Annað líf á krónunni í útlöndum
15.5.2009 | 18:41
Núverandi haftakerfi með krónuna fær mann alltaf til þess að brosa út í annað þegar að maður les fréttir af því að krónan sé að styrkjast. Væntanlega rokkar krónan mikið til og frá þessa mánuðina. Ég hringdi í tvo Evrópska banka í dag til þess að taka púls á krónunni. Niðurstaðan kom ekki á óvart en í báðum þeim löndum þar sem að miðlarar gáfu upplýsingarnar þá var gengi krónunnar ca. 33% lægra en skráð á Íslandi, en auðvitað rokkar hún nokkuð til innan dagsins að því er miðlarar tjáðu mér. Krónan lifir víst allt öðruvísi lífi í útlöndum!
![]() |
Krónan hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.