Yfirskot og aðlögun að nýjum væntingum
27.3.2008 | 21:47
Það er ljóst að sjokkið fyrir páska hefur sett fjármálakerfið úr skorðum og ljóst að mikil hræðsla hefur einkennt fjármálamarkaðina ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Á Íslandi er margur sem kennir Seðlabankanum um allt sem miður fer. Í BNA kenndu menn Greenspan um vandamálin, sérstaklega eftir að Seðlabankinn jók peningamagnið í umferð eftir internetbóluna og 9/11 hryðjuverkaárásirnar. Síðan 2001 hafa of margir geta fengið lán á kostakjörum í BNA og menn súpa nú seyðið af því um heim allan. Það voru ekki góð viðskipti að auðvelda öllum að taka lán og verðlagningin á fjármagninu var líka óraunhæf. Flest þekkjum við slíkar lánveitingar og fyrirgreiðslur hérlendis. Ódýr fjármögnun húsnæðislána lána í BNA hjálpaði hagkerfinu við að halda eftirspurninni gangandi í nokkur ár eftir 2001. Þvíð miður voru margir lántakendur í raun aldrei borgunarmenn þrátt fyrir kostakjörin sem buðust eða ætluðu sér aldrei að borga lánin. Slík sóun hefur nú getið af sér sterkan skjálfta á fjármálamörkuðunum. Þeir sem hafa undirrstöðurnar í lagi munu standa sterkari eftir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.