Skrýtin staða í þessu máli

Mál Gunnars verður að telja sérstakt. Stjórn Fjármálaeftirlitsins réð hann að vel athuguðu máli og kannaði meðal annars hæfi hans vegna fyrrum starfa og réð lögfræðing til þess að gefa gefa sitt álit. Niðurstaðan varð sú að Gunnar var metinn hæfur. Eftir fréttaflutning Kastljóss í vikunni hljóp snuðra á þráðinn og deila menn um hvort að nýjar upplýsingar hafi komið fram sem að gera hann vanhæfan til þess að gegna þessu starfi.

 Ef Gunnar verður metinn vanhæfur með nýjum upplýsingum geta menn þá ekki spurt hvort að stjórn Fjármálaeftirlitsins sé ekki komin í bobba? Geta menn ekki spurt þá um hæfi stjórnarinnar? Ef við höldum svo lengra áfram þá segir í lögum um Fjármálaeftirlitið 3 gr. að stofnunin heyri undir ráðherra sem að skipar 3 manna stjórn.

Maður spyr því á endanum hver er ábyrgð ráðherra í málinu? Það eru nokkrar hliðar á málum.


mbl.is „Óheft mannorðsmorð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband