Verður okkur bakkað inn í Evrópusambandið?
5.5.2009 | 22:02
Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu dögum og vikum í stjórnmálunum. Bloggheimar loga vegna umræðunnar um hugsanleg aðild að Evrópusambandinu og auðvitað hafa menn ýmsar skoðanir eins og gengur. Það er hinsvegar gaman að fylgjast með þeim umsnúningi sem að hefur orðið á skrifum þeirra sem að hafa farið mikinn í nafni þeirra vinstra megin í stjórnmálunum og jafnvel örlar á því að menn séu bara orðnir sáttir við að gangast Evrópusambandinu á hönd, þvert á allar fyrri yfirlýsingar. Það verður fróðlegt að fylgjast með Volvo manninnum, sú manntegund er þekkt fyrir að setja öryggið á oddinn og fara sér hægt, líka þegar á að bakka. Það skyldi þó aldrei vera að okkur verði bakkað inn í Evrópusambandið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.