Af vöxtunum skuluð þér þekkja þá
13.5.2009 | 11:20
Ríkisbankarnir eru duglegir við að færa niður vexti af innlánum þessa dagana á meðan það vekur athygli að einkabankarnir virðast bjóða betri innlánsvexti og betri kjör. Kannski virðist vandamálið fólgið í þeirri staðreynd að það er erfitt fyrir ríkisbankana að borga háa innlánsvexti á meðan lítið er um vaxtaberandi lán og allt er stopp í nýjum lántökum fyrirtækja og almennings. Það er samt athygli vert að það getur munað allt að 4,15% á innlánsvöxtum svo að það er um að gera fyrir þá sem eiga eitthvað í handraðanum að fylgjast vel með sínum málum. Eldri sparifjáreigendur ættu að huga sérstaklega vel að sínum málum og athuga hvort kjörin séu þau sömu og áður eftir alla ríkisvæðingu bankakerfisins, % brot hér og þar geta skipt verulegum upphæðum í lok ársins. Það hafa fáir efni á því að fylgjast ekki vel með sínum málum sérstaklega í núverandi árferði.
Maður veltir því samt fyrir sér hvað liggi að baki því að S24 getur greitt allt að 4,15% hærri innlánsvexti? Er það vegna þess að yfirbyggingin er lítil sem engin, öll þjónustan á netinu og verið að höndla við einstaklinga en ekki fyrirtæki, eða er það eitthvað annað eins og vandamál með eiginfjárhlutfallið? Það er ljóst að ríkisbankarnir eru að létta undir með Seðlabankanum og hjálpa honum við að keyra niður vextina en sparifjáreigendur verða líka að vera á varðbergi og notfæra sér bestu kjörin hverju sinni, svo fremur sem að menn eru ekki fastir í skuldafeni og geti sig hvergi sig hvergi hreyft.
Vaxtatafla S24: http://www.s24.is/einstaklingar/um_s24/vextir_og_gjaldskra/
Nýi Kaupþing: http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=17278
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.