Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Minni 1. maí 2015
1.5.2015 | 22:55
Stöðugleikinn sem allir vilja verður ekki á kostnað okkar. Við segjum hingað og ekki lengra. - Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR
Með blóðhlaupin augu af siðblindu og græðgi tóku þeir við þessum greiðslum án þess að missa bros eða skammast sín, árangurinn var þeirra. Þessar gjörðir lýsa hugarfari sem er í raun óhugnanlegt í íslensku samfélagi og einkennist af algjöru og nánast sjúklegum skorti á samkennd, náungakærleika og mannúð. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar
Þegar fótunum var kippt undan samfélaginu okkar árið 2008 fór af stað sú lífseiga saga að við værum öll í sama báti. Það er kjaftæði því við höfum aldrei öll verið í sama báti. Í hruninu misstu sumir lífsafkomu sína en aðrir gátu reddað sér með því að skrá íbúðina sína á eignarhaldsfélag. Sumir komust í uppgrip í skilanefndum á meðan aðrir þurftu að flytja inn til foreldra sinna á nýjan leik. Við erum ekki og höfum aldrei verið öll í sama báti". Drífa Snædal, formaður Starfsgreinasambandsins
Staðan á vinnumarkaðinum er ein sú alvarlegasta í áraraðir eftir að stjórnvöld hunsuðu tækifæri til að vinna sameiginlega með launafólki að bættum hag almennings og héldu á braut sérhagsmuna og ójafnaðar. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
Ríkisstjórn ríka fólksins Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Úlfarnir heimta sitt Árni Stefán Jónnsson, formaður SFR
Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2015 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvöfalt hagkerfi
5.7.2014 | 19:19
Skil vel Baldur Björnsson og hans samkeppnisforsendur. Það er sérstakt að fyrirtæki á samkeppnismarkaði má að flytja inn aflandskrónur til þess að keppa við önnur fyrirtæki sem að eru ekki í sömu aðstöðu.
Það hefur einfaldlega tekið of langan tíma að fjarlægja höftin. Því miður. Nú er bara að drífa sig í Múrbúðina og versla.Tek fram að ég þekki Baldur ekki neitt en hann er litli maðurinn á horninu og hefur staðið sig vel. Við þurfum að styðja litla manninn. Án hans hvað þá?
Ósanngjarnt að keppinautar fari fjárfestingarleiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.7.2014 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott mál
22.2.2014 | 12:59
Hef ekki látið neitt frá mér fara opinberlega lengi. Hef einhvern veginn ekki náð að virkja mig í að skrifa eða blogga. Í dag er einmitt rétti dagurinn til þess að byrja aftur of tjá samstöðu mína með ákvörðun úkraníska þingsins að leysa Júlíu Tímósjenkó úr haldi. Góður dagur og vonandi upphaf að nýju tímabili lýðræðis og framfara í landinu.
Ríki sem að kenna sig við lýðræði verða að ástunda greinilegan aðskilnað framkvæmda- og dómsvalds og tryggja eftir fremsta megni að enginn pólitískur þrýstingur sé settur á dómsvaldið eins og oft vill verða í lýðræðisríkjum.
Lýðræði er vandmeðfarið vald og það er réttur almennings að tjá sig um menn og málefni líðandi stundar en því miður virðast lýðræðisríki oft sigla í öngstræti eins og sagan sýnir. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu dögum og vikum í Úkraníu.
Júlía Tímósjenkó leyst úr haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að hámarka hamingjuna í Hörpunni
20.1.2013 | 12:44
Jæja, hef ekki bloggað lengi en kannski að hádegisfréttir RÚV hafi vakið mig af værum blundi. Há stjórnarlaun í hinum ýmsu rekstarfélögum Hörpunnar hafa verið opinberaðar og það er greinilegt að vel hefur verið í lagt þegar að 41 milljón hefur verið greidd til stjórnarmanna í þeim fimm félögum sem að hafa verið tengd Hörpunni á sautján mánaða tímabili. Það vekur athygli að pólitísk tengsl skipta miklu þegar að sporslum og vegsemdum er úthlutað. Það væri gott að fá yfirlit yfir vinnuframlag þeirra sem að sátu í þessum stjórnum þ.e. hvað daglegu verkefni, fundir o.s.frv. liggja að baki þessum greiðslum. Flestir stjórnarmanna í þessum félögum eru í fullri vinnu samhliða þessum störfum.
http://www.ruv.is/frett/11-milljonir-fyrir-formennsku-i-5-stjornum
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.2.2013 kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hægfara eignaupptaka
29.3.2012 | 11:46
Það er eðlilegt að hinn sérstaki auðlegðarskattur sé skoðaður nánar og þá með tilliti til þeirra áhrifa sem að hann hefur á hinn almenna borgara. Margir hafa tjáð sig um málið enda hefur það komið í ljós að margir eldri borgarar fara illa út úr þessu þar sem að þeir búa margir í skuldlausum fasteignum. Það eru líka mýmörg dæmi um það að fólk hafi lágar tekjur en eigi dýrar fasteignir, eignir sem að það byggði sjálft af eigin dugnaði og af eljusemi.
Er það eðlilegt að launamaður sem að hefur hefur lagt sitt til samneyslunar í formi skatta og annara greiðslna til hins opinbera, auk þess að greiða skatta og skyldur til síns sveitarfélags þurfi að greiða enn frekari skatta vegna þess að fasteignamat eignarinnar hefur hækkað mikið í gegnum árin og hækkar þannig eignastöðuna hjá viðkomandi í skattalegu tilliti. Á sama tíma er viðkomandi kannski sestur í helgan stein og hefur einungis úr ellilífeyrinum að spila?
Sennilega kemur þessi skattur harðar niður á þeim sem búa á Reykjavíkursvæðinu enda fasteignamatið þar hærra en víðar gengur og gerist. Tveir einstaklingar búa í svipuðum húsum eiga svipað undir sér nema hvað annar einstaklingurinn býr á röngum stað í röngu húsi á röngum tíma.
Flestir byggja sína veröld á því að afla launatekna og þær eru skattlagðar í samræmi við tekjurnar sem aflað er. Í 1sta lið 72 greinar Stjórnarskrár Íslands segir að eignarétturinn sé friðhelgur. Er það svo þegar búið að skattleggja launatekjurnar einu sinni, viðkomandi launþegi búinn að kaupa vöru og þjónustu á almennum markaði eftir að hafa verið þátttakandi í efnahagshringrásinni þurfi síðan að greiða skatta af slíkri eignamyndun aftur? Er það réttlátt kerfi?Að auki ber að geta þess að það er þegar búið að hækka tekjuskatta sem meira vit er í. Kannski væri líka raunhæfara að hækka þá fjármagstekjuskattinn meira í stað þess að vera með dulbúna skattheimtu sem kann að vera mjög ósanngjörn fyrir vissan hóp skattgreiðenda. Er ekki eðlilegra og raunhæfara að menn greiði meiri skatta af arði vegna umsýslu fjármagns í stað þess að skattleggja fasteignir þeirra sem eru hættir að vinna og skila eigendum kannski litum sem engum arði?
Það er vonandi að við endum ekki í svipuðum sporum og þegnar Vilhjálms III Englandskonungs sem að lagði skatt á hús með tilliti til þess hve margir gluggar voru á því. Auðvitað fór það svo á endanum að fólk múraði upp í gluggana og þá minnkaði skattfé ríkisins en er það ekki hundalógík?
Tekjulágir skattlagðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2012 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þurfa atvinnustjórnmálamenn áfallahjálp?
21.1.2012 | 13:11
Það er með ólíkindum hvernig sumir alþingismenn taka lýðræðrislegri niðurstöðu. Oft gleymist að stjórnmál túlka tíðarandann svona rétt eins og þegar að neyðarlögin voru sett. Auðvitað sýnist sitt hverjum en það er með ólíkindum hvernig menn geta blásið. Við þekkjum það flest að gera mistök og taka illa ígrundaðar ákvarðanir sem við síðan sjáum eftir og leiðréttum. Nú er það svo að Alþingi hefur tekið Landsdómsmálið upp að nýju og til efnislegrar meðferðar og menn verða að hafa þolinmæði til þess að kljást við það á faglegum forsendum. Það er hins vegar ljóst að þeir sem að stóðu framarlega í flokki og rufu vinnufrið Alþingis Íslendinga og sóttu á aðrar stofnanir lýðveldisins Íslands þurfi áfallahjálp - enda málið þeim skylt. Ég skyl það vel og það séu vonbrigiði með hina nýja stöðu, að neita nýrri sýn á málin og að menn kjósi að dvelja í fortíðinni og gera hana upp með öllum ráðum.
Ég las í morgunsárið viðtal við stjórnarformann Arionbanka og er að mörgu leiti sammála því sem að frú Monica segir og dvel ekki lengur við málið. Mun fólki líða betur ef einhver fer í fangelsi, mun lífsviðurværi og afkoman batna eða mun þjóðarsálin fá friðþægingu. Stór er spurt 2012? Ættu Alþingismenn ekki að hysja upp um sig buxurnar og reyna að finna lausnir hvernig má bæta heilbrigðis- og menntakerfið og hvernig má laga stöðu þeirra sem að minna mega sín? Er ekki komið nóg af þessu kjaftæði sem dynur á okkur dag sem dimma nátt!
Hluti úr viðtalinu við frú Monicu:
,,Íslendingar eiga að horfa fram á við - Monica telur að Íslendingum ætti að finnast mikið til þess koma hversu fljótt landið virðist vera að ná sér eftir efnahagshrunið. Hagvöxtur hér er 2-3% sem er mun hærra en hjá flestum ríkjum Evrópu. Þegar ég les greinar um Ísland í erlendum fjölmiðlum eru þær mjög jákvæðar. Þær fjalla um að landið sé að ná sér hratt eftir efnahagsáföll og á listum yfir þau lönd sem ferðamenn vilja helst heimsækja er Ísland oftar en ekki í fyrsta sæti. Efnahagur landsins, í samanburði við mörg önnur lönd í Evrópu, er mjög sterkur. Ísland hefur jafnað sig nokkuð vel og hratt. Að mínu mati væri það Íslendingum mjög hollt að dvelja ekki um of við fortíðina og einbeita sér, reynslunni ríkari, að framtíðinni og möguleikum.
Ekki aukið virðingu almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Promote Iceland
27.11.2011 | 13:14
Orð forsætisráðherra í hádegisfréttum RÚV segir allt sem segja þarf um stjórnarsamstarfið nú um stundir. Hvernig er það hægt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ríkisstjórnarinnar haldi öðrum ráðherrum fyrir utan alla umræðu í hinu veigamikla máli um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forsætisráðherra sagði beinlínis að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi farið offari í málinu og það virðist sem svo að ráðherrar ríkisstjórnarinnar tali að mestu saman í gegnum fjölmiðla um þessar stundir. Fjölmiðlar spyrja hinsvegar ekki að því hvernig menn geti haldið þessari ríkisstjórn gangandi svo gagn sé af fyrir land og þjóð?
Mikil umræða hefur verið um erlenda fjárfestingu á Íslandi og sýnist þar sitt hverjum. Það virðist eins og menn horfi mjög þröngt á málin og telji að íslenskum hagsmunum sé best borgið ef land og landnýting og umgengi um auðlindirnar séu einungis í höndum innlendra aðila. Eitt af einkennum nýsköpunar er að farnar séu nýjar leiðir með innleiðingu nýrrar hugsunar, umbreyti vöru- og þjónustu eða skapi ný tækifæri með breyttri nýtingu á þeim auðlindum og þekkingu sem til staðar er.
Eitt af megin verkefnum Íslandsstofu er að markaðssetja land og þjóð með því að skapa ný tækifæri og hvetja til nýrra fjárfestina eins og segir í fyrstu grein um: ,,The Promote Iceland Act en þar segir orðrétt: ,, The objective of this Act is to strengthen Icelands image and reputation, enhance the competitive position of Icelandic undertakings on foreign markets and to attract foreign investment and tourists to the country.
Sjá hér að neðan:
http://www.promoteiceland.is/EN/Promote-Iceland/The-Promote-Iceland-Act/
Nú er spurning hvort að verkefnum Íslandsstofu sé ekki sjálfhætt? Munum við heyra eitthvað frá forystumönnum Íslandsstofu í málinu og mun þeir svara því hvort að ímynd, orðspor og samkeppnisstaða landsins hafi hlotið af skaða?
Ef mig minnir rétt þá var mikil umræða á Englandi um kaup erlendra aðila á þjóðargersemunum þ.e.a.s. á knattspyrnuklúbbunum og oft spurt hvort að sú þróun hafi verið til góðs : http://www.channel4.com/news/how-to-buy-a-fooball-club en sá stormur virðist hafa gengið niður og menn bara nokkuð sáttir með erlendu aðilana sem að starfa eftir breskum lögum og reglum í dag en stór hluti þjóðargermsemana er í eigu erlendra aðila en fótboltinn virðist samt þrífast vel og margir enskir og erlendir knattspyrnumenn eru á ofurlaunum og greiða háa skatta til samfélagsins. Hefur knattspyrnan beðið af þessu skaða? Miðað við áhorf og áhuga þá virðist svo ekki vera en neikvæð áhrif eru himinhátt miðaverð en á móti er mikil verslun og viðskipti með varning sem að tengist þessum ágæta leik. Það má horfa á málin frá mörgum hliðum og ljóst að margir vinklar eru á fjárfestingum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er til betri leið?
19.11.2011 | 12:44
Það er klárt mál að auðlegðarskatturinnn kemur sér illa fyrir marga og þá sér í lagi þá einstaklinga sem eru hættir að vinna og sestir í helgan stein en eiga eignir. Sennilega sitja margir eldri borgar í eignum sem þeir eiga skuldlausar og eiga utan þess einhverjar aðrar efnislegar eða óefnislegar eignir sem að taldar eru fram til skatts. Þessir einstaklingar geta lítið ávaxtað sitt pund eins og staðan er í dag og eru í raun að ganga á eignir sínar til þess að standa undir þessum sköttum. Er ekki betri leið að auka verslun og viðskipti og taka hófsama skatta í gegnum verslun og viðskipti og halda þannig efnahagshringrásinni gangandi og stuðla þannig að frekari hagvexti?
Auðvitað eru margar hliðar á þessu máli en hvaða tilgangi þjónar að hegna fólki fyrir að eignast meira en 90 milljónir, sem er svona eins og eitt gott einbýlihús í dag? Virka ekki slíkir skattar letjandi á kraft og frumkvæðni einstaklinga til lengri tíma litið? Ég velti því fyrir mér hvort að það sé verið að innleiða lögmál sem snýst um það að öllum eigi að líða jafnilla!
Flytja til að forðast eignaupptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sagan af refnum og súru berjunum
12.11.2011 | 18:06
Auðvitað má Mörður hafa skoðanir á mönnum og málefnum. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn gagnrýni pólitíska andstæðinga. Mörður hefur oft verið skeleggur í framgöngu en kannski breyskur eftir að hafa ekki náð öllum sínum markmiðum eins og dæmi sanna með Þjóðviljann sáluga, bókaútgáfu Máls og Menningar og fyrir það að hafa ekki náð öruggu sæti á Alþingi Íslendinga í síðustu Alþingiskosningum. Eftir að hafa lesið pistil Marðar þá kemur sagan um refinn og súru berin upp í hugann.
Mörður og félagar hafa sitið að landsstjórninni síðustu misserin og því á kenningin um ,,hugrænt misræmi vel við um Mörð. Það er nefninlega óþæginleg tilfinning sem að verður til þegar að skoðanir og viðhorf einstalings-a stangast á við skoðanir og viðhorf Marðar sjálfs svo að hann verður að kenna öðrum um hvernig tekist hefur til við landsstjórnina.
Dæmisaga Esóps um refinn og súru berin er klassísk í fræðunum. Það vita flestir sem að hafa lesið dæmisöguna að refinn dauðlangar í berin, en því miður nær hann ekki til þeirra. Í stað þess að beina hugsunum sínum í jákvæðan farveg þá telur refurinn sér trú um að berin séu súr og að þau skipti engu máli fyrir hann, og um nokkurs konar yfirfærslu á tilfinningum er að ræða þ.e. neikvæðum tilfinningum er breytt í jákvæðar.
Í dæmi Marðar þá er þetta spurning um hina klassísku yfirfærslu: Þegar ástandið er súrt, dauflegt yfir að litast og trúin á málstaðinn farinn veg veraldar þá verða menn að gefa sig gleðinni á vald og færa hið neikvæða ástand yfir á aðra til þess að skapa jákvæðara andrúmloft í eigin hugarheimi.
Herra Ekkert berst við frú Ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr eldhúsinu
30.10.2011 | 19:40
Mikil umræða hefur verið um landsfund VG nú um helgina og sér í lagi var umræðan einatt um að hlúa að velferðarkerfinu. Sjá hér: http://www.visir.is/hvert-stefnir-vg--/article/2011710299983 Innan úr eldhúsinu heyrðist: ,,Er þetta grín!" Er þetta það sem að kemur úr smiðju flokks sem að hefur tökin í landsmálunum nú um stundir og hefur staðið fyrir hvað mestum niðurskurði frá því að Ingólfur nam land.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2011 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)