Hlutverk fjölmiðla í uppbyggilegri umræðu um íþróttir

Það hefur staðið mikil styr um málefni starfsmanns KSÍ í fjölmiðlum undanfarið og sitt sýnist hverjum. Málflutningur fjölmiðla hefur gengið helst til langt að mínu viti og ég velti því fyrir hver er eiginlega útgangspunkturinn í þessu öllu saman? Ég velti því fyrir mér af hverju fjölmiðlar sýna ekki meiri áhuga á barna og unglingastarfi í íþróttum eða segi meira frá öðrum íþróttagreinum en þeim hefðbundnu sem fá alla athyglina. Ég er viss um að vissir fjölmiðlar hafa eytt meira púðri í umfjöllum um umrætt mál heldur en um íþróttirnar sjálfar. Afhverju gagnrýna ekki femínistar Pressuna fyrir að sýna bert hold á hverjum degi en þar er bónusmynd dagsins í boði Ísdrottingarinnar http://www.pressan.is/AsdisRan/Lesa_Asdisi_Ran/bonusmynd-vikunnar á sama tíma og verið er að gagnrýna aðra. Hver eru skilaboðin? Það er líka erfitt að kenna heilli hreyfingu um aðstæður eins manns og þær ógöngur sem að hann kann að hafa ratað í. Hver eru rökin fyrir því?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband