Ferð án fyrirheits?

Það er ekki nema von að umrædd frétt veki athygli og ekki má heldur gleyma ályktuninni sem að sett var fram. Það er eins og það hafi fæðst nýr flokkur með nýjum hugsjónum og sá flokkur slær annan takt og fer aðrar leiðir en hann boðaði með sterkum hætti í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Seneca sagði að ef menn legðu úr höfn og ef menn vissu ekki hvert stefna bæri þá skipti ekki máli hvaðan vindurinn blési. Eru Vinstri grænir flokkur í ferð sem átti upphaf með skýrum markmiðum og þekktum áfangastað eða eru kjósendur flokksins í röngum vagni á rangri vegferð? Kjósendur flokksins hljóta að spyrja hvort að það sé hægt að nota skiptimiðann til þess að leiðrétta stefnuna en því miður gerist það bara á 4 ára fresti.


mbl.is Gagnger endurskoðun á umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband