Kemur sykurmaðurinn fátæku þjóðunum í vanda

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs, það höfum við mannfólkið fengið að reyna mörgum sinnum. Það eru líka margar hliðar á málum líðandi stundar og oft þarf að kafa dýpra og lengra til þess að setja hlutina í samhengi, sérstaklega þegar ein ákörðun getur haft áhrif til hins verra. Mér er til efs að Ögmundur, sykurmaðurinn, hafi leitt hugann að því að sykurskattur kann að vega að hagsæld margra af fátækustu þjóðum heimsins, þjóðum sem að eiga allt undir því að geta ræktað sykurreyr, framleitt sykur og selt hann án hindrana.

Á síðustu árum hefur verð á algengum útflutningsafurðum þróunarríkja, sér í lagi þeirra sem að treysta á landbúnað farið lækkandi en það hefur bitnað á velferð milljóna manna. Um langan tíma hefur sykuriðnaðurinn ekki leitt af sér mikla hagsæld fyrir þróunarríkin og ríki á norðurhveli jarðar verða að taka það með í reikninginn þegar þau auka skattlagningu á mikilvægar útflutningsafurðir þróunarríkja.

Það hefur verið áætlað að verð á sykri, kaffi, kakói og baðmulli hafi á síðustu tveim áratugum fallið á milli 30-60% í dollurum mælt.  Það eitt og sér segir okkur að vandinn er mikill hjá þeim sem að treysta á framleiðslu þessara afurða og þurfa síðan að eiga  við kvótasetningu á innflutningi, tollamúra og hugsanlega skattlagningu í anda sykurmannsins. Það eru mörg þróunarríki sem að glíma við þann vanda að hafa eina til þrjár meginstoðir í sínu hagkerfi og þær þurfa á því að halda að verslun og viðskipti gangi upp við umheiminn, á meðan slíkar landbúnaðarþjóðir eru í ,,sykurgildrunni" þá glímír Ísland við ,,þorskgildruna".

Skattar geta verið réttlátir en sú forræðishyggja eins og er í umræðunni núna bitnar ekki bara á íslenskum neytendum heldur getur hún haft áhrif á velferð milljóna manna á suðurhveli jarðar. Það er alþekkt að siðaðar þjóðir á norðurhveli jarðar hafa ekki gengið götuna til góðs þegar kemur að því að setja hlutina í hnattrænt samhengi og treysta sjálfbæra þróun þeirra ríkja sem á þurfa að halda. Kannski teljum við okkur vera siðaða þjóð af því við teljum að við eigum að geta selt fiskinn okkar án hindrana en að sama skapi bakað öðrum vanda með ákvörðunum okkar og hindrað aðgengi að markaði. Hugmyndir að slíkum skattlagningum eru slæmar því þeim fylgir afleiðing og alger óvissa um það hvort markmiðunum um bætta tannheilsu náist!

Auðvitað er þessar línur hér að ofan hugleiðing en þegar öllu er á botninn hvolft er þá ekki bara betra að kenna börnunum að bursta tennurnar Ögmundur? Er það ekki staðreynd að heilbrigðiskerfið hefur gefist upp við að reyna að ná tökum á heilbrigðisvandamáli eftir skysamlegum leiðum, einfaldlega vegna þess að það þykir of dýrt? Það er einnig skrýtið að sjá fyrrum landlækni og núverandi forstöðumann heilbrigðisvísinda HÍ tala fyrir neyslusköttum (sykurskatti) í Kastljósi kvöldsins, hefði ekki verið elilegt að hann hefði talað fyrir aðgerðum og fræðslu í málaflokknum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband