Stjórnvöld verða að eyða óvissunni

Brýnasta hagsmunamál íslenskra fyrirtækja og einstaklinga er að eðlileg gjaldeyrisviðskipti komist á hið fyrsta enda hver dagur dýrmætur án þeirra. Það er ekki einu sinni hægt að millifæra af erlendum reikningum inn á reikninga í íslenskum bönkum því mikil óvissa er með það hvaða gengi er í gangi.  Látum það þó liggja á milli hluta, aðalmálið er að hægt sé að greiða úr viðskiptahagsmunum Íslands og íslenskra fyrirtækja. Seingangurinn mun ekki aðeins auka á óstöðugleikann heldur geta viðskiptahagsmunir íslenskra fyrirtækja skaðast verulega. Á endanum bitnar slíkt tjón á okkur öllum. Það er mér enn í fersku minni þegar að ég sótti Argentínu heim þegar að fjármálalíf landsins var svo til lamað 2001. Ástandið á götunum var ótryggt og almenningur lét reiði sína bitna á því sem fyrir varð.

Nú þarf markvissar aðgerðir og lausnir sem gagnast þjóðarskútunni strax í dag!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband