ekki áhrif á þeirri stærðargráðu sem nú er orðin og enginn getur slegið sig til riddara í slíku ástandi.

Það er ljóst að miðað við yfirlýsingar núverandi stjórnarformanns Glitnis að bankinn hafi verið með 200 milljarða í eigin fé og að auki með gott eignasafn þá má kannski spyrja hver sé staða annara fjármálastofnana? Eru þær að komast í þrot?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband