Aðför að Alþingi Íslendinga

Það hlýtur að vera krafa hins almenna borgara þ.e. þeirra sem að krefjast þess að farið sé eftir landslögum að lögreglan gangi fram fyrir skjöldu og rannsaki strax aðförina að Alþingi Íslendinga. Það gengur ekki í lýðræðisríki að helstu stofnanir þjóðfélagsins séu svívirtar í viðurvist hins almenna borgara og að ekki sé tekið á málum. Hveru eru skilaboðin til æsku landsins með því?

Hegningarlögin er skýr: 

» 100. gr almennra hegningarlaga: „Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Aðförin að lífskjörum landsmanna, arðránið og blekkingarnar, landráð ýmist af gáleysi og ekki eru mun alvarlegri mál enn nokkur skemmdarverk þó slæm séu. Alþingishúsið verður í hættu á meðan þjófarnir ganga lausir og spillingarliðið situr sem fastast.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Georg,

Ég held að sá vandi sem að þjóðin er í réttlæti ekki þá aðför sem að höfð hefur verið í frammi af vissum mótmælendum sem að hafa stundað skemmdarverk. Það er ekki hægt að láta það óátalið. Lífskjör almennings hafa hrunið um  heim allan og það nægir að horfa til Bretlands í því samhengi. Auðvitað erum við Íslendingar í sárum og það þarf að rannsaka fall bankanna og störf stofnana ríkisins í aðdragandi hrunsins. Í kosningum hefur fólk val um að kjósa ekki ákveðna flokka eða einstaklinga, það er hinn lýðræðislegi réttur skv. stjórnarskránni. Auðvitað hafa svo stjórnmálamennirnir val um að segja af sér ef þeim býður svo.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.1.2009 kl. 11:17

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er raunar samála að þeir fáu mótmælendur sem hafa brotið og bramlað eiga ekki að fá að komast upp með það en græt ekki skyr og matvælagrýtingu á hinu vanvirta alþingishúsi(saurgað innafrá).

Sjálfur vill ég eins og svo margir gagngera uppstokkun á kerfinu, kjósa um fólk en ekki flokka og koma á raunverulegu lýðræði í stað flokkræðis með allri þeirri spillingu sem því fylgir. Ef að nýir flokkar koma fram þarf að sjá til þess að þeir fái jafnmikið af opinberu fé í styrki og þeir sem fyrir eru.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Georg,

Ég hef reyndar sagt það oftar en einu sinni og get vel sagt það einu sinni enn. Stjórnmálin munu aldrei skila öllum bestu niðurstöðunni en þau eru hinsvegar það tæki sem eiga að tryggja þegnum landsins lýðræðislegt val. Er það svo? Við getum valið í kjörbúðinni á milli kók og prinspóló og við fáum nákvæmlega það sem við kaupum. Í stjórnmálum er ekki nein trygging fyrir því að það sem þú kýst mun skili því sem að þú ætlaðist til.

Ég get hinsvegar tekið undir með þér að það er erfitt fyrir ný öfl að komst á koppinn í núverandi kerfi. Eins og þú veist þá eru alþingismenn bundir af eigin sannfæringu.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.1.2009 kl. 11:55

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Alþingismenn virðast nú líka oft bundnir af fleyru en eigin sannfæringu, æ á sér gjöf að gjalda eins og segir einhverstaðar.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 13:09

6 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Georg,

Þingmenn undirrita eið um að standa vörð um stjórnarskrá lýðveldsins og maður verður að trúa því og treysta að eftir því sé farið. Bjarni Harðar er gott dæmi um þingmann sem varð á í messunni og sagði af sér. Það eru fleiri dæmi á síðustu árum. Læt það samt vera. Vandmál í litlu samfélagi er að menn eru alltaf einhversstaðar tengdir, inn í fyrirtæki og stofnanir vegna vensla. Ég held að það sé heilbrigðast að menn séu ekki og eigi ekki í hlutafé eða séu í stjórnum hlutafélaga, eða einkahlutafélaga á meðan menn gegna þingmennsku. Það hefur ekki aukið á trúverðugleika stjórnmálamanna í því árferði sem ríkir. Hér verða menn að þekkja eigin takmörk!

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.1.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband