Þáttakandi á SportAccord

Ég hef staðið í ströngu daga hérna í Lausanne þessa vikuna, en mér var boðið að stýra einum af vinnuhópum á SportAccord undir liðnum Youth and Sports (Æskan og Íþróttir) en umfjöllunarefni mitt var ,,Working with Governments and Schools to involve sports in their long-term planning".

Hér má sjá linkinn á ráðstefnuna: http://www.sportaccordconvention.com/vsite/vfile/page/fileurl/0,11040,5197-199378-216601-155856-0-file,00.pdf

SportAccord er samstarfsvettvangur alþjóðasérsambandanna auk þess sem að Alþjóða Ólympíuhreyfingin ásamt öðrum hagsmunasamtökum taka þátt í ráðstefnunni ár hvert. Umræðurnar voru fjörugar og mörg sjónarmið uppi um hvernig ætti að takast á við málin. Helstu niðurstöður voru þær að það eru mikil tengsl á milli íþrótta og náms, og margir möguleikar að sækja fram á þeim sviðum. Það kom einnig fram að mörg alþjóðasérsambönd vinna vel í þessum málum og starfa beint í grasrótinni með því að halda úti öflugum námskeiðum fyrir íþróttakennara víða um heim. Mönnum bar saman um að það er engin ein lausn til staðar heldur fara þær eftir aðstæðum, menningu og kúltúr þess lands sem í hlut á.

Ég varpaði fram þeirri spurningu hvort að allar íþróttir væru jafnar innan skólakerfisins? Það varð náttúrulega mikil umræða um þetta og heyra mátti á þátttakendum að helsta leiðin til þess að forðast árekstra væri að láta kennsluna taka mið af því að stunda margar greinar til 12 ára aldurs. Auðvitað verða menn aldrei á eitt sáttir en það var forvitinilegt að sjá hversu ólíkar áherslurnar eru eftir löndum og menningu þeirra sem í hlut eiga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband