Mikið öskufall í Marseille

Það var skrýtið að koma til Marseille sl. nótt og það mætti manni brunafýla þegar að stigið var út úr lestinni. Þegar ég spurðist fyrir um málið þá var ég mér tjáð að það logaði bæði í skógi og í húsum allan gærdag og í nótt var slökkviliðið að berjast við eldana með flugvélum, þyrlum auk annars mannafla. Sterkur vindur hefur gert mönnum erfitt fyrir en í nótt þá barst aska víða yfir Marseille og fötin af manni lyktuðu af brunafýlu eftir smá útiveru þannig að það er ljóst að mikið hefur gengið á í borginni. Ekki veit ég þó hvort að herinn hafi komið þessu af stað en tjónið er gífurlegt og ljóst að mikið hefur brunnið enda búið að vera þurrt og hlýtt lengi.


mbl.is Miklir skógareldar við Marseille
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband