Færsluflokkur: Bloggar
Er hamingjan á Fríkirkjuvegi 11?
26.4.2008 | 11:47
Það er merkilegt hvað margir hafa tjáð sig um Fríkirkjuveg 11 og kaup félags Björgólfs Thors Björgólfssonar á þessu gamla og reisulega ættaróðali. Ég man vel þá tíð er ég tölti mína leið í Verslunarskólann upp á Grundarstíg en þá stytti ég mér oft leiðina í gegnum garðinn og velti því fyrir mér hvort einhver byggi í þessu gamla húsi. Ég held að þetta sé gott mál að þessi eign sé loksins kominn í hendur á aðila sem mun gera veglegar endurbætur á húsinu. Mér hefur hins vegar alltaf fundist þessi garður illa nýttur og húsið hálf viðhaldslítið eins og það birtist mér í þau skipti sem ég átti þar erindi til ÍTR. Þessi frægi garður hefur lengst af verið illa nýttur og það var ekki fyrr en menn fóru að vekja athygli á honum í fjölmiðlum að hann varð einskonar tákn um frelsisbaráttu og það vonleysi sem að borgarfulltrúar í Reykjavík hafa sýnt í málefnum miðbæjarins, uppbyggingu Laugavegarins svo ekki megi gleyma viðhaldi og umhirðu á mörgum húsum í bænum. Slíkir fulltrúar fólksins þurfa sko ekki að segja mér barnfæddum Reykvíkingum hvað er gott og hvað er slæmt. Ég er ekki í vafa um það að sá aðili sem að nú á húsið mun viðhalda eigninni með sóma fyrir Reykvíkinga og gera húsið að skemmtilegum viðkomustað í framtíðinni. Það hefur verið átakanlegt að heyra svo viðtöl við borgarfulltrúa í Reykjavík um söluna og alla vankantana á henni en þeir hafa ekki komið með neinar framtíðarhugmyndir um nýtingu á henni svo vit væri í. Kannski hamingjan hafi loksins tekið völdin á Fríkirkjuvegi 11?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dalai Lama tekur af allan vafa
12.4.2008 | 12:22
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um að sniðganga Ólympíuleikana í Peking í sumar. Hvað sem þeirri umræðu líður þá heldur Alþjóða Ólympíunefndin og Alþjóðasérsamböndin áfram fullum undirbúningi að framkvæmd leikanna enda er ekki gert ráð fyrir því að stjórnmál og pólitík taki af skarið með framkvæmdina. Það er því heldur hjákátlegt að heyra viðtöl við ráðamenn víðsvegar um heiminn um að sniðganga Ólympíuleikana þegar svo Dalai Lama stígur sjálfur fram á stokk og segir að menn eigi ekki að sniðganga Ólympíleikana. Það er eins og menn gleymi að íþróttastarfið er rekið áfram af frjálsum hagsmunum þar sem öllum pólitískum og trúarlegum afskiptum er hafnað. Það er hins vegar allt annað mál hvort að einstakur ráðherra eða forystumaður í ríkisstjórn ákveður að vera eða vera ekki við setningarathöfn leikanna enda er setningarathöfnin ekki liður í sjálfri íþróttakeppninni. Það er ljóst að ef menn byrja á því að sniðganga Ólympíuleika hvar setja menn mörkin næst. Hætta forystumenn ríkisstjórna að mæta á einstaka viðburði á stórmótum eins og knattspyrnu, frjálsum o.s.frv. vegna stjórnmálaskoðanna eða utanaðkomandi þrýstings alþjóðasamfélagsins.
Ég velti því fyrir mér hvort að slík skilaboð séu þau réttu og hvort að það væri ekki nær að menn settust að samningaborðinu til þess að ná hagfelldri lausn. Ég verð samt að viðurkenna að það er erfitt að vera ráðherra í dag og þurfa að treysta á aðra ráðherra í öðrum löndum hvað þeir muni gera eins og mér skildist á Menntamálaráðherra í viðtali í sjónvarpi á dögunum. Í frjálsu og fullvalda ríki eiga íslenskir hagsmunir af mótast af íslenskum skoðunum fyrst og fremst nema hvað! Það dylst hins vegar engum að Ólympíuhugsjónin og Ólympíuleikarnir hafa beðið hnekki eftir alla þá neiðkvæðu umræðu sem hafa verið til staðar í heimsfjölmiðlunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðibankinn
29.3.2008 | 20:17
Það var sérstakt að horfa yfir bekkinn á ársfundi Seðlabanka Íslands. Þar voru margir menn í svörtum eða gráum fötum. Alvaran leyndi sér ekki þegar að menn tilkynntu að það voraði seinna í ár en fyrri ár. Veislunni er lokið í bili og menn þurfa svo sannarlega að laga sig að nýjum aðstæðum. Barlómurinn og neikvæð umræða er aðalsmerki fjölmiðla í dag og svo bregður manni í brún þegar að fyrirtæki eru farin að kynda undir væntingarnar og auglýsa bleyjur á gamla genginu. Þetta minnir mann á þá góðu gömlu daga þegar að menn auglýstu vörur sérstaklega í hádegisfréttum RÚV að menn gætu enn fengið vörur á gamla genginu. Slík auglýsingamennska er greinilega til þess fallin að æsa og egna fólk til þess að hlaupa og kaupa. Það er ábyrgðarmál að stórfyrirtæki skuli ganga þar fram fyrir skjöldu með auglýsingamennska sem að kyndir undir neikvæðum væntingum neytanda. Ég vona að menn sjái sér hag í því að reyna að halda sjó og að neytendur standi vaktina ötullega. Í Gleðibankanum taka menn alltaf meira út í dag en í gær!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirskot og aðlögun að nýjum væntingum
27.3.2008 | 21:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krónurallíið
26.3.2008 | 22:20
Það var gaman að hlusta á Richard Portes http://www.cnbc.com/id/15840232?video=696487936 um ástandið á Íslandi. Sennilega er Prófessorinn besti bandamaður íslenskrar peningastefnu og greinilegt að orð hans voru sett fram af mikilli sannfæringu. Það er ljóst að forsvarsmenn íslenskra banka, stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar á markaði verða að tjá sérstöðu íslensku bankanna og íslenska hagkerfisins mun betur en þeir hafa gert. Umræðan um Ísland er neikvæð og íslenskt fjármálakerfi er afgreitt sem neikvætt út í hinum stóra heimi. Öll slík umræða virkar sem takmarkandi þáttur í þeirri viðleitni okkar að gera Ísland að fjármálamiðstöð og að selja íslenska hagsmuni til langframa. Tækifærin eru til staðar en við erum léleg í að tala máli okkar á réttum stöðum eins og dæmin sýndu frá Danmerkur kynningunni fyrr í vetur. Orð Portes virkuðu á mig sem að þar væri á ferð sannur sendiherra Íslands og íslenskra hagsmuna. Maðurinn hreinlega gerði þátttastjórnendunum lífið leitt en þeir ætluðu sér greinilega að tala Ísland niður en Portes sagði hingað og ekki lengra. Annars byrjaði dagurinn ekki vel hjá mér þar sem ég fékk tölvupóst frá vini í USA og öðrum í Frakklandi sem sögðu að Ísland væri að sökkva. Áhrifin af röngum fréttaflutningi er oft erfiðast að leiðrétta. Í dag er ekki málið að skrifa jákvæðar innlendar fréttir heldur að vera í stöðugu sambandi við markaðaðila á erlendri grund með það að markmiði að stjórna umræðunni.
Það er líka sérstakt að sjá íslenska stjórnmálamenn mála skrattann á vegginn og fara miður fögrum um íslenska hagsmuni og íslensku bankana. Setningar eins og ,,þetta óttuðumst við" og ,,þetta bentum við á" hljóma eins og ómur farandsölumanna sem hefðu betur heima setið í héraði. Nú eiga fjölmiðlar og hagsmunaaðilar að nota orð Portes og matreiða t.d. gagnvart dönskum fjölmiðlum og öðrum svartssýnismönnum hvar sem þeir finnast. Ísland hefur farið í gegnum margar efnahagslægðir og sveiflur og fá ríki eru einimitt betur undir það búinn en við að aðlaga okkur að nýjum væntingum þó svo að það kunni að vera erfitt um stundir.
Bloggar | Breytt 27.3.2008 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það bíða bjartir dagar
23.3.2008 | 12:49
Biskup Íslands vakti máls á miklum sannindum er hann sagði í ræðu sinni að úti biði bjartur dagur og kannski ekki vanþörf á eftir alla þá neikvæðu umfjöllun um íslenskt efnahagslíf undanfarnar vikur og mánuði. Það hriktir ekki bara í íslenskum bönkum heldur líka í Credit Suisse svo dæmi séu tekin og ekki þarf að minnast á Bear Stearns sem var naumlega bjargað, auk Northern Rock. Annars er málið að hugsa fram á við og trúa á hina björtu og góðu daga sem framundan eru! Stundum verðum við að aðlagar væntingar að nýjum staðreyndum og nýjum veruleika. Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann er smjör draup af hverju strái og fjölmiðlar fluttu ekkert nema jákvæðar fregnir af öllum uppganginum. Menn voru ekki að ávaxta hag sinn um aum 10%, heldur hlupu upphæðirnar á tugum prósenta og það er auðvelt að skilja af hverju venjulegt launafólk tók sér far með gullnu hraðlestinni. Við skulum vona að lestin nái á áfangastað. Á nýjum áfangastað verða menn að aðlaga sig að nýjum veruleika og nýjum staðreyndum. Það birtir öll él um síðir!
Bloggar | Breytt 24.3.2008 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)