Sjaldan er ein báran stök

Ég verđ ađ segja ađ mér brá nokkuđ eftir ađ hafa séđ fréttir í kvöld ţar sem ađ stjórn Eimskips tilkynnir um ađ ţađ muni fara fram innanhúss rannsókn á tilteknum atriđum er tengjast rekstri félagsins frá fyrri tíđ. Ţađ verđur sérstakt ađ fylgjast međ áframhaldi ţessa máls og vonandi leiđir ţessi skođun ekki til neitt misjafnt í ljós. Rekstur Air Atlanta skilađi Eimskipafélaginu stórfelldu tapi eins og ţekkt er og fjárfestingarnar í Versacold og Atlas í Kananda eiga enn eftir ađ sanna sig og skuldsetning félagsins mikil. Velta Eimskipafélagsins 3 faldađist á milli áranna 2006 og 2007 en rekstrartekjurnar í lok síđasta árs námu 1.459 milljónum evra. Ţađ er ljóst ađ krafa upp á liđlega 26 milljarđa er erfiđ í núverandi rekstrarumhverfi en eins og segir í fréttatilkynningu Eimskipafélagsins 2007 ţá var hagnađur af undirliggjandi starfssemi félagsins 9 milljónir evra ţađ ár en tap eftir skatta 9 milljónir evra ađ teknu tilliti til aflagđrar starfssemi. Nú er bara ađ vona ađ óskabarn ţjóđarinnar hressist á komandi mánuđum og ađ verđ hlutabréfanna taki viđ sér. Ég er ekki viss um ađ málsókn gegn Eimskipafélaginu muni skila neinu öđru en aukinni neikvćđri umrćđu sem ađ verđi hluthöfum ekki til góđs. Fyrsta skrefiđ er vćntanlega ađ bíđa eftir skýrslu stjórnarinnar á ,,ţessum tilteknu atriđum''.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband