The Good, the Bad and the Ugly

Við lifum á óvenjulegum tímum og á óvenjulegum tímum gerast óvenjulegir hlutir. Við lifum á tímum þar sem að menn lýsa því yfir í sjónvarpi að það kunni að skella á fjárhagsleg borgarastyrjöld því fjölskyldur hafa engin ráð í hendi sér til þess að takast á við fjárhagslegan veruleika eftir atvinnumissi. Bankakerfið fer sínu fram og virðist hafa fáar lausnir til handa þeim sem eru hvað verst settir, og stundum fást engin svör, annað en 2007 þegar það voru ráð undir rifi hverju.

Nýji Kaupþing banki er búinn að gleypa þúsundir viðskiptavina á síðustu vikum, SPRON og Sparisjóð Mýrarsýslu og það fékk ég að reyna í dag að það er engum hollt að taka of stórt upp í sig. Eftir að hafa hringt erlendis frá og lagt á þrivsvar sinnum eftir að hafa beðið ca. 20. mínútur í hvert skipti þá var farið að fjúka í mig. Ég ákvað því að hringja í Höfuðstöðvar nýja Kaupþings og þar svaraði skiptiborðið um hæl og mér létti nokkuð. Ég var hins vegar eins og Eastwood í gamalkunnum reyfara, til í slaginn og bað um að fá að tala við bankastjórann, því ég taldi að bankinn sem að hann stýrði væri almennt ekki til viðtals. Þrátt fyrir að hafa verið tengdur við ritara hans þá náðist ekki samband, og að síðustu bað ég skiptiborðið ítrekað um að tengja við ákveðið útibú bankans en allt kom fyrir ekki. Góðhjartaðan samskiptafulltrúan þraut öll ráð líka.

Sú aðgerð að gleypa tvo heila Sparisjóði hefur umtalsverð áhrif á þjónustuveitingarkerfi nýja Kaupþings banka, og það er engum vafa undirorpið að bankinn ræður ekki almennilega við að veita öllum þeim þjónustu sem á henni þurfa að halda. Þetta hef ég ítrekað reynt með nýja Kaupþing banka. Bankarnir virka sem daufildi og virðast ekki hreyfast þótt að fólk beri sorgir sínar á torg, kannski ekki nema von þar sem þeir virðast ekki vera til viðtals. Það er líka engin samkeppni til staðar og það var sérstaklega áberandi að Íslandsbanki og Landsbanki gerðu ekkert til þess að krækja sér í bita af SPRON kræsingunum enda viðskiptavinirnir margir góðir í innlánunum.

Sú hringekja sem að fór af stað með yfiröku SPRON hefur leitt af sér mikinn afleiddan kostnað fyrir samfélagið enda hafa margir sett mikinn tíma í að koma sínum málum á hreint og mér til efs að strákarnir í Fjármálaeftirlitinu hafi hugsað út í það. Í stað þess að halda SPRON gangandi eftir öðrum leiðum þá var flóknasta agerðin valin, aðgerð sem að einnig virkar letjandi á samkeppni milli fjármálastofnana.

Já, við lifum svo sannarlega á Eastwood tímum, þegar sá Góði, sá Illi og sá Ljóti berast á og enginn veit hvað snýr upp eða niður. Ætli bankastjóranir viti það nokkuð sjálfir frekar en almenningur? Kannski þeir gætu tekið hann vin minn  Flavian til fyrirmyndar: http://www.swissinfo.org/eng/multimedia/video/detail.html?siteSect=15045&sid=10604329

Hvet ykkur til þess að skoða vídeóið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband