Ný staða kallar fram ný viðmið

Það má segja að þessi vika hafi verið eftirminnileg og það hefur verið erfitt að horfa á alla þá ólgu sem að hefur farið um Ísland, sérstaklega á meðal þeirra mótmælenda sem að hafa farið yfir strikið í aðgerðum sínum og úthellt reiði sinni yfir helstu stofnanir lýðveldisins. Það er ekki annað hægt en að vorkenna slíku fólki. Það er ljóst að við erum í stöðu sem er ekki góð og hún mun ekki verða svo mikið betri eftir næstu kosningar. Það þarf samvinnu og samkennd til þess að sigrast á þeim vandamálum sem að almenningur og fyrirtæki í þessu landi standa frammi fyrir. Það þarf festu og trú á að það sé hægt að bæta ástandið til hins betra. Ísland hefur mikið af auðlindum og þó að margir hafi tapað þá er það nú líka einu sinni þannig að hin raunverulegu verðmæti eru fólgin í góðri heilsu eins og hefur sannast svo áþreifanlega í veikindum stjórnmálaforingjanna, Geirs og Ingibjargar. Þrátt fyrir allt eru stjórnmálamenn mannlegir og þeir gera sín mistök, hafa sína kosti og galla svona rétt eins og við hin.

Hið pólitíska landslag er nú gjörbreytt, svona fyrst um sinn. Við siglum inn í ákveðið óvissuástand sem að mun ekki breytast með neinni utanþingsstjórn eins og svo margir hafa kallað eftir eða með þvi að kalla fram annað bráðabirgða stjórnarfar. Þegar horft er raunhæft á aðstæður þá eru kosningar í maí slæmur kostur því það hefði þurft meiri tíma fyrir flokkana að undirbúa sig betur og janfvel fá nýtt fólk inn í forystusveitina og inn í starf flokkanna. Staðan í dag er sú að það þarf þungavigtarfólk inn i stjórnmálin og það verður erfitt að sjá að það gerist á svo stuttum tíma en það er aldrei að vita.

Því miður eru ekki mörg leiðtogaefni í stöðunni, en  margir ungir kandidatar sem hafa litla reynslu og ég verð að segja að ef sömu andlitin eru í framboði fáum við þá eitthvað betra ástand? Það mun tíminn einn leiða í ljós. Það er rétt að senda forsætis- og utanríkisráðherra bestu óskir um góðan bata.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband