Verður ábati af þessari aðgerð?

Það eru ekki margir sem að gleðjast yfir þessari ákvörðun enda mun hún snerta pyngjuna hjá mörgum. Það er fyrirsjáanlegt að mikill fjármagnskostnaður og stórfellt tap verður hjá mörgum fyrirtækjum landsins þetta árið og það skilar náttúrulega engu í ríkissjóð auk þess sem að það er búið að slátra mörgum skattberandi gullkálfum. Það þarf náttúrulega að halda úti grunnþjónustu í samfélaginu, en stóra spurningin er hinsvegar sú hvort að það sé hentugt að auka opinberar álögur við þær aðstæður sem að nú ríkja því þær munu leiða til hækkunar á aðföngum fyrirtækja sem að hækka verð sín til neytenda. Auðvitað geta auknar álögur sem nú eru boðaðar a verðeinugis dæmdar af ábatanum sem þær færa ríkissjóði en það er einmitt vandséð, gatið sem brúa þarf er stórt og upphæðirnar sem um ræðir eru litlar í því samhengi. Kannski ber að skoða frumvarpið um auknar álögur sem hreina neyðaraðgerð og hluta af því að halda kerfinu gangandi til skamms tíma.


mbl.is Álögur á eldsneyti og áfengi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Til mjög skamms tíma verður smá ábati.  Eftir það... það líðus svona mánuður áður en verðbólga étur þann ábata frá Ríkinu, og þá gera þeir þetta aftur.

Og aftur og aftur og aftur.

Því þeir læra ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.5.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband