Borgarahreyfingin komin á kortið

Það er ljóst eftir að talið hefur verið upp úr kjörkössunum að Borgarahreyfingin hefur komi sér á kortið og það er ekki rangt að segja að þeir séu hinir raunverulegu sigurvegarar kosninganna. Birtist þar kannski óánægjan með það aðgerðarleysi sem að átti sér stað í kjölfar hrunsins í sl. haust. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu og það er líklegt að þeir rúmlega sex þúsund kjósendur sem að skiluðu auðu hafi verið margir sem að hafi kosið flokkkinn áður. Auðvitað geta hinir svokölluðu ,,vinstri flokkar" eins og þeir kalla sig sameiginlega núna glaðst yfir góðri útkomu. Það er þó rétt að benda á að það liggur enginn málefnasamningur fyrir og það verður fróðlegt að sjá framhaldið. Með vísan í þá óánægju sem að hefur átt sér stað í þjóðfélaginu og af virðingu fyrir búsáhaldafólkinu þá væri eðlilegt að þeir sem segjast hvað mest hafa hlustað á raddir fólksins tækju Borgarahreyfinguna með sér inn í nýtt ríkisstjórnarsamstarf. Sú krafa þarf ekki að vera óeðlileg miðað við það sem á undan er gengið of yfirlýsingar þeirra sem nú halda um stjórnartaumana um að hlusta beri á fólkið!

Kjósendur bíða núna eftir raunhæfum aðgerðum og þeir vilja sjá að skjaldborgin um heimilin virki ekki einungis í orðræðunni heldur í buddunni og velferðarkerfinu. Stóra spurningin núna er hvernig tilfærsla verður í hagkerfinu, verður fjármagn flutt úr menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, opinberri stjórnsýslu vitandi það að ríkið hefur nánast stærstan hluta vinnuaflsins starfandi undir sínum formerkjum.  Hvernig ætla menn að reka kerfið og hvar verður tilfærslan innan hagkerfisins þegar að mörg fyrirtæki eru rekin með miklu tapi og skila engum sköttum, þúsundir án atvinnu sem þiggja bætur og hvatinn til athafna og fyrirtækjareksturs er lítill sem enginn? Það er ekki öfundsvert að vera stjórnmálamaður í dag enda vandamálin ærin og ég velti því fyrir mér hvort margir af þessum ágætu þingmönnum, nýkjörnir átti sig fljótt á því að lýðræðið í þinginu er ekki svo einfalt mál, það er löng vegferð sérstaklega fyrir marga reynsulitla einstaklinga sem að nú setjast á þing.

Nú bíðjum við og sjáum hvað gerist! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

"þessir þraungsínu stórnmálflokkar (xs og xv)"

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 5.5.2009 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband