Hvað með ábyrgð á framtíð barnanna sem landið munu erfa?

Það verður fróðlegt að fylgjast með uppbyggingarstarfinu sem framundan er, enda telja margir að það sé verið að byggja upp kerfi sem að miðar að því að sem flestir flytji úr landi, og þannig mun skattberandi einstaklingum fækka. Þjóðin þarf ekki á fyrirlestrum að halda um það sem var heldur hvernig við ætlum að takast á við framtíðina. Brjálæðið eitt og sér er að vísa alltaf til fortíðar eins og framtíðarsýnin sé föst í baksýnisspeglinum. Það segir mér hugur að þjóðarframleiðslan eigi eftir að dragast verulega saman, hvatinn til þess að auka umsvifin í hagkerfinu verða að engu vegna þess að allt miðar að því að draga úr súrefnisflæðinu sem þarf til þess að fólk og fyrirtæki sjái sér hag í því að skapa verðmæti undir formerkjum gríðarlegrar skattheimtu.

Það dylst fáum að hjól hagkerfisins snúast hægt um þessar mundir og t.d. er fasteignamarkaðurinn frosinn, samdráttur er þegar til staðar í heilbrigðis- og menntakerfinu, viðvarandi atvinnuleysi staðreynd og ljóst að lítið verður um nýjar fjárfestingar á komandi mánuðum m.a. vegna gjaldeyrishafta. Er það ekki einmitt brjálæði að skrúfa fyrir súrefnið þegar fyrirtækin og fjölskyldurnar þurfa á innspýtingu að halda? Munu skatttekjur hins opinbera hrynja vegna vanhugsaðra lausna? Þurfa heimilin í landinu og fyrirtækin sem að halda úti atvinnustarfssemi ekki heillavænlegri boðskap en skattkerfi sem miðar af því að fækka skattberandi fyrirtækjum og einstaklingum?

Þurfum við ekki einmitt á hvatningu og lausnum að halda sem miða að því að fá hjólin til þess að snúast aftur?


mbl.is Gagnrýnir stjórnarandstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband