Aðför að íslenskum hagsmunum

Mikið er ég sammála Sigmundi Gunnlaugssyni skipulagshagfræðingi sem var í Kastljósinu í kvöld, en hann sagði aðförina að Kaupþingi í Bretlandi af pólitískum toga og það er ljóst að Ríkisstjórn Íslands verður að stíga fram fyrir skjöldu og verja íslenska hagsmuni á erlendri grund betur en gert hefur verið. Það er ekki hægt að kyngja því að farið sé að íslenskum fyrirtækjum með þeim hætti eins og bresk stjórnvöld hafa orðið uppvís af. Slíkt er ekki til eftirbreytni og hefur ekkert með eðilieg afskipti að gera heldur eru þau þáttur í stórfelldum skemmdarverkum þar sem að ímynd heillar þjóðar er tröðkuð niður í svaðið. Ríkisstjórn Íslands verður að að láta rannsaka þetta mál og senda skýr skilboð til þeirra kumpána Brown og Darling. Annar mikilvægt atriði kom fram í málflutningi Sigmunds þegar hann gat þess að almannatengslin hafi verið lítil og léleg þar sem að enginn hafi skýrt út málstað Íslands eða reynt að tala máli landsins í Bretlandi. Bretarnir eru snillingar að koma fram eins og ,,Gentlemen" en segja síðan allt aðra sögu í eigin fjölmiðlum og okkar stjórnmálaforingjar eru ekki á heimavelli þar. Almannatengsla er þörf og talsmaður Íslands þarf að vinna í því að tala við bresku pressuna og það þarf að gerast strax og sá aðili á að vera til reiðu í íslenska sendiráðinu í London.

Það er rétt sem að forstjóri Bakkavarar, Ágúst Guðmundsson segir en hann telur að ímynd Íslands hafi orðið fyrir óbætanlegum skaða og sá skaði muni verða verulegur ennþá eftir áratug. Því miður rennir mér í grun um að þetta sé sá veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Verðmyndum á eignum íslenskra fyrirtækja og t.d. framkoma gagnvart íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum mun líða fyrir eftir verðfallið á ímyndinni sem er stór hluti af allri velgengi í viðskiptum. Dæmið um námsmanninn og leiguna í London segir allt sem segja þarf. Stjórnmálamenn verða að koma út úr skelinni og taka þátt í því að verja íslenska hagsmuni og þar dugir engin linkind. Við lifum á tímum alþjóðavæðingar en erum samt eins og aukvisar þegar kemur að þvi að tala okkar máli og það er stór misskilningur að halda að enginn sé að hlusta á okkur, við erum kastljósinu og verðum þar um hríð og það verða stjórnmálaforingjarnir að skilja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband