Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Social dumping
30.10.2011 | 19:35
Ég átti áhugavert samtal við svissneskan verkfræðing í dag sem að tjáði mér að mörg svissnesk fyrirtæki væru farin að sækja ódýra verkfræðinga til Spánar enda eru þeir margfalt ódýrari en þeir svissnesku. Það er ekkert nýtt að stórfyrirtæki sæki vel menntað vinnuafl til lands sem að hefur gnægð af ódýru en vel menntuðu fólki, enda skapar slíkt meiri arð fyrir fyrirtækið og lækkar að auki launakostnað þess. Hugtakið ,,social dumping'' í Bretlandi hefur m.a. leitt til þess að stórar fyrirtækjasamsteypur hafa á síðustu árum sótt mikið af ódýru erlendu vinnuafli, t.a.m. frá Póllandi eins og þekkt er. Það má segja að Íslendingar séu orðnir Pólverjar norðursins og gott dæmi um ,,social dumping" enda leysa þeir af í vissum tilvikum dýrara vinnuafl af hólmi í nágrannalöndunum. Hér að neðan er hugtakið social dumping útskýrt:
http://www.eurofound.europa.eu/areas/industrialrelations/dictionary/definitions/SOCIALDUMPING.htm
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2011 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott mál
20.8.2011 | 20:13
Gott mál að samningar náðust en það er spurning hvert reikningurinn verður sendur? Mörg bæjar- og sveitarfélög standa illa en það er lítið ráðrúm til þess að mæta auknum launahækkunum og ljóst að margir hópar hugsa sér gott til glóðarinnar í framhaldinu. Ein leið til þess að mæta núverandi launahækkunum er að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir hana en auðvitað verða misjafnar skoðanir á því eins og öðru. Aukin verðbólga og hækkandi verðlag mun leiða til þess að fólk mun fara fram á hækkanir á sínum launum á næstu mánuðum. Niðurstaðan hlýtur að teljast rós í hnappgat Haraldar sem virðist hafa komið með ferska vinda inn í sitt stéttarfélag, og ljóst að hann er liðtækur á fleira en trommukjuðana.
Þakklátur fyrir samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2011 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gerir kreppan greinarmun?
21.5.2011 | 10:40
Ekki hjá venjulegu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góð grein og vel ígrunduð rök hjá Reimari
18.3.2011 | 12:19
Dómsmál minni efnahagsleg áhætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2011 kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af ruslatunnuskattinum í Reykjavík og grínið sem breyttist í alvöru
25.1.2011 | 19:15
Lofstafi fornhelga flytjum rykinu og reyknum (Sigfús Daðason: Útlínurbakvið minnið.)
,,Hinn alræmdi gluggaskattur Vilhjálms þriðja Englandskonungs, sem fyrst kom til sögunnar árið 1696, er gjarna nefndur sem dæmi um óréttláta skattlagningu sem hvetur líka til óskynsamlegra viðbragða. Upphæð skattsins réðst af fjölda glugga á húsum sem átti að endurspegla efnahag borgaranna. En byggingarlag húsa er ólíkt, sum hafa fáa stóra glugga, önnur marga litla, og munurinn segir ekki endilega neitt um efnahag, hvað þá afkomu íbúanna.Skatturinn var gjarna nefndur ljós- og loftskattur, enda múruðu húseigendur gjarna upp í gluggana til að forðast hann, en juku í staðinn lýsingu innandyra með tilheyrandi mengun. Ljósið og loftið véku fyrir rykinu og reyknum. Lofta- og ljósaskatturinn var endanlega aflagður um miðja nítjándu öld.En nú hefur borgarstjórinn í Reykjavík fundið sér fyrirmynd í Vilhjálmi þriðja. Hyggst hann leggja sérstakan ruslaskatt ásuma borgarbúa, þá sem eru svo óheppnir að götuhlið húsa þeirra snýr mót sólu á daginn. Munurinn á gluggaskatti Vilhjálms konungs og ruslaskattinum nýja er þó sá að meðan skattur Vilhjálms konungs átti að vera í einhverjum tengslum við efnahag borgaranna ræðst það af tilviljun einni á hverja ruslaskattur lærisveinsins leggst. Líkt og þegnar Vilhjálms þriðja munu þegnar borgarstjóra auðvitað reyna að forðast skattinn.
Vorkoman þetta árið mun því markast af óhrjálegri tunnuþröng á gangstéttum borgarinnar, sem misþýðir vorvindarnir munu svo feykja til og frá, rottum og mávum til ánægju og ábata, en öskukörlum og íbúum til ama og tafa. Svo verður dregið fyrir og gluggum lokað fyrir skynrænum áhrifum skattsins nýja og ljósinu og loftinu um leið.Ábendingum um augljósa vankanta þessarar nýju skattlagningar svara hirðmenn borgarstjóra með hástemmdum moðreyk um hvílíkt framfaraspor furðuskattur þessi marki.Kannski er fyrirmynd þeirra Rómverjinn Marcus Cornelius Fronto, sem orti rykinu og reyknum lofsöng þann er Sigfús Daðason vitnar til í Síðustu bjartsýnisljóðum. En munurinn er að Fronto var að grínast svona eins og borgarstjórinn í Reykjavík kunni einu sinni mjög vel. Grein eftir Þorkel Siglaugsson í mbl. 23. janúar 2011
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2011 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt stórt krossmark og skammdegi hugarfarsins
23.1.2011 | 18:19
,,Tillagan er til íhugunar fyrir þá, sem ritskoða sjálfa sig í sífellu, til að styggja örugglega engan. Þeir sem öllum vilja þóknast hefðu auðvitað hringt til Brussel til að fá góð ráð. Þá hefði Economist líklega ekki skammað okkur fyrir hörku. Kjarni málsins er þó sá að við verðum að gæta hagsmuna okkar sjálf. ESB mun ekki gera það. Ef við hefðum ekki verið væn við okkur sjálf", þá hefði enginn verið það. Guð hefði þá mátt gera eitt stórt krossmark yfir Ísland. Svo fór ekki og landið er nú tekið að rísa. Allt er þetta rekjanlegt en má þakka þeim Geir, Davíð og Baldri nokkuð í því skammdegi hugarfarsins sem nú ríkir? ''
Grein eftir Ragnar Önundarson mbl. 22. janúar 2011 í umræðunni um Icesave og setningu neyðarlaganna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2011 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Völlur hins himneska friðar
4.10.2010 | 21:01
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2011 kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferð án fyrirheits?
26.6.2010 | 19:50
Það er ekki nema von að umrædd frétt veki athygli og ekki má heldur gleyma ályktuninni sem að sett var fram. Það er eins og það hafi fæðst nýr flokkur með nýjum hugsjónum og sá flokkur slær annan takt og fer aðrar leiðir en hann boðaði með sterkum hætti í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Seneca sagði að ef menn legðu úr höfn og ef menn vissu ekki hvert stefna bæri þá skipti ekki máli hvaðan vindurinn blési. Eru Vinstri grænir flokkur í ferð sem átti upphaf með skýrum markmiðum og þekktum áfangastað eða eru kjósendur flokksins í röngum vagni á rangri vegferð? Kjósendur flokksins hljóta að spyrja hvort að það sé hægt að nota skiptimiðann til þess að leiðrétta stefnuna en því miður gerist það bara á 4 ára fresti.
Gagnger endurskoðun á umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.5.2011 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erum við á réttri leið?
24.6.2010 | 22:30
Ég velti því fyrir mér hvort að Tatcher hafi ekki rétt fyrir sér þar sem að menn þurrka á endanum upp skattberandi einstaklinga og fyrirtæki sem að sjá sér ekkur lengur hag í því að fjárfesta eða að eiga í viðskiptum sín á milli í núverandi árferði. Þegar skattastefnan hefur dregið allan mátt úr fyrirtækjum og einstaklingum og raunvextir eru neikvæðir þá er eðlilegt að spyrja hvort að ríkið geti áfram róið á sömu mið? Er hægt að skattleggja sig út úr kreppunni spurði einhver? Er ekki stærsta ógnin nú um stundir að skattastefnan dregur úr arði hins opinbera af frjálsum viðskiptum og fjárfestingum og leiðir auk þess til minni umsvifa í hagkerfinu, og á endanum taka sífellt færri þátt í að skapa verðmætin? Er atvinnustefna í formi ríkisreksturs, háir skattar og ríkisafskipti í formi samskeppni við einkaaðila líklegt til árangurs í núverandi árferði?
Lykilatriðið í stjórnmálum dagsins ætti að vera að forða því að hagkerfið staðni. Það þarf að skapa ný störf, tryggja vöxt og viðgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja og varna því að bankarnir komist upp með það að láta fjármagn sitt liggja inn á reikningum í Seðlabanka Íslands þjóðinni til ógagns. Það þarf skynsama skattstefnu sem að tryggir að almenningur og fyrirtæki í landinu sjá sér hag í því að halda efnahagshringrásinni gangandi. Þegar einn hlekkur slitnar í keðjunni þá er hætta á ferðum og það gildir það sama um bóndann og fjármálaráðherrann þeir þurfa að vita hvenær á fara til mjalta. Þjóðin situr uppi með laskað stjórnmálaástand auk klofnings á mörgum sviðum samfélagsins og hún kallar eftir forystu til þess að stýra okkur inn í nýtt skeið framfara og velferðar. Það er létt mál að eyða peningum annarra en það tekur enda eins og staðan í PIIGS-löndunum hefur sýnt okkur. Hættum að eyða peningum annarra og göngum til verka af ráðdeild og skynsemi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2011 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru þetta framtíðarleiðtogarnir?
29.5.2010 | 12:26
Það er alltaf gaman að fylgjast með kosningum og sjá síðan hvað kemur upp úr kjörkössunum. Lýðræðið í kosningum er oft þyrnum stráð. Kjósendur fá oft aðra útkomu heldur en þeir væntu og oft á tíðum er lýðræðið annað eftir kosningar. Ég velti því fyrir mér eftir gærkvöldið hvernig framtíðin lítur út í Reykjavík og hvaða leiðtoga ég sé í fólkinu sem er að berjast um völdin. Mín greining er hér að neðan:
Besti flokkurinn - Jón Gnarr - Skemmtilegur, alþýðulegur, óvenjulegur leiðtogi sem að mun gera óvænta hluti og öðruvísi hátt en menn hafa áður gert. Það á þó eftir að koma í ljós hvort að veruleikinn verði annar þegar að menn verði komnir við stýrið.
Samfylkingin - Dagur B. Eggertsson - Dagur kemur vel fyrir og virðist ákveðinn og hefur fastar skoðanir á málum en hann virðist líða fyrir það að vera of tengdur inn í landsstjórnina. Hefur ekki náð að sameina fólk að baki sér og það háir honum.
Framsóknarflokkurinn - Einar Skúlason - Einar virðist vera jarðtengdur en hann er greinilega rangur maður á röngum tíma og í rangri borg. Hann virðist eiga erfitt með að koma skoðunum sínum á framfæri og á erfitt með að tala til fólksins á traustvekjandi hátt. Kannski að reynsluleysi hái honum og hann vantar meiri stuðning frá forystunni.
Sjálfsstæðisflokkurinn - Hanna Birna Kristjánsdóttir - Sennilega besta sending sem að Sjálfstæðisflokkurinn gat fengið í Reykjavík. Virðist eiga gott með að hrinda hlutum í framkvæmd og kemur málunum frá sér á skýran hátt. Virðist líða fyrir ástandið í þjóðfélaginu en hún er sennilega besti kosturinn í stöðu borgarstjóra nú um stundir.
Vinstri Grænir - Sóley Tómasdóttir - Skellegg kona sem að hittir ekki í mark. Fer fram með öfgafullum málflutningi eins og það að segja að hún muni ekki starfa með ákveðnum flokkum eftir kosningar. Slíkar yfirlýsingar eru ekki leiðtoga sæmandi, sérstaklega þegar að viðkomandi hefur ítrekað að hún standi fyrir kvenfrelsi en útlokar síðan að ræða við aðra kvenleiðtoga til þess að skapa sátt um stjórn borgarinnar.
Kosningar eru tímapunktsathuganir og þar fá íbúarnir að segja sína skoðun. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvaðan fólkið kemur sem að sækist eftir að stjórna málefnum okkar hinna og hvað það er sem að drífur það áfram. Er það reynsla úr einhverjum rekstri, störfum í þágu hins opinbera eða hvort menn hafi hreinlega bara verið listamenn á launum og stundað kaffihúsin í henni Reykjavík? Stjórnmálin fara ekki í manngreiningarálit þegar að kemur að því að velja forystumennina, þeir eru læknar, femínistar, atvinnustjórnmálamenn, kennarar, lögfræðingar nýskriðnir úr skóla o.s.frv. Það er einhvern veginn svo að þessir ,,grand old men" hafa horfið og ný kynslóð fólks með takmarkaða reynslu hafi stigið upp.
Ég er fyrrum vesturbæingur af gamla skólanum sem að nægði að hafa hrein torg og fagra borg, og geta gengið öruggur um stræti borgarinnar. Nokkuð sem að virðist vanta núna, svo einfalt er það!
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)