Færsluflokkur: Bloggar
Á blóðslóð
2.2.2013 | 13:37
Ég skil vel að Karli hafi ekki liðið vel að hafa rottweiler í eftirdragi enda kynið þekkt fyrir að vera árásargjarnt. Maður er manns gaman og sennilega er það eins um hunda. Það er ljóst að Karli hefur verið brugðið og kannski hefur rottweilerinn viljað tjá fjölmiðlamanninum ást og umhyggju en það hefur kannski misskilist í þetta skiptið. Það sem vekur samt athygli er að Lögreglan gat ekkert aðhafst, það hefði þurft ,,hundsbit" til þess að fá hana í útkall. Er það ekki tímanna tákn að það er ekki öruggt að ferðast um götur borgarinnar lengur. Lögrelgan er svelt og almennir borgarar með eða án hunda líða fyrir.
Öryggi borganna ætti að vera í fyrsta sæti en er það svo?
Rottweiler elti Karl og Kát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir einn....
6.5.2012 | 10:41
Það sannast hið fornkveðna á bloggskrifum háttvirts þingmanns: Eftir einn, ei bloggi neinn! Ekki meira um það að segja.
Ragnheiður Elín: Einstaklegur ömurleiki Margrétar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keppnin um bestu ársskýrsluna!
10.12.2011 | 23:17
Það er oft hollt að líta yfir farinn veg og skoða það sem á undan er gengið. Það er ekki langt síðan að stórfyrirtæki settu milljónir í ársskýrslur sínar. Ársskýrslur sem að litu vel út og höfðu að geyma hafsjó af fróðleik og gagnlegum upplýsingum. Sá tími virðist liðinn. Ég reyndi að fletta upp skýrslum eftir 2007 en hef ekki fundið. Hér að neðan eru vinningshafarnir frá 2005:
2005 Glitnir: http://www.vb.is/frett/25228/2006 Bakkavör: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1163582
2007 Landsbankinn: http://www.fft.is/default2.asp?strAction=getPublication&intPublId=105
Í þá daga voru stjórnendur og leiðtogar fyrirtækjanna hetjur samtímans en í dag virðast þeir oftast vera í hlutverki skúrkanna. Svona getur lífið oft verið öfugsnúið!
Bloggar | Breytt 11.12.2011 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að velja og hafna!
4.12.2011 | 12:43
Gísli er skemmtilegur karakter, hann er einn af þeim sem að gerir lífð skemmtilegra. Hann sagði sig úr Framsóknarfélagi Kópavogs ef ég man rétt, hann sagði sig úr Framsóknarflokknum og að síðustu sagði hann sig úr Löfræðingafélaginu. Gísli er líka umboðsmaður neytenda og hjá neytendum gildir sú gullna regla að þeir hafa val, a.m.k. í kjörbúðinni. Hið daglega líf er öllu snúnara eins og dæmin sanna.
Sagði sig úr Lögfræðingafélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meira gras
19.11.2011 | 21:34
Það er alltaf gaman af þessari friðelskandi þjóð Svisslendingum og öfgarnar miklar að manni finnst stundum. Eftir að hafa búið í kantónunni Vaud í nokkuð langan tíma þá hefur það ekki framhjá manni farið að það er oft einkennileg lykt í loftinu á mannmörgum stöðum, t.d. í almenningsgörðum, torgum o.s.frv. Menn virðast hafa fengið að reykja kannabis án mikilla afskipta. Klagar ekki upp á mig en auðvitað eru öfgarnar sérkennilegar í þessu friðsama ríki og finnst manni að þeir mættu huga að því að hafa verslanir og vietingastaði opna á sunnudögum. Hér er sunnudagurinn hvíldardagur í eiginlegri merkingu!
Svisslendingar mega rækta kannabis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrýtin staða í þessu máli
19.11.2011 | 13:11
Mál Gunnars verður að telja sérstakt. Stjórn Fjármálaeftirlitsins réð hann að vel athuguðu máli og kannaði meðal annars hæfi hans vegna fyrrum starfa og réð lögfræðing til þess að gefa gefa sitt álit. Niðurstaðan varð sú að Gunnar var metinn hæfur. Eftir fréttaflutning Kastljóss í vikunni hljóp snuðra á þráðinn og deila menn um hvort að nýjar upplýsingar hafi komið fram sem að gera hann vanhæfan til þess að gegna þessu starfi.
Ef Gunnar verður metinn vanhæfur með nýjum upplýsingum geta menn þá ekki spurt hvort að stjórn Fjármálaeftirlitsins sé ekki komin í bobba? Geta menn ekki spurt þá um hæfi stjórnarinnar? Ef við höldum svo lengra áfram þá segir í lögum um Fjármálaeftirlitið 3 gr. að stofnunin heyri undir ráðherra sem að skipar 3 manna stjórn.
Maður spyr því á endanum hver er ábyrgð ráðherra í málinu? Það eru nokkrar hliðar á málum.
Óheft mannorðsmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
SOCIAL DUMPING
10.11.2011 | 12:55
http://www.phoenix.blog.is/blog/phoenix/entry/1200007/
Fá launaleiðréttingu í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verði ljós með Solar Demi!
18.9.2011 | 17:34
Nýsköpun og sköpunargáfa!
Það er ekki hægt annað en að dást að þessum góða manni. Vinsamlega sjáið með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Skapandi hugsun getur breytt aðstæðum:
http://www.youtube.com/watch?v=JOl4vwhwkW8&feature=share
Snilligáfa er aðeins einstökum gefin?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geta vefmiðlarnir gert betur?
18.9.2011 | 13:27
Það er oft gott að fylgjast með fjölmiðlaumræðunni utan frá og þá sér í lagi að fylgjast með vefmiðlunum sem eiga að vera kvikir og lifandi og taka púlsinn á því sem er að gerast. Ég veit ekki hvort að það sé einungis tilfinning eða hvort að það sé eins og gagnrýnin hugsun og frumkvæði hafi horfið af sjónarsviðinu hjá þeim vefmiðlum sem að kenna sig við miðlun frétta og fróðleiks. Það þarf ekki annað en að fara á milli helstu vefmiðla til þess að sjá að iðuglega haga þeir sér alveg eins og flytja fréttir af því sama og oftast eru ýmsar fréttir afritaðar beint á milli miðla, t.d. skrifar mbl.is einhverja frétt og hún er skömmu seinna komin á pressuna.is o.s.frv. o.s.frv.
Ég velti því fyrir mér hvort að metnaðurinn hafi horfið og þá sér í lagi gagnrýnin hugsun á þessum miðlum? Er þetta vegna niðurskurðar? Einnig virðast mér flestir vefmiðlarnir vera dauðir yfir helgar og lítið um nýjar fréttir og því lítið annað að gera en fylgjast með erlendu miðlunum. Það væri gaman að heyra hvort að fleiri hafa sömu tilfinninguna í þessu efni?
Bloggar | Breytt 19.9.2011 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frelsi og föðurlandsást
13.2.2011 | 12:21
Það hefur tekið langan tíma að venjast vopnaburði hermanna á götum úti í Sviss, gildir þá einu hvort um er að ræða lestir, strætisvagna eða á veitingahúsum. Ég verð að viðurkenna að það er sérstakt að sjá dátana á McDonalds inn á milli barnanna í biðröðinni eftir hamborgurunum eins og hverjir aðrir með vopnið framan á sér. Þetta hefur engin áhrif á mann í dag enda er maður orðinn vanur þessu eins og flestir hérna.
Frelsi og föðurlandsást er dýru verði keypt hjá þessari friðsömu þjóð sem að eyðir allnokkrum hluta þjóðartekna sinna til þess að viðhalda her sínum á lofti, láði og legi. Ungir menn sinna skyldum sínum og starfa í þágu ættjarðarinnar í þegnskylduvinnu og eru því einatt á ferðinni.
LIBERTÉ ET PATRIE
Svisslendingar kjósa um byssueign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)