Gleðibankinn

Það var sérstakt að horfa yfir bekkinn á ársfundi Seðlabanka Íslands. Þar voru margir menn í svörtum eða gráum fötum. Alvaran leyndi sér ekki þegar að menn tilkynntu að það voraði seinna í ár en fyrri ár. Veislunni er lokið í bili og menn þurfa svo sannarlega að laga sig að nýjum aðstæðum. Barlómurinn og neikvæð umræða er aðalsmerki fjölmiðla í dag og svo bregður manni í brún þegar að fyrirtæki eru farin að kynda undir væntingarnar og auglýsa bleyjur á gamla genginu. Þetta minnir mann á þá góðu gömlu daga þegar að menn auglýstu vörur sérstaklega í hádegisfréttum RÚV að menn gætu enn fengið vörur á gamla genginu. Slík auglýsingamennska er greinilega til þess fallin að æsa og egna fólk til þess að hlaupa og kaupa. Það er ábyrgðarmál að stórfyrirtæki skuli ganga þar fram fyrir skjöldu með auglýsingamennska sem að kyndir undir neikvæðum væntingum neytanda. Ég vona að menn sjái sér hag í því að reyna að halda sjó og að neytendur standi vaktina ötullega. Í Gleðibankanum taka menn alltaf meira út í dag en í gær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband