Þegar kóngurinn talar þá hlusta hinir!

Það var svo sem ekki við öðru að búast af Davíð en að hann stigi fram í sviðsljósið núna þegar að umræðan um ICESAVE stendur sem sem hæst. Það er líka sannleikskorn í því að helstu embættismenn þjóðarinnar hafa verið verið of meðvirkir og kannski ekki náð því besta út úr ICESAVE málinu, sérstaklega þegar að stór hluti vandræðanna er tilkominn vegna gallaðs regluverks EES samningsins, og íslenska þjóðin er ein og sér dæmd til þess að taka afleiðingum. Kannski er of seint í rassinn gripið núna og erfitt að taka upp þráðinn þegar að samningsdrögin liggja frammi. Já, það virðist sem að gallað regluverk hafi náð að setja eina þjóð á hausinn, þjóð sem vann sér það eitt til saka að hafa gerst aðili að EES. Hvaða réttlæti er í því að börnin og barnabörnin borgi brúsann? Er þetta leiðin að draumamarkmiðinu, hagsæld, hamingju og skjaldborgarinnar sem að stóru holskeflurnar brotna á?


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekkert nýtt hér á ferð., nema þessi plögg sem eru einhvers staðar í "stjórnkerfinu" . Í hvaða skúffu eða eru þau bara ekki til ?

Finnur Bárðarson, 4.7.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Við verðum að bíða og sjá hvaða kjöt er á beinunum! Auðvitað er ljóst að mikið hefur gengið á og taugaveiklunin algjör á meðan hrunadansinn var stiginn! Við eigum samt aldrei að neita því að skoða ný gögn og leita skýringa á því sem hefur átt sér stað. Gagnrýnin hugsun er oft til góðs!

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Sævar Einarsson

„Þið getið út af fyrir sig sett Björgólf Guðmundsson á hausinn og eruð sjálfsagt komnir langleiðina með það, en þið hafið ekkert leyfi til þess að setja íslensku þjóðina á hausinn,“ sagði Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, við þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, á fundi í Seðlabankanum snemma árs í fyrra, þar sem bankastjórarnir reifuðu sjónarmið Landsbankans um að ríkið bæri ábyrgð á Icesave-skuldbindingum Landsbankans.

Ég hlusta þegar Davíð talar, þó hann sé umdeildur þá tel ég hann vera föðurlandsvin en ekki föðurlandssvikara og þessi ummæli hjá honum til þeirra Halldórs J. Kristjánssonar og Sigurjóns Þ. Árnasonar lyftu mér örlítið upp úr depurðinni sem ég er búinn að hafa síðan allt fór til helvítis og upp á borðið með þessi skjöl og það strax !

Sævar Einarsson, 4.7.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Það verður ekki af honum skafið að hann hefur alltaf talað fyrir hagsmunum þjóðarinnnar þó svo að honum hafi ekki alltaf tekist ætlunarverk sitt en maður verður að virða hann fyir viljann.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 17:25

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Jón Frímann, ? þeir hafa sagt það sjálfir að það sé sumt gallað og standi til með að bæta, endilega settu þig í samband við þá og segðu að það sé ekki gallað.

Sævar Einarsson, 4.7.2009 kl. 17:27

6 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Jón,

Auðvitað geta menn alltaf deilt um regluverk EES-ESB og menn geta tekið púlsinn víða í Evrópu og er klár að margir myndu segja að regluverkið væri meingallað þegar kemur að vissum málaflokkum, t.d. sjávarútvegsstefnunni svo dæmi sé tekið. Get þó tekið undir með þér að heimskupörum manna fylgir oft mikil eyðilegging.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 17:29

7 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Jón,

Þú ferð nokkuð langt með það að útskýra hversvegna regluverkið hefur ekki virkað og sé því raun gallað þ.e. að erlendur banki geti opnað t.d. í Hollandi og sankað að sér innlánum en ábyrgðin á innistæðum fellur ekki undir lög þess lands sem að hann starfar í heldur fellur ábyrgðin á upprunaland bankans. Ekki nóg með það heldur heyrir starfssemi þessa útibús ekki undir fjármálaeftirlit viðkomandi lands heldur undir eftirlit upprunalands bankans. Þetta er náttúrulega stór galli! Hvað varðar fiskveiðistjórnunina þá er ljóst að eina kerfið sem að hefur tryggt að ásóknin sé hömlulaus er íslenska aðferðin. Hún er samt ekki gallalaus en hún hefur vissulega tryggt sumum meira aðgengi en öðrum.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 18:40

8 Smámynd: Sævar Einarsson

"Stjórnvöld í Evrópu hafa áttað sig á því að útibúakerfið virkar ekki eins og skildi" þú ert þá væntanlega að segja að þetta séu bara "tæknileg mistök" svo við notum Íslensku greininguna á því þegar regluverkið er gallað.

Sævar Einarsson, 4.7.2009 kl. 18:50

9 identicon

Makalaust hvað umræðurnar um þessa færslu, og reyndar færslan sjálf, er tiltölulega óbrjáluð miðað við háðið í fyrirsögninni og geðveikina sem rís í bloggheimum í hvert sinn sem Davíð Oddsson leyfir sér að opna munninn.

Fylgi ríkisstjórnarinnar hríðfellur, Sjálfstæðisflokkurinn er á ný orðinn stæsti flokkur þjóðarinnar og almenningur virðist ekki ætla að kokgleypa þann arfavitlausa samning sem Bretar með Hollendinga í togi vilja keyra ofan í okkur.

Það skyldi þó aldrei vera að vitið sé aftur að snúa í þjóðarsálina...

Kolbeinn (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:03

10 identicon

Það gefur augaleið að íslenska þjóðin á ekki að greiða Icesave reikninganna nema að hámarki 20 þúsund evrur fyrir hvern aðila sem átti innistæðu í Landsbankanum hér heima og erlendis. Það er bannað í Evrópubandalaginu og kemur fram í EES samningnum að opinbera má ekki styðja við samkeppni eins einkaaðila í samkeppni við annan einkaaðila í sömu atvinnugrein innan EES-svæðisins. Landsbankinn yfirbauð aðra banka þ.a.s. þeir buðu hæðstu innlánsvexi í Bretlandi og Hollandi sem dæmi og að sjálfsögðu virkaði það þó að viðkomandi aðilar sem lögðu inn hjá þeim sparifé sitt eigi að vita að þar sem hæstu vextirnir eru þar er mesta áhættan þekkt lögmál í fjármálaheiminum. Hæstu vextir í heimi voru á Íslandi og verðtrygging þar að auki ofan á það gerði svo Landsbankanum kleift að senda peninganna á Frón þar sem íslenska þjóðin hélt svo sér mikla lánaveislu í nokkuð mörg ár. Landsbankinn gat ekki boðið lán erlendis því þeir hefðu orðið að bjóða hærri útlánsvexti en gekk og gerðist í Bretandi og Hollandi sem dæmi því var Ísland lykilinn til að leika þessa svikamyllu til fulls. Flæði gjaldeyris til landsins var svo mikið á ákveðnu tímabili vegna Icesave reikninganna sem dæmi að dollarinn fór í ca.59 krónur og evra niður í 76 krónur. Þegar gjaldeyrinn var kominn á slíka útsölu spiluðu útrásavíkingarnir hlutabréfaleikinn og úr varð mikið af íslenskum peningum sem voru ekki til í hagkerfinu áður en leikurinn hófst og fyrir þá peninga keyptu þeir sér gjaldeyri á slik í milljarða vís og fluttu svo erlenda fjármagnið úr landi væntanlega í örugga höfn á einhveri eyjunni þar sem skattaskjól var að finna a.m.k kosti fóru þeir með féið úr landi því þeir vissu að svikamyllan myndi hrynja yfir þjóðina fyrr en seina að sjálfsögðu. Það má kannski segja að Icesave trixið hafði EES samstarfið og íslensku þjóðina að fíflum og þar stendur hnífurinn í kúnni en lagalega er þetta ekki okkar vandamál nema eins og ég hef sagt hér áður 20 þúsund evrur hámark fyrir hvern aðila sem tapaði á málstækinu ,,Mörgum verður af aurum api''

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:14

11 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

ICESAVE málið er allt einkennilegt þegar staðreyndirnar um innistæðutrygginakerfið er skoðað þá virðast aðrar staðreyndir eiga að gilda um Ísland og íslenska banka. Vaxtabyrðin, skattastefnan, ástand heimilanna og fyrirtækjanna er ekki þess legt að við getum tekið á okkur frekari byrðar. Minnkandi skatttekjur, þrátt fyrir auknar álögur, afborganir til AGS, Icesave og gjaldþrot heimila og fyrirtæja, auk þess sem að minnkandi eftirspurn er í hagkerfinu dregur úr neyslusköttum hins opinbera líka. Það bendir allt á að við siglum í greiðsluþrot en enginn þorir að viðurkenna það. Það á að fleyta skuldunum til framtíðarinnar þar sem að b0rnin og barnabörnin munu borga reikninginn.  Ef við ætlum að byggja Ísland fyrir Íslendinga í framtíðinni þá verðum við að hugsa 10 - 20 ár fram á veg. Hvaða framtíðarávinning setjum við af okkur með því að gangast við ICESAVE undir núverandi formerkjum. Bretar og Hollendingar hafa ávallt gengið fram af hörku sem nýlenduþjóðveldi og oft litlu um réttlæti eins og dæmin sýna. Eigum við að láta skammta okkur réttlæti af þessum þjóðum í stað þess að beita visku okkar og sækja rétt okkar í anda Þorgeirs Ljósvetningagoða sem að lagðist undir feld forðum. Er ekki tími núna til þess að leggjast undir feld og hugsa málið til enda í stað þess að láta keyra málið áfram á Alþingi án þess að þjóðin fái að taka sanngjarna afstöðu til þess. Það þarf meiri umræðu og fleiri fleti á málinu til þess að þjóðin geti réttlæt þessa ákvörðun.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 19:33

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Allt þetta ferli er varðað mistökum allt frá því að lægsta tilboðinu í Landsbankann var tekið þ.e. frá Björgólfi. En það þýðir ekki að standa eins og krakki og benda á mistök annarra.  Í dag verðum við að standa saman sem ein þjóð og fella þennan samning á alþingi, allt annað væri tilræði við Ísland.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 08:36

13 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Sigurður,

Er það ekki eðliegt að eitt veigamesta mál seinni tíma fái eðlilega og næga umræðu svo að fólk fái vegið og metið kosti og galla við núveranid mál. Það er stór óvissa í gangi með framtíðina og það er eins og menn séu orðnir þreyttir á umræðunni og vilji bara taka ákvörðun og sjá svo til með framtíðina. Höfum við efni á því? Eigum við að sætta okkur við það að Íslendingar kyngji því að fámennur hópur embættismanna taki ákvörðun fyrir okkur hin. Er ekki eðlilegt að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og fá fólk til þess að taka beina afstöðu til málsins svo að afgerandi niðurstaða fáist? Sú bábilja sem að glymur núna hjá pistlahöfundum, atvinnurekendum og fleirum að við verðum útilokuð frá alþjóðasamstarfi etc. er bábilja og engin rök hníga til þess. Þegar efnahagslegt óveður skellur á þá greina þjóðir á milli þess sem er kúgun og þess sem er eðlileg sanngirni. Ég  hef reyndar sagt það og segi enn að við höfum ekki náð að matreiða okkur sjónarmið í útlöndum og þar höfum við verk að vinna. Halda menn að Norðmenn, Daniir og fleiri loki á okkur?

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 5.7.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband