Davíð rangur maður á röngum stað?

Davíð greindi frá mörgu og margt þoldi ekki dagsljósið eins og nú er vitað. Hér að neðan er nú þessi fræga skýrsla frá því febrúar 2008, sumt af því sem þar kemur fram segir hreinlega að við höfum flotið sofandi að feigðarósi. Núverandi ráðherrar í ríkisstjórn íslands eru á meðal þeirra sem sagan mun horfa til auk helstu eftirlitsstofnanna landsins sem að virkuðu ekki þegar á þurfti að halda. Davíð var hins vegar rangur maður á röngum stað á röngum tíma og fékk að gjalda fyrir það með embættismissi, en hann sagði þó sína skoðun hispurslaust  og það er meira heldur en margir ráðherrar sem að jafnvel könnuðust ekki við varnarorð Seðlabankans í aðdraganda hrunsins. Minnisblað SB síðan 2008 má lesa hér að neðan.

Maður er samt hræddur um að þær aðgerðir sem að embætti sérstaks saksóknara hefur í frammi komi fram of seint enda eru skilaboðin núna til margra að drífa sig í að nota tætarana og hylja slóðina áður en farið verður í næstu heimsóknir í beinni útsendingu! Þegar upp er staðið mun útlagður kostnaður við allan gauraganginn skila einhverju til baka eða erum við að friðþægja land og þjóð og skrifa okkar frá einum dapurlegasta kafla Íslandssögunnar?


mbl.is Davíð vakti athygli lögreglu á Kaupþingsviðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð átti ekki bara að vara við heldur átti hann að bregðast við. Hann lét moka fjármagni í bankana sem hann taldi vera að fara í þrot hvort sem er og flækti sparisjóðina að óþörfu í málið. Þess vegna hrundu þeir líka.

Lesið um afglöp Davíðs.

Hans klúður kostar okkur meira en IceSave, auk þess sem "sala" Landsbankans til vanhæfra manna leiddi til IceSave.

Það eru bara vitleysingar sem lofsama Davíð.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Þetta var erfitt ástand sem að við fórum í gegnum en það er eins og allt kerfið hafi ekki virkað, ekki ætla ég að draga úr ábyrgð SB á því sem varð en það er of mikil einföldun að setja alla ábyrgð á hendur einum manni. Ég er ekki sammála því að sala Landsbankans hafi leitt til Ice Save, þar liggja að baki aðrar ástæður! Bankageirinn fór vissulega offari og það hefði þurft meiri og vandaðra eftirlit þegar vöxturinn var svo mikill eins og raun bar vitni. Það er sennilega stóra málið að eftirlitskerfið hefði mátt gera betur en það er létt að tala um þetta eftir á. í Sviss t.a.m. hefur ekki neinn banki fallið enda eftirlitið algert og menn eru harðir að taka á málum áður en í óefni er komið.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 23.5.2009 kl. 16:34

3 Smámynd: Sigurjón

Sæll Guðmundur.

Það sem mér finnst skrýtið er að Davíð vissi af þessu öllu í febrúar 2008, en samt hélt Seðlabankinn áfram að skrifa upp á heilbrigðisvottorð fyrir bankana.  Hvernig skyldi standa á því?

Sigurjón, 24.5.2009 kl. 00:47

4 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Heill og sæll Sigurjón,

Ég ritaði einhvern tímann í vetur þessa færslu: http://www.phoenix.blog.is/blog/phoenix/entry/679065/ sjálfssagt geta menn horft á hrunið út frá mörgum forsendum eftir því sem líður meira frá og skoðar samhengi hlutanna betur þá er engum vafa undirorpið að íslenskt efnahagslíf var og er mjög berskjaldað gagnvart ytri áhrifum, gengissveiflum og öðrum markaðsbrestum í heimshagkerfinu. Ofvöxtur bankanna og ótakmarkað aðgengi að lánsfé til handa flestum þeim er vildu varð að endanum sá gálgi sem að margur hangir nú í með þekktum afleiðingum. Það voru reyndar skýrslur komnar út 2007 sem að sögðu íslenska bankakerfið vera eins og tifandi tímasprengju og mikil hætta á þjóðnýtingu bankanna eins og raunin er núna. Þegar að lánalínurnar þraut þá þraut súrefnið og íslenska ríkið hafði ekki fjármagn til þess að vera sá þrautarvari þegar á þurfti að halda. Ég held að SB hafi ekki skrifað upp á sérstakt vottorð fyrir bankana þeir lifðu einfaldlega á ímynd íslenska ríkisins lengi framan af enda íslenska ríkið tryggur skuldunautur út í heimi, og flestir muna að skuldatryggingarálagið hækkaði jafnt og þétt, á sama tíma og flestir innlendir aðilar keppust við að segja að erlendir greiningaraðilar færu með fleipur. Flestir vita svörin við því í dag! Skuldartryggingarálagið táknaði einnig aukna áhættu á kerfishruni og þegar slíkt vofir yfir þá reyna opinberar stofnanir að bregðast við samkvæmt bestu sannfæringu! Auðvitað lásu menn ekki rétt í stöðuna og hættuna samfara miklum vexti bankakerfisins! Dýrið fékk að ganga laust of lengi og það varð ekki tamið aftur!

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.5.2009 kl. 01:57

5 Smámynd: Sigurjón

Sæll aftur.

Gaf ekki SB út skýrzlu sl. sumar þar sem staða bankanna var sögð sterk?  Ég man ekki betur.  Ef satt er, þá hlýtur Davíð að hafa skrifað undir það...

Sigurjón, 24.5.2009 kl. 02:24

6 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Heill og sæll Sigurjón,

Skýrslan góða kom út en þar kenndi margra grasa, t.a.m. sagði að eiginfjárhlutföll væru viðunandi og að afkoma bankanna væri þolanleg og eignasamsetning dreifð og lausafjárhlutfall K-L-G banka væri viðunandi og á hana myndi reyna í ár og framhaldið þekkja allir. Það sagði líka í þessari skýrslu að bankarnir væru vel varðir gagnvart ytri áhrifum, gengislækkun, en það sama væri ekki að segja um aðra, fyrirtæki og heimili þessa lands. Það sagði líka í þessari skýrslu að aðgengi að fjármagni væri verra verra og lækkandi lánshæfismat styrkti það auk hærra skuldatryggingarálag varð staðreynd. Það sagði líka í þessari frægu skýrslu að langtímahorfurnar væru góðar, ríkissjóður skuldlaus en að sama skapi hefðu horfur bankanna veikst frá því sem áður var, þ.e. vegna minna framboðs lánfjár á alþjóðamörkuðum. Það voru líka varnarorð í skýrslunni sem að sögðu meðal annars að fjármálakerfið væri traust, sem það var en það var líka látið í ljós að þörf væri á viðbúnaði. Í skýrslunni er enn fremur minnst á möguleikann á fjármálaáfalli vegna stærðar bankanna og skýrslan sagði beinlínis að stjórnvöld yrðu líka að efla úrræðin, þ.e. ríkisstjórn, SB og Fjármálaeftirlitið.

Auðvitað túlkar hver skýrsluna með sínu nefi en undirliggjandi boðskapur hennar felur líka í sér stórfelld varnarorð. Þegar á endastöð var komið þá var dýrið fast í gildrunni og það var engin önnur leið út. Það sem hefði þurft að gerast átti að eiga sér stað 2006 með því að sterkari tilskipunum og eftirliti með bankakerfinu. Það brást og því flutum við sofandi að feigðarósi en það er ekki hægt að taka út einn mann og skella skuldinni á hann, eða hvað?

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.5.2009 kl. 11:29

7 identicon

Jón Steinsson: Seðlabankinn klikkaði á grundvallaratriðum

Mynd: Getty Images

Jón Steinsson, hagfræðingur, segir mistök Seðlabankans hafa legið í því að hafa ekki tekið almennileg veð í viðskiptum við bankana. Þar hafi stjórnendur Seðlabankans brugðist algjörlega. Hann tekur undir Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar.

Ólafur fer hörðum orðum um stjórnendur Seðlabankans í nýlegri Pressuúttekt og segir afleiðingarnar af tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans um alvarlegri fyrir Íslendinga en Icesave.
Í samtali við Pressuna segist Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Colombia háskóla í New York, taka undir flest það sem Ólafur ritar í greinninni og ánægjulegt að sjá hann taka málið upp. Sjálfur hefur Jón verið gagnrýninn á aðgerðir Seðlabankans fyrir og eftir bankahrun.

Jón segir mistök Seðlabankans ekki hafa falist í því að lána bönkunum fé, heldur að taka ekki almenninleg veð gegn lánunum. „Það er algjört grundvallaratriði í peningamálum að þegar banki lendir í lausafjárvanda þá á Seðlabankinn að lána eftir þörfum, en með vaxtaálagi. Og gegn traustum veðum. Bankastjórar Seðlabanka Íslands brugðust algjörlega hvað þetta varðar.“

Jón bendir á að bréfin sem Seðlabankinn tók sem veð á meðan þessu stóð hafi verið að mestu skuldabréf sem gefin voru út af bönkunum sjálfum. „Seðlabankinn var því á þessum tíma að lána hundruð milljarða af almannafé til banka sem hann taldi sjálfur á þeim tíma að væru í miklum vandræðum gegn veði í skuldabréfum gefnum út af þessum sömu bönkum. Þegar bankarnir hrundu urðu þessi veð að mestu verðlaus í einu vetfangi og Seðlabankinn og þar með töpuðu skattborgarar nokkur hundruð milljörðum króna.“

Nætækast hafi verið að taka útlánasöfn bankana sem veð, segir Jón. Ef það hefði verið gert hefði Seðlabankinn eignast útlánasöfnin við hrun bankana og erlendur kröfuhafarnir hefðu setið eftir með minna. „Það er ófyrirgefanlegt að Seðlabankinn hafi klikkað á slíku grundvallaratriði. Og það sýnir betur en flest annað hversu mikil vanþekking hrjáði stjórnendur Seðlabankans,“ segir Jón og tekur undir með Ólafi að þetta verði stærsti skuldabagginn sem leggjast mun á skattgreiðendur eftir bankahrunið.

________________________________________________________

Segir viðvaninga hafa stjórnað seðlabankanum

mynd
Ólafur Arnarson

Tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans mun kosta hvert mannsbarn á Íslandi á aðra milljón. Glæfraleikur fyrrverandi bankastjórnar Seðlabankans mun því verða stærsti einstaki skellurinn sem lendir á íslenskum skattgreiðendum, líklega tvöfalt stærri en Icesave segir höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi.

Ólafur Arnarson, höfundur metsölubókarinnar Sofandi að feigðarósi, skrifar úttekt um tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans á pressan.is. Þar kemur fram hörð gagnrýni á lánveitingar Seðlabankans sem voru án haldbærra trygginga heldur í gegnum hinu svokölluðu endurhverfu viðskipti þar sem lánað var í gegnum þriðja aðila.

Hann segir rekstrarþrot Seðlabankans skjóta skökku við í alþjóðlegu samhengi. Á meðan aðrir seðlabankar hafi haft haldbær veð hafi bankinn tapað stórum fjárhæðum. Ólafur segir tapið vera í kringum 350 milljarðar króna sem falli óskipt á ríkissjóð og þar með íslenska skattgreiðendur. Gönuhlaup fyrrverandi bankastjórnar Seðlabankans muni því kosta hvert mannsbarn á Íslandi á aðra milljón.

„Jafnvel þó Icesave verði tvöfalt á við það sem skilanefnd Landsbankans vonast til að verði, þá yrði það samt vel innan við helmingurinn af því tjóni sem skellur á okkur útaf glórulausum útlánum seðlabankans," segir Ólafur.

Ólafur segir að fyrrverandi bankastjórn Seðlabankans beri fulla ábyrgð.

„Þetta sýnir að þarna voru viðvaningar á ferð. Þessir menn kunnu ekki að stýra banka, hvorki seðlabanka né öðrum bönkum. Það lánar enginn banki gríðarlegar upphæðir án þess að hafa haldbær veð á móti, án þess að hafa einhverjar tryggingar í höndunum."

Valsól (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:58

8 identicon

Þarftu meira til að fatta hve mikið Davíð hefur skaðað þessa þjóð? Ég get komið með glás í viðbót ef þú vilt.

Valsól (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:59

9 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Valsól,

Ég var fyrst og fremst að ræða skýrslu SB og álit sem að gefnin út og það að ríkisstjórn, SB og Fjármálaeftirlit gengust ekki við þeim úrræðum sem að þar voru nefnd. Í raun var of seint í rassinn gripið þegar að skýrslan kom út þá snerist dæmið um verja kerfið eins og hægt var. Það sem að á eftir kom t.d. umræddar skýrslur sem að þú vitnar í breyttu engu um ástandið heldur eru hluti af eftir-á-vísindum um það sem að menn gerðu rangt og það er heldur ekkert rangt við að gefa út slík álit en ef Davíð hafði svona rangt fyrir sér hvað voru hinir að starfsmenn SB, Fjármálaeftirlits og ráðherrar í ríkisstjórninni að gera?

Kveðjur

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.5.2009 kl. 13:13

10 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Valsól, bara til að árétta það þá ber Davíð ábyrgð sem Seðlabankastjóri undan því verður ekki skorast en ber hann einn ábyrgð á hruninu? Getur þú nefnt einhverja aðra til sögunnar?

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.5.2009 kl. 13:18

11 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Ég held að það sé margt til í því að SB hafi klikkað.  Hins vegar er ég líka sammála því að það var alls ekki einungis Davíð að kenna.  Langt í frá.  Hins vegar var hann aðalseðlabankastjóri og ber því ábyrgð sem slíkur.

Það hefði verið mjög sterkur leikur hjá honum að segja af sér, ekki sízt til að hlífa Eiríki og Ingimundi.  Þá hefði hann komið út sem góði kallinn, en Jóhanna út sem vondi kallinn fyrir að reka þá tvo...

Sigurjón, 24.5.2009 kl. 16:47

12 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Sigurjón,

Margur lærður maðurinn hefur skrifað um hinar sér íslensku aðstæður og t.a.m. benti ekki ómerkari maður en Joseph Stiglitz á það í ræðu og riti að íslenska hagkerfið væri berskjaldað og hann sagði hreinlega að íslensk stjórnvöld yrðu að gangast við þeirri ábyrgð sinni að verja hagkerfið ef til fjármálakreppu kæmi. Hann sagði ennfremur að tryggja ætti að regluverkið og eftirlitið væri til staðar til þess einmitt að minnka líkurnar á algerum skelli ef til kreppu kæmi. Þetta sagði hann 2001 og viti menn við vorum of sjálfumglöð og alfleiðingarnar þekkja allir. Skellurinn varð alger og sennilega verður Ísland í hagfræðibókum framtíðarinnar dæmi um berskjaldað hagkerfi, með berskjaldaða mynt sem fáir þurfa á að halda og hvað gerist þegar að lánalínurnar eru skornar af? Það þarf ekki mikil vísindi til þess að rýna í framhaldið. Gjaldþrot fjölskyldna og fyrirtækja auk þess sem að milljarðar hafa tapast í vinnustundum sem að hafa farið í því að athuga hvernig staðan er í bankanum, hjá lífeyrissjóðunum og byggja upp ný samskipti við ný fyrirtæki. Vinnustundir sem að öðrum kosti hefðu getað farið í að skapa eitthvað. Við reiknuðum aldrei með að allt myndi fara á versta veg, við horfðum einungis á velgengina sem línulegt ástand og hamingjan var eftir því. Auðvitað ekki algilt en nú þýðir lítið að benda á þennan og hinn, aðalatriðið er að stjórnmál nútímans séu raunhæf og marki nýja haldbæra stefnu fyrir framtíðina þá sýn skortir nú. Fólk hefur engan áhuga á því hvort að menn séu vinstra eða hægra megin það hefur áhuga á langtímalausnum og það verða foringjarnir að skilja.

Guðmundur 


Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.5.2009 kl. 20:24

13 Smámynd: Sigurjón

Akkúrat Guðmundur.  Vonandi lærum við af þessum skelli og horfum fram á veginn.  Það vona ég alla vega...

Góðar stundir.

Sigurjón, 25.5.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband