Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Promote Iceland
27.11.2011 | 13:14
Orð forsætisráðherra í hádegisfréttum RÚV segir allt sem segja þarf um stjórnarsamstarfið nú um stundir. Hvernig er það hægt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ríkisstjórnarinnar haldi öðrum ráðherrum fyrir utan alla umræðu í hinu veigamikla máli um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forsætisráðherra sagði beinlínis að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi farið offari í málinu og það virðist sem svo að ráðherrar ríkisstjórnarinnar tali að mestu saman í gegnum fjölmiðla um þessar stundir. Fjölmiðlar spyrja hinsvegar ekki að því hvernig menn geti haldið þessari ríkisstjórn gangandi svo gagn sé af fyrir land og þjóð?
Mikil umræða hefur verið um erlenda fjárfestingu á Íslandi og sýnist þar sitt hverjum. Það virðist eins og menn horfi mjög þröngt á málin og telji að íslenskum hagsmunum sé best borgið ef land og landnýting og umgengi um auðlindirnar séu einungis í höndum innlendra aðila. Eitt af einkennum nýsköpunar er að farnar séu nýjar leiðir með innleiðingu nýrrar hugsunar, umbreyti vöru- og þjónustu eða skapi ný tækifæri með breyttri nýtingu á þeim auðlindum og þekkingu sem til staðar er.
Eitt af megin verkefnum Íslandsstofu er að markaðssetja land og þjóð með því að skapa ný tækifæri og hvetja til nýrra fjárfestina eins og segir í fyrstu grein um: ,,The Promote Iceland Act en þar segir orðrétt: ,, The objective of this Act is to strengthen Icelands image and reputation, enhance the competitive position of Icelandic undertakings on foreign markets and to attract foreign investment and tourists to the country.
Sjá hér að neðan:
http://www.promoteiceland.is/EN/Promote-Iceland/The-Promote-Iceland-Act/
Nú er spurning hvort að verkefnum Íslandsstofu sé ekki sjálfhætt? Munum við heyra eitthvað frá forystumönnum Íslandsstofu í málinu og mun þeir svara því hvort að ímynd, orðspor og samkeppnisstaða landsins hafi hlotið af skaða?
Ef mig minnir rétt þá var mikil umræða á Englandi um kaup erlendra aðila á þjóðargersemunum þ.e.a.s. á knattspyrnuklúbbunum og oft spurt hvort að sú þróun hafi verið til góðs : http://www.channel4.com/news/how-to-buy-a-fooball-club en sá stormur virðist hafa gengið niður og menn bara nokkuð sáttir með erlendu aðilana sem að starfa eftir breskum lögum og reglum í dag en stór hluti þjóðargermsemana er í eigu erlendra aðila en fótboltinn virðist samt þrífast vel og margir enskir og erlendir knattspyrnumenn eru á ofurlaunum og greiða háa skatta til samfélagsins. Hefur knattspyrnan beðið af þessu skaða? Miðað við áhorf og áhuga þá virðist svo ekki vera en neikvæð áhrif eru himinhátt miðaverð en á móti er mikil verslun og viðskipti með varning sem að tengist þessum ágæta leik. Það má horfa á málin frá mörgum hliðum og ljóst að margir vinklar eru á fjárfestingum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meira gras
19.11.2011 | 21:34
Það er alltaf gaman af þessari friðelskandi þjóð Svisslendingum og öfgarnar miklar að manni finnst stundum. Eftir að hafa búið í kantónunni Vaud í nokkuð langan tíma þá hefur það ekki framhjá manni farið að það er oft einkennileg lykt í loftinu á mannmörgum stöðum, t.d. í almenningsgörðum, torgum o.s.frv. Menn virðast hafa fengið að reykja kannabis án mikilla afskipta. Klagar ekki upp á mig en auðvitað eru öfgarnar sérkennilegar í þessu friðsama ríki og finnst manni að þeir mættu huga að því að hafa verslanir og vietingastaði opna á sunnudögum. Hér er sunnudagurinn hvíldardagur í eiginlegri merkingu!
Svisslendingar mega rækta kannabis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrýtin staða í þessu máli
19.11.2011 | 13:11
Mál Gunnars verður að telja sérstakt. Stjórn Fjármálaeftirlitsins réð hann að vel athuguðu máli og kannaði meðal annars hæfi hans vegna fyrrum starfa og réð lögfræðing til þess að gefa gefa sitt álit. Niðurstaðan varð sú að Gunnar var metinn hæfur. Eftir fréttaflutning Kastljóss í vikunni hljóp snuðra á þráðinn og deila menn um hvort að nýjar upplýsingar hafi komið fram sem að gera hann vanhæfan til þess að gegna þessu starfi.
Ef Gunnar verður metinn vanhæfur með nýjum upplýsingum geta menn þá ekki spurt hvort að stjórn Fjármálaeftirlitsins sé ekki komin í bobba? Geta menn ekki spurt þá um hæfi stjórnarinnar? Ef við höldum svo lengra áfram þá segir í lögum um Fjármálaeftirlitið 3 gr. að stofnunin heyri undir ráðherra sem að skipar 3 manna stjórn.
Maður spyr því á endanum hver er ábyrgð ráðherra í málinu? Það eru nokkrar hliðar á málum.
Óheft mannorðsmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er til betri leið?
19.11.2011 | 12:44
Það er klárt mál að auðlegðarskatturinnn kemur sér illa fyrir marga og þá sér í lagi þá einstaklinga sem eru hættir að vinna og sestir í helgan stein en eiga eignir. Sennilega sitja margir eldri borgar í eignum sem þeir eiga skuldlausar og eiga utan þess einhverjar aðrar efnislegar eða óefnislegar eignir sem að taldar eru fram til skatts. Þessir einstaklingar geta lítið ávaxtað sitt pund eins og staðan er í dag og eru í raun að ganga á eignir sínar til þess að standa undir þessum sköttum. Er ekki betri leið að auka verslun og viðskipti og taka hófsama skatta í gegnum verslun og viðskipti og halda þannig efnahagshringrásinni gangandi og stuðla þannig að frekari hagvexti?
Auðvitað eru margar hliðar á þessu máli en hvaða tilgangi þjónar að hegna fólki fyrir að eignast meira en 90 milljónir, sem er svona eins og eitt gott einbýlihús í dag? Virka ekki slíkir skattar letjandi á kraft og frumkvæðni einstaklinga til lengri tíma litið? Ég velti því fyrir mér hvort að það sé verið að innleiða lögmál sem snýst um það að öllum eigi að líða jafnilla!
Flytja til að forðast eignaupptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sagan af refnum og súru berjunum
12.11.2011 | 18:06
Auðvitað má Mörður hafa skoðanir á mönnum og málefnum. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn gagnrýni pólitíska andstæðinga. Mörður hefur oft verið skeleggur í framgöngu en kannski breyskur eftir að hafa ekki náð öllum sínum markmiðum eins og dæmi sanna með Þjóðviljann sáluga, bókaútgáfu Máls og Menningar og fyrir það að hafa ekki náð öruggu sæti á Alþingi Íslendinga í síðustu Alþingiskosningum. Eftir að hafa lesið pistil Marðar þá kemur sagan um refinn og súru berin upp í hugann.
Mörður og félagar hafa sitið að landsstjórninni síðustu misserin og því á kenningin um ,,hugrænt misræmi vel við um Mörð. Það er nefninlega óþæginleg tilfinning sem að verður til þegar að skoðanir og viðhorf einstalings-a stangast á við skoðanir og viðhorf Marðar sjálfs svo að hann verður að kenna öðrum um hvernig tekist hefur til við landsstjórnina.
Dæmisaga Esóps um refinn og súru berin er klassísk í fræðunum. Það vita flestir sem að hafa lesið dæmisöguna að refinn dauðlangar í berin, en því miður nær hann ekki til þeirra. Í stað þess að beina hugsunum sínum í jákvæðan farveg þá telur refurinn sér trú um að berin séu súr og að þau skipti engu máli fyrir hann, og um nokkurs konar yfirfærslu á tilfinningum er að ræða þ.e. neikvæðum tilfinningum er breytt í jákvæðar.
Í dæmi Marðar þá er þetta spurning um hina klassísku yfirfærslu: Þegar ástandið er súrt, dauflegt yfir að litast og trúin á málstaðinn farinn veg veraldar þá verða menn að gefa sig gleðinni á vald og færa hið neikvæða ástand yfir á aðra til þess að skapa jákvæðara andrúmloft í eigin hugarheimi.
Herra Ekkert berst við frú Ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær árangur
12.11.2011 | 13:28
Í einu orði sagt frábær árangur! Það er ekki sjálfgefið að íslenskir íþróttamenn komist í efstu þrep á alþjóðlegum mótum. Ólympíuleikar eru að verða keppni hinna stóru þjóða og það er sífellt að verða erfiðara fyrir smærri þjóðir að keppa við íþróttamenn frá löndum sem að fá borgað fyrir að æfa og keppa. Til hamingju Þormóður!
Þormóður fékk silfur á heimsbikarmóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
SOCIAL DUMPING
10.11.2011 | 12:55
http://www.phoenix.blog.is/blog/phoenix/entry/1200007/
Fá launaleiðréttingu í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)