Lýðræðið fótum troðið

Þegar frá líður þá munu menn eflaust rýna í söguna og þá svörtu daga þar sem að helstu stofnanir lýðveldisins hafa sætt árásum, allt í nafni borgararlegrar óhlýðni. Svo langt hafa menn gengið að eldar hafa verið kveiktir og veist hefur verið að lögreglu auk þess sem að skemmdir hafa verið unnar á mörgum mannvirkjum. Meirihluti þjóðarinnar hefur verið í gíslingu því að lögreglan hefur ekki ráðið almennilega við ástandið eða ekki haft mannafla til þess að taka á málum og því hefur hinn löghlýðni meirihluti mátt líða fyrir. Það er náttúrulega ekki hægt að setja alla í sama flokk en það er ljóst að lögreglan verður að gæta hagsmuna borgaranna og ganga þannig fram að þeir sem hafa unnið skemmdarverk verði látnir sæta ábyrgð. Þær athafnir sem að fámennur hópur hefur haft í frammi er frekleg aðför að hagsmunum hins löghlýðna borgara.

Þau vandamál sem að Ísland glímir nú við eru ekki staðbundin heldur hluti af mikilli efnahagslægð sem að gengur nú yfir heimsbyggðina og ljóst að um fátt annað verður rætt á fundi heimsleiðtoganna í Davos í Sviss í lok mánaðarins. Það er einmitt í núverandi árferði sem að þjóðin þarf á samhug og samvinnu að halda en ekki niðurrifsstarfssemi þeirra sem segjast tala í nafni fólksins. Það hefur alveg vantað að fjölmiðlar ræði við venjulegt fólk, fólk sem þarf að vakna til þess að fara i vinnuna á morgnana og jafnframt að horfa framan í börnin sín og trúa því að á morgun sé nýr dagur með nýjum möguleikum. Það er eðlilegt að hinir friðsömu borgar spyrji: Hvað með okkar rétt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband