Minni 1. maí 2015
1.5.2015 | 22:55
Stöðugleikinn sem allir vilja verður ekki á kostnað okkar. Við segjum hingað og ekki lengra. - Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR
Með blóðhlaupin augu af siðblindu og græðgi tóku þeir við þessum greiðslum án þess að missa bros eða skammast sín, árangurinn var þeirra. Þessar gjörðir lýsa hugarfari sem er í raun óhugnanlegt í íslensku samfélagi og einkennist af algjöru og nánast sjúklegum skorti á samkennd, náungakærleika og mannúð. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar
Þegar fótunum var kippt undan samfélaginu okkar árið 2008 fór af stað sú lífseiga saga að við værum öll í sama báti. Það er kjaftæði því við höfum aldrei öll verið í sama báti. Í hruninu misstu sumir lífsafkomu sína en aðrir gátu reddað sér með því að skrá íbúðina sína á eignarhaldsfélag. Sumir komust í uppgrip í skilanefndum á meðan aðrir þurftu að flytja inn til foreldra sinna á nýjan leik. Við erum ekki og höfum aldrei verið öll í sama báti". Drífa Snædal, formaður Starfsgreinasambandsins
Staðan á vinnumarkaðinum er ein sú alvarlegasta í áraraðir eftir að stjórnvöld hunsuðu tækifæri til að vinna sameiginlega með launafólki að bættum hag almennings og héldu á braut sérhagsmuna og ójafnaðar. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
Ríkisstjórn ríka fólksins Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Úlfarnir heimta sitt Árni Stefán Jónnsson, formaður SFR
Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2015 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífið í Evrópusambandinu og gríski harmleikurinn
21.2.2015 | 00:06
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blái naglinn og skilaboðin
31.1.2015 | 20:22
Ég skil ekkert í því að Landlæknisembættið sé að agnúast út í Blá naglann. Það færi kannski betur á því að embættið þrýsti meira á það að fólk fengi viðeigandi skoðanir í tíma fyrir þessum vágest sem er ristilkrabbamein.
Ristilprófið er kannski ekki 100% tæki, en skilaboðin og boðskapurinn eru góð. Landslæknisembættið gæti kannski gert meira í því að fá heilbrigðiskerfið til þess að vinna markvissari að greiningu og skimun á þessu illvíga meini. Því miður hefur heilbrigðiskerfið ekki verið í stakk búið til þess að stunda reglubunda skimun hjá einstaklingum. Framganga Bláa naglans vekur fólk til umhugsunar og er það vel. Ég velti því fyrir mér hvar við værum stödd ef við hefðum ekki utanaðkomandi aðila til þess að fara í átaksverkefni sem þessi.
Varast ber Bláa naglann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hagar vs Costco
24.1.2015 | 21:47
Það ber alltaf að fagna því ef útlendir aðilar hafa áhuga á því að stofna til reksturs á Íslandi. Íslendingar eru nýjungagjarnir og vilja prufa nýja hluti. Það er í þjóðarsálinni. Við megum heldur ekki gleyma að Hagar reka þjóðþrifafyrirtæki sem heitir Bónus, fyrirtæki sem að hefur skilað fólki raunverulegri kjarabót.
Það er ljóst að Costco er ekki komið til Íslands til þess eins að gleðja neytendur heldur til þess að hámarka hag sinna eigenda sem eru útlendir og ekkert rangt við það. Hagar eru hins vegar fyrirtæki á íslenskum hlutabréfamarkaði og stórir eigendur eru lífeyrissjóðirnir sem að eru fulltrúar íslenskrar alþýðu. Auðvitað hefur verið góður hagnaður af matvöruverslun á Íslandi á síðustu árum og er það vel en fyrirtæki sem þjóna almenningi hvað mest verða að sýna samfélagslega ábyrgð í verki.
Fögnum ekki of snemma og gleymum ekki að bursta tennurnar áður en við leggjumst á koddann í kvöld. Sjónarmið eigenda Costco og aðgerðir þeirra í þágu íslenskra neytenda hafa ekki verið í sviðsljósinu heldur frekar hvað þeir í Garðabæ ætla að gera til þess að liðka fyrir málum, skiljanlega því þar eru um gjaldstofn að ræða. Fjölbreyttara vöruúrval auk meiri og betri samkeppni er lykill að bættum hag neytenda til lengri tíma litið.
Rétt er að geta þess að undirritaður er hluthafi í almenningshlutafélaginu Högum.
Reglur um merkingar stoppuðu Costco | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tvöfalt hagkerfi
5.7.2014 | 19:19
Skil vel Baldur Björnsson og hans samkeppnisforsendur. Það er sérstakt að fyrirtæki á samkeppnismarkaði má að flytja inn aflandskrónur til þess að keppa við önnur fyrirtæki sem að eru ekki í sömu aðstöðu.
Það hefur einfaldlega tekið of langan tíma að fjarlægja höftin. Því miður. Nú er bara að drífa sig í Múrbúðina og versla.Tek fram að ég þekki Baldur ekki neitt en hann er litli maðurinn á horninu og hefur staðið sig vel. Við þurfum að styðja litla manninn. Án hans hvað þá?
Ósanngjarnt að keppinautar fari fjárfestingarleiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.7.2014 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott mál
22.2.2014 | 12:59
Hef ekki látið neitt frá mér fara opinberlega lengi. Hef einhvern veginn ekki náð að virkja mig í að skrifa eða blogga. Í dag er einmitt rétti dagurinn til þess að byrja aftur of tjá samstöðu mína með ákvörðun úkraníska þingsins að leysa Júlíu Tímósjenkó úr haldi. Góður dagur og vonandi upphaf að nýju tímabili lýðræðis og framfara í landinu.
Ríki sem að kenna sig við lýðræði verða að ástunda greinilegan aðskilnað framkvæmda- og dómsvalds og tryggja eftir fremsta megni að enginn pólitískur þrýstingur sé settur á dómsvaldið eins og oft vill verða í lýðræðisríkjum.
Lýðræði er vandmeðfarið vald og það er réttur almennings að tjá sig um menn og málefni líðandi stundar en því miður virðast lýðræðisríki oft sigla í öngstræti eins og sagan sýnir. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu dögum og vikum í Úkraníu.
Júlía Tímósjenkó leyst úr haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar greindin ber leikinn ofurliði
9.6.2013 | 18:03
Það var erfitt lesa í ummæli Grétars Rafns en nú hefur Pétur Pétursson varpað ljósi á málið. Það er aldrei gott þegar að menn tjá sig um málefni eins og þetta í fjölmiðlum, sérstaklega þegar viðhöfð eru ummæli sem að kunna að orka tvímælis.
Könnun Karólínsku Stofnunarinnar í Stokkhólmi segir svo frá að knattspyrnumenn, sérstaklega þeir sem að spila í efstu deildum séu sérstaklega vel greindir: http://www.telegraph.co.uk/sport/football/9188043/Footballers-are-highly-intelligent-according-to-new-study.html
"They are not stupid. They are very clever. But they start to play soccer when young. They don't have time for education. That's why they sometimes appear stupid."
Pétur um Grétar Rafn: Sýnir þvílíka heimsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á blóðslóð
2.2.2013 | 13:37
Ég skil vel að Karli hafi ekki liðið vel að hafa rottweiler í eftirdragi enda kynið þekkt fyrir að vera árásargjarnt. Maður er manns gaman og sennilega er það eins um hunda. Það er ljóst að Karli hefur verið brugðið og kannski hefur rottweilerinn viljað tjá fjölmiðlamanninum ást og umhyggju en það hefur kannski misskilist í þetta skiptið. Það sem vekur samt athygli er að Lögreglan gat ekkert aðhafst, það hefði þurft ,,hundsbit" til þess að fá hana í útkall. Er það ekki tímanna tákn að það er ekki öruggt að ferðast um götur borgarinnar lengur. Lögrelgan er svelt og almennir borgarar með eða án hunda líða fyrir.
Öryggi borganna ætti að vera í fyrsta sæti en er það svo?
Rottweiler elti Karl og Kát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að hámarka hamingjuna í Hörpunni
20.1.2013 | 12:44
Jæja, hef ekki bloggað lengi en kannski að hádegisfréttir RÚV hafi vakið mig af værum blundi. Há stjórnarlaun í hinum ýmsu rekstarfélögum Hörpunnar hafa verið opinberaðar og það er greinilegt að vel hefur verið í lagt þegar að 41 milljón hefur verið greidd til stjórnarmanna í þeim fimm félögum sem að hafa verið tengd Hörpunni á sautján mánaða tímabili. Það vekur athygli að pólitísk tengsl skipta miklu þegar að sporslum og vegsemdum er úthlutað. Það væri gott að fá yfirlit yfir vinnuframlag þeirra sem að sátu í þessum stjórnum þ.e. hvað daglegu verkefni, fundir o.s.frv. liggja að baki þessum greiðslum. Flestir stjórnarmanna í þessum félögum eru í fullri vinnu samhliða þessum störfum.
http://www.ruv.is/frett/11-milljonir-fyrir-formennsku-i-5-stjornum
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.2.2013 kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir einn....
6.5.2012 | 10:41
Það sannast hið fornkveðna á bloggskrifum háttvirts þingmanns: Eftir einn, ei bloggi neinn! Ekki meira um það að segja.
Ragnheiður Elín: Einstaklegur ömurleiki Margrétar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)