Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Gott hjá Gana

Gott hjá Gana að leggja Bandaríkjamenn í kvöld og tryggja þannig Afríku áframhaldandi þátttöku á HM. Það verður gaman að sjá Gana og Úrúgvæ og ég ætla að leyfa mér að spá því að Gana fari áfram í undanúrslitin. Sjáum hvað setur! Það er hins vegar ljóst að það verður dansað á götum Accra í nótt og á morgun líka.

Hér í Sviss eru menn hættir að þeyta horn í tíma og ótíma og samgöngur komur í lag að mestu leyti en ég óttast að ef Portúgalir komast áfram í undanúrslitin þá verði lítið um svefn hér í Lausanne þar sem að fjöldi Portúgala býr, en þeir eru þekktir fyrir að þeyta bílflauturnar í tíma og ótíma.

 


mbl.is Gana áfram eftir framlengdan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferð án fyrirheits?

Það er ekki nema von að umrædd frétt veki athygli og ekki má heldur gleyma ályktuninni sem að sett var fram. Það er eins og það hafi fæðst nýr flokkur með nýjum hugsjónum og sá flokkur slær annan takt og fer aðrar leiðir en hann boðaði með sterkum hætti í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Seneca sagði að ef menn legðu úr höfn og ef menn vissu ekki hvert stefna bæri þá skipti ekki máli hvaðan vindurinn blési. Eru Vinstri grænir flokkur í ferð sem átti upphaf með skýrum markmiðum og þekktum áfangastað eða eru kjósendur flokksins í röngum vagni á rangri vegferð? Kjósendur flokksins hljóta að spyrja hvort að það sé hægt að nota skiptimiðann til þess að leiðrétta stefnuna en því miður gerist það bara á 4 ára fresti.


mbl.is Gagnger endurskoðun á umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við á réttri leið?

Það eru margir sem að hafa miklar áhyggjur af efnahagsástandinu í Evrópu þessa dagana og þá sérstaklega í PIIGS-löndunum, þ.e. Portúgal, Ítalíu, Írlandi, Grikklandi og Spáni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er á hliðarlínunni og það má segja að skuldakreppann á Grikklandi og í Portúgal segi allt sem segja þarf. Þessi lönd hafa eytt um efni fram í langan tíma og verið með viðvarandi halla á fjárlögum og senn kemur að skuldadögum. Til að mynda hefur Angela Merkel forsætisráðherra Þýsklands sagt að síðasta sameiginlega aðgerðin í Evrópu vegna skuldavanda þessara ríkja hafi einungis keypt þeim lengri tíma án þess að takast á við  hinn raunverulega vanda.Ég var að lesa sögu Margrétar Tatcher, fyrrum forsætisráðherra og leiðtoga Bretlands, og sennilega eiga ummæli hennar vel við á Íslandi í dag sem og í PIIGS-löndunum en hún sagði: ,,Vandamálið með sósílismann er að á endanum klára menn peninga annarra''. Er þetta ekki málið í dag? Hið opinbera hefur þanist út á síðustu árum og það virðist sem að þessa dagana séum við enn að ríkisvæða í stórum stíl, allt á kostnað skattborgaranna í stað þess að hagræða í ríkisrekstrinum sjálfum.

Ég velti því fyrir mér hvort að Tatcher hafi ekki rétt fyrir sér þar sem að menn þurrka á endanum upp skattberandi einstaklinga og fyrirtæki sem að sjá sér ekkur lengur hag í því að fjárfesta eða að eiga í viðskiptum sín á milli í núverandi árferði. Þegar skattastefnan hefur dregið allan mátt úr fyrirtækjum og einstaklingum og raunvextir eru neikvæðir þá er eðlilegt að spyrja hvort að ríkið geti áfram róið á sömu mið? Er hægt að skattleggja sig út úr kreppunni spurði einhver? Er ekki stærsta ógnin nú um stundir að skattastefnan dregur úr arði hins opinbera af frjálsum viðskiptum og fjárfestingum og leiðir auk þess til minni umsvifa í  hagkerfinu, og á endanum taka sífellt  færri þátt í að skapa verðmætin? Er atvinnustefna í formi ríkisreksturs, háir skattar og ríkisafskipti í formi samskeppni við einkaaðila líklegt til árangurs í núverandi árferði? 

Lykilatriðið í stjórnmálum dagsins ætti að vera að forða því að hagkerfið staðni. Það þarf að skapa ný störf, tryggja vöxt og viðgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja og varna því að bankarnir komist upp með það að láta fjármagn sitt liggja inn á reikningum í Seðlabanka Íslands þjóðinni til ógagns. Það þarf skynsama skattstefnu sem að tryggir að almenningur og fyrirtæki í landinu sjá sér hag í því að halda efnahagshringrásinni gangandi. Þegar einn hlekkur slitnar í keðjunni þá er hætta á ferðum og það gildir það sama um bóndann og fjármálaráðherrann þeir þurfa að vita hvenær á fara til mjalta. Þjóðin situr uppi með laskað stjórnmálaástand auk klofnings á mörgum sviðum samfélagsins og hún kallar eftir forystu til þess að stýra okkur inn í nýtt skeið framfara og velferðar.  Það er létt mál að eyða peningum annarra en það tekur enda eins og staðan í PIIGS-löndunum hefur sýnt okkur. Hættum að eyða peningum annarra og göngum til verka af ráðdeild og skynsemi!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband