Ímynd Íslands í heimsmiðlunum

Það er erfitt að vera á erlendri grund og fylgjast með þeim veruleika sem að nú blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenskum fyrirtækjum og íslenskum hagsmunum yfirleitt. Það fylgir því einhver andleg kreppa að takast á við erlenda samstarfsmenn þessa dagana sem að fylgjast með erlendu fjölmiðlunum sem eru margir hverjir með ítarlegar fréttir af íslenska ástandinu. Auðvitað reynir maður að útskýra ástandið eins og hægt er en í landi eins og Sviss þar sem stöðugleiki er mikill þá skilja menn ekki hamfarinar en ljóst er af viðtölum að menn hafa litla trú á fjármálakerfinu, sérstaklega eftir alla matreiðsluna og umræðuna í erlendum fjölmiðlum.

Ímynd Íslands skiptir miklu máli og það má ekki gerast að blaðamannafundir séu haldnir í því formi eins og ríkið hefur gert frammi fyrir heimsfjölmiðlunum. Eftir að hafa horft á umgjörðina á þessum blaðamannafundum þá virðist manni við fyrstu sýn að þeir séu illa hugsaðir þegar kemur að því að skila ímynd Íslands út á við. Skjaldarmerki Íslands sést hvergi og húsnæðið er hreinlega of lítið og umgjörðin viðvaningsleg, allavega er það mitt mat eftir að hafa fylgst með álengdar.

Damage control eða hámörkun ástandins hefur ekki verið nýtt þar sem að engir sérfræði talsmenn hafa verið fengnir til þess að tjá sig um hag Íslands og stöðu þess í alþjóðasamfélaginu. Það virðist engin stefna hafa verið í gangi þegar kemur að því að miðla jákvæðum fréttum af íslenska fjármálakerfinu, ríkisfjármálum o.s.frv. Slíkt ætti að vera forgangsverkefni við núverandi aðstæður. Það er alveg nóg að hafa mistekist í hagstjórninni það er óþarfi að glutra niður mikilvægum tækifærum í að tala máli íslenskra hagsmuna og hámarka núverandi stöðu.

Það hefur einnig verið áberandi að ummæli forystumanna hafa verið rangtúlkuð í erlendum fjölmiðlunum og jafnvel virðist sem að slíkt hafi þegar valdið miklu og alvarlegu tjóni. Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að hæfur fjölmiðlafulltrúi sé hafður með í ráðum þegar menn ræða framtíð Íslands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband