Barátta garðyrkjumannsins og fjármálaráðherrans
5.7.2009 | 15:46
Það er með ólíkindum hvað garðyrkjumaðurinn Davíð hefur haft mikil áhrif á atvinnustjórnmálamanninn Steingrím með viðtalinu í Morgunblaðinu í dag. Greinilegt að grillveislan og svefninn hafa farið úr skorðum s.l. nótt hjá fjármálaráðherra. Ég verð að viðurkenna að mér varð ekki heldur svefnsamt enda varpaði viðtalið við garðyrkjumanninn sprengju inn í mánuðinn sem einatt er kenndur við gúrkutíðina hjá íslenskum fjölmiðlum. Ekki ætla ég að blanda mér í sandkassapólitíkina sem fram fer á milli garðyrkjumannsins og fjármálaráðherrans. Munurinn á garðyrkjumanninum og fjármálaráðherranum er þó nokkur, sá fyrrnefndi hefur haldið fast við skoðanir sínar og fylgt eigin sannfæringu í málinu. Sá síðarnefndi hefur tekið viðsnúningin af mikilli lyst og segir nú fólki allt aðra sögu en þegar hann sóttist eftir atkvæðunum í þingkosningunum í vor. Það sem íslenskur almenningur hefur áhyggjur af er ekki vinstri eða hægri pólitík heldur hvernig reikningurinn verður gerður upp og hvernig verður umhorfs á Íslandi 2016.
ICESAVE málið hefur allt verið sveipað leyndarpólitík sem þar sem að upplýsingum hefur verið haldið markvisst frá þjóðinni. Þegnar landsins eiga rétt á því að fá meiri upplýsingar og opnari umræðu um málið og jafnvel taka þátt í því að móta afstöðuna til eins stærsta gjörnings Íslandssögunnar. Þeir kraftar sem að nú brjóast út hjá þjóðinni verða stjórnmálamenn að virða að vettugi, málið snýst ekki um eitt viðtal og skammaryrði sem ganga á milli garðyrkjumannsins og fjármálaráðherrans. Það er eðlileg krafa að stjórnmálamennirnir skýri málin betur og að þau verði ekki keyrð áfram í gegnum Alþingi og verði að lögum ef menn eru ekki klárir með allar forsendur.
Eitt stærsta vandamálið á Íslandi í dag er fólgið í þeirri staðreynd að of fáir hlutast til með of mikla ábyrgð þegar að kemur að veigamiklum ákvörðunum sem að snerta framtíð heillar þjóðar. Meira samráð og meiri samvinnu hefur skort í ICESAVE málinu og þjóðin margklofin í afstöðu sinni til málsins. Sá klofningur er ekki ávísun á velferð lands og þjóðar!
Ósvífin og ódýr afgreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2009 kl. 22:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.