Það sem fer upp kemur aftur niður

An optimist sees an opportunity in every calamity; a pessimist sees a calamity in every opportunity. -Winston Churchill -

Fullkomið frelsi á fjármálamörkuðum hefur alið af nér nýja heimsmynd þar sem meðal annars hagkerfi smáríkja á borð við Ísland hafa þanist út vegna vaxtar fjármálageirans. Það er ljóst að í slíku árferði breytast margar grundvallar forsendur í hagstjórninni. Ónógt eftirlit, óáreittir fjárfestingabankar, vogunarsjóðir og bankar hafa alið af sér nýja stétt hugmyndafræðinga þar sem verðmæti hafa verið sköpuð í gegnum yfirtökur, stöðutökur og með því að selja og hluta niður fyrirtæki, leggja af fyrirtæki til þess að eyða samkeppni o.fl.. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Bankakerfið hefur hingað til haft gnægð af lódýru ánsfé og aðgangur að því hefur verið opinn flestum sem viljað hafa. Stundum hefur maður fengið það á tilfinninguna að efnahagsleg framvinda fyrirtækja hefur ráðist af því sem gerist í bankanum og á mörkuðunum en ekki hvað verðmæti sé verið að skapa. Enginn sá fyrir neinn skell þar sem við lifðum á tímum þar sem góðærið var endalaust í tíma og rúmi.

Markaðsbrestir með stórum skellum á fjármála- eigna- og hrávörmörkuðum víðsvegar um heiminn hafa hrist upp í heimshagkerfinu og efnahagsstórveldi eins og Bandaríki Norður Ameríku hafa t.d. ekki farið varhluta af því ástandi.

Það eru engar forsendur í spilunum fyrir því að áhrifin af slíkum hamförum sjáist ekki í íslenska hagkerfinu þar sem til staðar er virkur gjaldeyrismarkaður þar sem verð myntinnar ræðst af framboði og eftirspurn. Mikil óvissa á mörkuðum ekki bætt ástandið þar sem veikur gjaldmiðill hefur verið í fararbroddi og gjaldeyrisvarasjóðir seðlabanka ekki nægir.

Í núverandi árferði þar sem lánsfjárkreppan er til staðar og traust í viðskiptum lítið þá er eðlilegt að íslenskar fjármálastofnanir eigi erfitt með að sækja fjármagn á erlenda markaði. Björgunaraðgerðin í BNA segir allt sem segja þarf. Nú þurfa fyrirtæki og fjölskyldur að reyna að halda sjó og það er ekk til eftibreytni að menn vaði uppi og auglýsi í evrum og að menn gaspri í spjallþáttum um upptöku evru. Slíkt eykur einungis á glundroða og skapar óvissu meðal almennings þessa lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband