Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Borgarahreyfingin komin á kortið
26.4.2009 | 12:13
Það er ljóst eftir að talið hefur verið upp úr kjörkössunum að Borgarahreyfingin hefur komi sér á kortið og það er ekki rangt að segja að þeir séu hinir raunverulegu sigurvegarar kosninganna. Birtist þar kannski óánægjan með það aðgerðarleysi sem að átti sér stað í kjölfar hrunsins í sl. haust. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu og það er líklegt að þeir rúmlega sex þúsund kjósendur sem að skiluðu auðu hafi verið margir sem að hafi kosið flokkkinn áður. Auðvitað geta hinir svokölluðu ,,vinstri flokkar" eins og þeir kalla sig sameiginlega núna glaðst yfir góðri útkomu. Það er þó rétt að benda á að það liggur enginn málefnasamningur fyrir og það verður fróðlegt að sjá framhaldið. Með vísan í þá óánægju sem að hefur átt sér stað í þjóðfélaginu og af virðingu fyrir búsáhaldafólkinu þá væri eðlilegt að þeir sem segjast hvað mest hafa hlustað á raddir fólksins tækju Borgarahreyfinguna með sér inn í nýtt ríkisstjórnarsamstarf. Sú krafa þarf ekki að vera óeðlileg miðað við það sem á undan er gengið of yfirlýsingar þeirra sem nú halda um stjórnartaumana um að hlusta beri á fólkið!
Kjósendur bíða núna eftir raunhæfum aðgerðum og þeir vilja sjá að skjaldborgin um heimilin virki ekki einungis í orðræðunni heldur í buddunni og velferðarkerfinu. Stóra spurningin núna er hvernig tilfærsla verður í hagkerfinu, verður fjármagn flutt úr menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, opinberri stjórnsýslu vitandi það að ríkið hefur nánast stærstan hluta vinnuaflsins starfandi undir sínum formerkjum. Hvernig ætla menn að reka kerfið og hvar verður tilfærslan innan hagkerfisins þegar að mörg fyrirtæki eru rekin með miklu tapi og skila engum sköttum, þúsundir án atvinnu sem þiggja bætur og hvatinn til athafna og fyrirtækjareksturs er lítill sem enginn? Það er ekki öfundsvert að vera stjórnmálamaður í dag enda vandamálin ærin og ég velti því fyrir mér hvort margir af þessum ágætu þingmönnum, nýkjörnir átti sig fljótt á því að lýðræðið í þinginu er ekki svo einfalt mál, það er löng vegferð sérstaklega fyrir marga reynsulitla einstaklinga sem að nú setjast á þing.
Nú bíðjum við og sjáum hvað gerist!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lýðræðið í kjörklefanum
25.4.2009 | 19:45
Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum í kvöld. Það virðist hafa hlakkað í mörgum enda hyllir í vinstri vegferð ef svo má segja. Það er kannski of snemmt að fagna eins og heyrst hefur á sumum stjórnmálamönnum. Það er ennþá langt í land og það veit engin fyrr en í stjórnarmyndurviðræður er komið hvað mun gerast og hver málefnasamningurinn verður. Það er lágmarkskurteisi í lýðræðisríki að stjórnmálaforingjar gefi ekki út yfirlýsingar fyrr en búið er að telja upp úr kössunum. Það ræðst síðan vætnanlega á málefnum hvaða stjórn verður mynduð, eða er það kannski bara óskhyggja? Eru menn kannski búnir að klára málin áður en kosningunum er lokið og heitir það að ganga óbundinn til kosninga?
Það er ljóst að margur er með væntingar, jafnt einstaklingar, fjölskyldur sem fyrirtæki. Það er ljóst að það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og engin er tryggingin fyrir því að kjörklefalýðræðið skili því sem menn ætla. Við verðum að bíða og sjá en það er alltaf lýðræði í kjörbúðinni þar sem menn geta valið það sem þeir vilja og greitt fyrir. Lýðræðið í kjörklefanum er eitthvað annað!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hvers er utanríkisþjónustan?
19.4.2009 | 14:19
Sótti landið góða heim um páskana og náði að kjósa utan kjörfundar í Laugardalnum. Fyrir síðustu alþingiskosningar þá þurfti ég að heimsækja ræðismann Íslands í Genf og fá hann til þess að stimpla atkvæðaseðilinn og síðan þurfti ég að gjöra svo vel að senda atkvæðið til Íslands. Þessi athöfn var ekki í takt við breytta tíma og kostaði mig heilan dag frá vinnu og mikil fjárútlát. Ég velti því fyrir mér í aðdraganda kosninga að þúsundir Íslendinga eru núna erlendis og þurfa að kjósa, kostnaðurinn er mikill þar sem að koma þarf atkvæðinu til skila. Það er hreint með ólíkindum að ekki sé hægt að nota utanríkisþjónustuna til þess arna. Það er kominn tími til þess að hægt sé að bjóða fólki að kjósa yfir netið ef það uppfyllir ákveðin skilyrði til þess, t.d. býr erlendis o.fl. Ég ræddi þetta á sínum tíma við samgönguráðherra Kristján Möller, kannski meira í gríni en alvöru og sagði að stærsta samgöngubótin væri fólgin í því að hjálpa íslenskum þegnum að kjósa erlendis frá. Ekki verður greint frá samtali okkar hér enda aukaatriði í málinu. Eftir að hafa fengið kjörseðilinn í hendur í Genf og atkvæði mitt innsiglað og mér fengið aftur þá hafði ég samband við DHL sem að tók við atkvæðinu og sendi það áfram heim til Íslands, því miður háttaði málum svo að það endaði í Frakklandi og náði ekki til Íslands í tæka tíð. Ég get því með nokkru sagt að ég beri ekki ábyrgð á því stjórnarfari sem verið hefur við lýði, en fyrir þessa kosningar bætti ég um betur og kaus í eigin persónu á Íslandi. Utanríkisþjónustan er mikilvæg fyrir Íslendinga erlendis og það þarf að virkja hana með breyttum og betri hætti en verið hefur, sérstaklega eftir að framboð og verð á flugi hefur hækkað svo um munar og það verður að gera íslenskum þegnum kleyft að kjósa án þessa að þurfa blæða fyrir það!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Davíð fastur fyrir!
24.2.2009 | 21:32
Það er greinilegt að Davíð Oddsson hefur engu gleymt, og þegar stóri maðurinn talar þá halda þeir litlu kjafti. Viðtalið í kvöld kallar á fleiri spurningar en svör fást við að sinni og það er hægt að taka undir það, að marga hluti vantar inn í hið svokallaða ,,rekum Davíð frumvarpið''. Hvernig mun það þjóna hagstjórninni hið nýja frumvarp? Hvaða aðgerðir hafa stjórnvöld sett fram til þess að slá skjaldborg um heimilin í landinu?
Það er hægt að taka undir með Davíð að fjölmiðlar hafi verið meðvirkir í þeirri umræðu sem hefur átt sér stað og það er hægt að krefja þá um gagnrýna hugsun og spyrja af hverju þeim hefur ekki tekist að fjalla hlutlægt um hið nýja frumvarp um Seðlabankann. Í Svörtuloftum er bara einn kóngur og menn vita hver hann er og þegar hann setur í brýnar þá hlustar þjóðin af athygli. Eina vandamálið er að Svarthöfði er í vitlausum flokki, í vitlausu húsi á vitlausum tíma! Það dylst samt fáum að menn sjá raunverulega leiðtogahæfileika í Davíð Oddsyni, leiðtoga sem þorir og getur!
Davíð í Kastljósviðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rétt stöðumat Gylfa
19.2.2009 | 22:12
Það er sennilega mjög raunhæft stöðumatið hjá Gylfa. Alveg frá fyrsta degi hefur það sem kallað er samskipti og PR mennska verið á lágu plani og það hefur ekki bætt úr skák öll hin misvísandi ummæli höfð eftir helstu forystumönnum þjóðarinnar og nægir þar að vísa í mörg ummæli forseta Íslands undanfarið. Utanríkisráðuneytið hefur einnig staðið sig illa í því að koma málefnum Íslands á framfæri erlendis. Það virðist sem að helstu fréttir frá Íslandi séu tengdar óvissu og óreiðu og eins og Gylfi segir óbilgirni gagnvart lánadrottnum. Lykilatriðið núna er að koma bönknum í eigu einkaaðila og fagaðila sem eru líklegir til þess að bæta úr því ástandi sem við búum við núna en það er erfitt í núverandi árferði.
Lykilatriðið núna er samvinna og fagleg samskipti en það hefur farið lítið fyrir því þar sem að stjórnmál líðandi stundar hafa miðast við það að undirbúa kosningar og koma nýrri ríkisstjórn á koppin. Ástandið á Íslandi hefur ekki breyst mikið frá því Ingólfur nam land, við þurfum að eiga í samskiptum við umheiminn og án viðskipta og verslunar þá verður ekki skapaður sá hvati sem þarf til þess að knýja hjól atvinnulífsins áfram af ábyrgð og festu. Það er skortur á alþjóðlegu trausti þegar að kemur að vörumerkinu Ísland og það traust er ekki sjálfgefið það þarf að vinna fyrir því.
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífið á Kalkofnsvegi
11.2.2009 | 22:03
Það er greinilegt að stjórnunarleg kreppa ríkir nú í Seðlabankanum, og án efa eru margir starfsmenn bankans í lausu lofti þessa stundina þar sem að það virðist ekki vera á hreinu hvernig áhrif nýrrar lagasetningar mun gæta á starfssemi bankans. Bankaráð og bankastjórnin eru undir miklum þrýstingi og það sendir ekki út góð skilaboð þegar að forsætisráðherra landsins talar við helstu stjórnendur bankans í gegnum fjölmiðla. Það flokkast ekki undir stjórnvisku hjá stjórnmálamanni sem að hefur setið hvað lengst á þingi. Hvernig sem þessi slagur fer um völdin í Seðlabankanum þá er ljóst að það er búið að skaða orðspor bankans enn frekar og hreint með ólíkindum hvernig stjórnviskan birtist hjá svo reyndum þingmönnum eins og forsætis- og fjármálaráðherra. Í lögum nr. 36 frá 22. maí 2001 segir að bankastjórar Seðlabanka Íslands við gildistöku laga halda störfum sínum til loka skipunartíma síns. Ákvæði 2. mgr. 23. gr. um skipun bankastjóra gildir frá og með fyrstu skipun í embætti bankastjóra eftir gildistöku laganna.
Auðvitað eiga stjórnmálamenn sem að mynduðu fyrri ríkisstjórn sem á stóran þátt í núverandi ástandi eftir að hafa haft forystu í bankamálum þjóðarinnar í gegnum embætti Viðskiptaráðherra ekki að setja öðrum afarkosti, sérstaklega þegar umboðið er takmarkað og varla starfhæfur meirihluti til staðar.
Það er ekkert óeðlilegt við það að starfssemi Seðlabankans sé skoðuð eins hjá öðrum ríkisstofnunum en lykilatriðið er að skapa starfsfrið á meðan unnið er að endurskipulagningu og úrbótum. Mér er til efs að bréfaskipti á milli bankastjóra og forsætisráðherra hafi stuðlað að betri sátt í þjóðfélaginu heldur þvert á móti opnað augu alheimsins fyrir því hversu veikt stjórnarfarið er nú um stundir á Íslandi og það sendir ekki traustleikamerki út á fjármálamarkaðina né til fyrirtækja sem að hafa áhuga á að eiga í viðskiptum við íslenska aðila.
Vill að Eiríkur hætti strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2009 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skák en ekki mát!
8.2.2009 | 20:24
Það mun verða fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og sjá hvernig forsætisráðherra í minnihlutastjórn mun taka á málum Seðlabankans. Það er hreint með ólíkindum að þeir sem að mynduðu fyrri ríkisstjórn og fengu viðamiklar skýrslur og umsagnir Seðlabankans um vöxt og skuldsetningu bankakerfisins séu núna siðapostularnir, sérstaklega þegar þeirra hlutskipti var að hafa yfirumsjón með fjármálakerfinu í landinu. Eru embættismennirnir blórabögglar ástandsins eða eru það stjórnmálamennirnir sem að neita að gangast við fyrri verkum sínum? Forsætisráðherra sagði í viðtali í liðinni viku að hún vonaðist eftir því að bankastjórar Seðlabankans sæju að sér og hjálpuðu til við að gera nauðsynlegar skipulagsbreytingar. Sennilega er besta lausnin á því ástandi sem nú er uppi, að ný ríkisstjórn, sem að hefur umboð endurskipuleggi opinbera geirann og þar á meðal störf Seðlabankans. Þegar reitt er til höggs með sverð hefndarinnar á lofti þá gleymist oft að sá sem mundar sverðið kann að rista djúp sár, sár sem að kunna að kljúfa þjóðina í andstæðar fylkingar til langframa. Er það hið nýja Ísland?
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á 80 dögum
3.2.2009 | 19:57
Efnahagslegur veruleiki Íslands er nú annar en verið hefur. Með þeim skelli sem að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa hefur kallað fram, hrun á hlutabréfmörkuðum, samdrátt í neyslu og fjárfestingum auk ríkisvæðingar bankanna þá er ljóst að hið opinbera þarf að aðlaga útgjöldin að nýjum veruleika. Fjárhagur margra fyrirtækja og heimila er ekki beysin nú um stundir og að sama skapi er ljóst að það verður ekki sótt aukið fé í sjóði heimilana í landinu. Við núverandi aðstæður þá þarf hið opinbera að ganga fram fyrir skjöldu og hagræði í sínum rekstri þar sem hægt er enda sendir það út skilaboð um að það sé farið á undan með góðu fordæmi og t.d. er hægt að leggja af aðstoðarmannastöður þingmanna.
Kaupmáttarþróunin hefur ekki verið hagstæð undir það síðasta og það er rétt að geta þess að kaupmáttur hefur dregist saman um 8,4% sem er mesti mælanlegi samdráttur síðan 1990, eins og efnahagsvísar Seðlabanka Íslands skýra frá. Koma þarf bönkunum í hendur aðila sem að kunna með þá að fara. Slíkt mun senda út jákvæð skilaboð til aðila á fjármálamarkaði enda ekki vanþörf á nú um stundir. Flot krónunnar hlýtur líka að vera mál sem þarf að komast á dagskrá enda ríkir mikil óvissa um raunverulega gengisskráningu og slíkt ástand er óþolandi fyrir fyrirtækin í landinu sem að starfa undir innbyggðri spennu í fjármálakerfinu. Þann tappa þarf að losa svo erlendir aðilar fái aftur trú á því að hægt sé að stunda viðskipti og fjárfesta á Íslandi.
Opinberar framkvæmdir þarf að skoða í efnahagslegu samhengi, þ.e. að skapa atvinnu við skilyrði þar sem þúsundir vinnufærra manna er án atvinnu. Ef það á ekki að ráðast í mannfrekar framkvæmdir núna, hvenær þá? Það hlýtur að vera lykilkrafa að ríkið flýti framkvæmdum enda mun það hafa jákvæð áhrif á atvinnustig í landinu. Ef atvinnuleysi verður lengi viðvarandi þá munu fylgja því alvarleg samfélagsleg vandamál, vandamál sem að erfitt verður erfitt að takast á við og alsendist óvíst að úrræði séu til staðar. Ríkið verður að taka á núverandi hagsveifluatvinnuleysi af trúverðugleika og semja t.a.m. við bæjar- og sveitarfélög um möguleg verkefni.
Það verður fróðlegt að sjá hversu mörg störf skapast á næstu mánuðum og hvort að hugtakið um að slá skjaldborg um hagsmuni heimilana fáist staðist.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfylkingin sér um sína
27.1.2009 | 23:00
Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með hlutverki varaformanns Samfylkingarinnar á síðustu vikum og hvernig hann hefur verið hreinlega settur til hliðar. Ég held að pistill Fritz fyrrverandi formanns Samfylkingarfélagsins í Reykjavík segi allt sem segja þarf. Pistillinn er hér: http://fritzmar.blog.is/blog/fritzmar/
Ágúst Ólafur hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.1.2009 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framsókn höndlar fjöreggið
27.1.2009 | 18:37
Það er alveg ótrúlegur ferill hjá Sigmundi sem er núna farinn að höndla fjöreggið sjálft sem lykilmaður í núverandi stjórnarmyndundarviðræðum. Það er ljóst að þau ummæli sem að hann hefur haft í frammi með það að verja nýja stjórn vantrausti þarf meiri og flóknari undirbúning fyrir stjórnmálamann framtíðarinnar en einfaldar yfirlýsingar í fjölmiðlum. Hvernig geta menn tjáð sig um að þeir ætli að standa að ríkisstjórnarsamtarfi og verja stjórn falli án þess að hafa nokkra hugmynd um innihald og efni samstarfsins, ber það vott af stjórnmálalegum aga og ábyrgð nú um stundir? Það er hinsvegar rétt hjá Sigmundi að þessi stjórn mun aðeins hafa takmarkað umboð fram að næstu kosningum.
Sigmundur: Viðræður taka tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)