Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Keppnin um bestu ársskýrsluna!

Það er oft hollt að líta yfir farinn veg og skoða það sem á undan er gengið. Það er ekki langt síðan að stórfyrirtæki settu milljónir í ársskýrslur sínar. Ársskýrslur sem að litu vel út og höfðu að geyma hafsjó af fróðleik og gagnlegum upplýsingum. Sá tími virðist liðinn. Ég reyndi að fletta upp skýrslum eftir 2007 en hef ekki fundið. Hér að neðan eru vinningshafarnir frá 2005:

2005 Glitnir: http://www.vb.is/frett/25228/ 

2006 Bakkavör: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1163582

2007 Landsbankinn: http://www.fft.is/default2.asp?strAction=getPublication&intPublId=105

Í þá daga voru stjórnendur og leiðtogar fyrirtækjanna hetjur samtímans en í dag virðast þeir oftast vera í hlutverki skúrkanna. Svona getur lífið oft verið öfugsnúið!

 


Að velja og hafna!

Gísli er skemmtilegur karakter, hann er einn af þeim sem að gerir lífð skemmtilegra. Hann sagði sig úr Framsóknarfélagi Kópavogs ef ég man rétt, hann sagði sig úr Framsóknarflokknum og að síðustu sagði hann sig úr Löfræðingafélaginu. Gísli er líka umboðsmaður neytenda og hjá neytendum gildir sú gullna regla að þeir hafa val, a.m.k. í kjörbúðinni. Hið daglega líf er öllu snúnara eins og dæmin sanna.


mbl.is Sagði sig úr Lögfræðingafélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært hjá íslensku stelpunum

Gott hjá íslensku stelpunum að sigra í fyrsta leik sínum á HM. Það er ekki sjálfgefið að lítil þjóð eins og Ísland keppi á meðal þeirra bestu og það kostar mikla fjármuni fyrir íslensku sérsamböndin að halda úti afreksstarfinu. Það er mikilvægt að það verði vakning á Íslandi sem miðar að því að bæta starfsumhverfi sérsambandanna. Vonandi virkar þessi sigur eins og vítamínsprauta fyrir framhaldið hjá stelpunum!


mbl.is Ísland vann fyrsta leik á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband