Að þjóna hagsmunum kjósenda er það ekki málið?

Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með stjórnmálaumræðunni síðustu mánuðina, hugsanleg ESB aðild og hugleiðingar um aðildarviðræður hafa sýnt fram á að það er allt hægt í stjórnmálum. Stjórnmálamenn vita sem er að kjósendur muna ekki hvað þeir stóðu fyrir deginum áður. Þetta er raunveruleiki stjórnmálanna í hnotskurn. Svissneska þjóðin þekkir hvað orðið lýðræði merkir í orði enda eru flest meiri háttar mál eru borin undir hana. Það virðist það hafa skapað innri stöðugleika og þjóðin er sátt við stjórnmálamennina sína í landi þar sem hagsæld og almenn velferð eru aðalsmerkið. Kannski er kominn tími til þess að íslenska þjóðin hafi meira að segja um helstu þjóðþrifamál líðandi stundar. Er það þingræði sem að við búum við á 21. öldinni tímaskekkja? Á íslenska þjóðin að treysta þingmönnum til þess að taka ákvarðanir í nafni lýðræðisins, sérstaklega þegar að slík ákvörðunartaka er líkleg til þess að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar? Er það ekki eðileg lausn að þjóðin fái að segja sitt álit á málum svo engin vafi leiki á niðurstöðunni? Forsætis- og fjármálaráðherra ættu að hugleiða stöðuna og tryggja sér afgerandi umboð frá þjóðinni sem að kaus eftir ákveðnum formerkjum í vor. Ef menn virða ekki vilja kjósenda sinna þá er lýðræðinu ógnað.


mbl.is Erfitt mál fyrir VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband