Svissneska leiðin
19.11.2009 | 20:06
Ég verð að segja að ég er innilega sammála Styrmi fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, sem að segir að þjóðin þurfa að ráða í öllum meiriháttar málum. Menn verða að spyrja sig hvort, að það sé eðlilegt að 63 manna hópur kjörinna fulltrúa, sem að stjórnar til 4 ára í senn taki allar meiriháttar ákvarðanir. Hér í Sviss hefur þessu einmitt veirð öfugt farið þrátt fyrir þá staðreynd að hér eru milljónir á meðan íslenska þjóðin telur ca. 330 þúsund einstaklinga.
Hvort er betra, að þjóðin axli ábyrgð á eigin gjörðum eða þröngur hópur þeirra sem að telja sig vita betur? Við sjáum hvernig ICESAVE málið stendur núna. Ég ætla ekki að tala niður til kjörinna fulltrúa okkar en þeir hafa margir hverjir sýnt af sér þá hegðun sem er lítt til eftirbreytni, eins og t.d. umræðan um ICESAVE málið hefur sýnt. Áhrifin þekkja flestir og þjóðin er klofin í fylkingar. Er það vænlegt til árangurs?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.