Lokað hagkerfi

Það er ljóst að árið 2010 verður erfiðara en það ár sem er að líða undir lok. Framundan verður niðurskurður, minni neysla heimila og færri fjárfestingar fyrirtækja. Hærri skattheimta undir þeim kringumstæðum sem við erum í núna segir allt sem segja þarf. Það eru engar aðrar lausnir á borði núverandi ríkisstjórnar, markvisst er unnið á móti fjárfestingum erlendra aðila með gjaldeyrishöftum auk þess sem að skattar á einstaklinga og fyrirtæki hækka. það virkar á mann eins og það sé verið að loka helstu lífæðum hagkerfisins t.d.  hefur sjávarútvegsráðherrann viðrað hugmyndir um að láta vigta allan ferskan fisk sem fluttur er úr landi og búa þannig til auka fyrirhöfn fyrir sjávarútveginn.

Það var einkar fróðlegt viðtalið við fjármálaráðherra í Kastljósinu í gærkvöldi, en það er ljóst að hann er að reyna að gera það sem hann telur sig geta gert til þess að fjármagna kerfið og halda uppi þjónustustiginu í samfélaginu. Það er í sjálfu sér gott markmið en það fór um mig hrollur þegar ég hugsaði til Frjádags eftir að hann skolaði á land á eyðieyjunni.  Þegar hann raknaði úr rotinu þá þurfti hann líka að finna sér eitthvað að bíta og brenna. Þrátt fyrir þá staðreynd að nú eigi sér stað tilfærsla frá hinum ríku til þeirra sem verr eru settir þá megum við ekki gleyma því að núverandi aðgerðir munu skrúfa upp verðlag, hækka verð á aðföngum til fyrirtækja sem eru nauðbeygð að framsenda reikninginn til þeirra sem þurfa nauðsynlega á vörunum og þjónustunni að halda. Hærri verð, minnka neyslu og draga á sama tíma úr getu fyrirtækja til þess fjárfesta, endurnýja birgðir og halda úti ábyrgri starfssemi með starfsmenn á launaskrá. Auðvitað kemur góðmennska fjármálaráðherra ekki bara fram í lægri sköttum hjá þeim sem að verst hafa það því að afborganir af lánum þeirra munu hækka auk þess sem að verð á vöru og þjónustu mun einnig hækka vegna verðlags- og vísitöluáhrifa. Þegar upp er staðið  er ljóst að þeir sem að verst eru staddir eru ekki endilega í góðum málum þrátt fyrir góðmennsku og góðan hug. Þeir verstu settu þurfa líka eitthvað að bíta og brenna!

Besta dæmið um virkni markaðarins var þegar að Mcdonalds lokaði og Metro borgarar tóku yfir. Neytendur munu alltaf laga sig að nýjum veruleika og ávaxta sitt pund með tilliti til eigin þarfa, notagildis og þess sem handbært er hverju sinni. Það sama munu fyrirtækin gera eins og dæmið að ofan sýnir. Fyrir þá sem eiga meira þá skiptir þessi aðgerð sennilega ekki miklu máli því þeir efnameiri geta flestir staðið undir breyttum veruleika.

Ég velti því líka fyrir mér hvort að þetta kunni einnig að hreyfa við fólki og það flytji hreinlega að landi brott og að færra fólk skili sér aftur til Íslands að loknu námi. Erum við ekki einmitt að reisa okkar eigin Berlínamúr fyrir þá sem eru erlendis? Hagkerfi sem að lokar dyrunum og býr ekki til tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki er ekki líklegt til þess að sigrast á vandamálunum.

Verður söluhæsta bókin um næstu jól þessi: Lifað á loftinu?

 

 


mbl.is Ýtir undir landflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband