Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Og eigið þið góðar stundir

Eldhúsdagsskrárumræður frá Alþingi gefa til kynna að þinghald verður líflegt í vetur, og það er jafnframt ljóst að í hönd fer kaldur vetur.  Sú þunga umræða sem að hefur verið í fjölmiðlum hefur án efa aukið á áhyggjur fólks og það var því gott að heyra í málflutningi forsætisráðherra að allt yrði gert til þess að tryggja hag sparifjáreigenda og innistæður þeirra enda ótækt að almenningur búi við óvissu í samskiptum við bankana. Í því ljósi var um skýra stefnumörkun að ræða um atriði er snertir landsmenn alla. Við megum heldur ekki gleyma að lítið hagkerfi eins og það íslenska er og verður alltaf berskjaldað gagnvart ytri áhrifum.

Sú kreppuvísitala sem hefur verið búin til núna sýnir svo ekki verður um villst að lánfjárkreppan hefur stimplað sig rækilega inn sem einn af stóru markaðsskellunum. Sviptingar á fjármála- og atvinnumarkaði gefa til kynna að efnahagsstjórnin og efnahagsmálin verða aðalmálin í vetur og er það vel skiljanlegt. Sú umræða sem fram mun fara þarf að taka mið af því að bæta ástandið í stað þess að einskorðast við upphlaup sem engu skila. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og þeir mega ekki hræða fólk svo mikið að það þverri þor og kjark til þess að takast á við daginn á morgun. Það á ekki að koma okkur íslendingum á óvart að efnahagurinn sveiflast og sá dans sem við stígum nú er stiginn um heim allann og er ekkert séríslenskt fyrirbæri. Við getum vonandi öll sammælst um að það er enginn töfralausn til við núverandi aðstæður, það þarf þolinmæði og skynsemi en ekki upphrópanir.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband