Besta bankamódel í heimi - eins banka maður!

Flavian Kippel er dæmi um mann sem að margir geta tekið til fyrirmyndar, þar á meðal ég. Hann fer með forræði á næst minnsta banka Sviss. Flavian er í senn bankastjóri, gjaldkeri og almennur skrifstofumaður. Heildareignir bankans hans eru 20 milljónir svissneskra franka og bankinn fagnar jafnframt 80. ára starfsævi. Húsakynni bankans láta lítið yfir sér og það er enginn íburður og engan marmara að sjá, né eru þar stórfengleg listaverk látinna meistara til þess að prýða veggina. Bankinn gerir út frá venjulegri svissneskri blokkaríbúð og hóværðin er algjör, enda markmið Spar und Leihkasse Leuk að þjóna íbúum bæjarins þar sem að hann er staðsettur. Flavian hefur engan Range Rover jeppa til þess að koma sér á milli heldur gengur um á tveimur jafnfljótum þegar á þarf að halda og hann þekkir ekki neina bónusa heldur hefur eingöngu heyrt af þeim í fréttum.

Hér má sjá Flavian að störfum og ég bið ykkur að gefa ykkur tíma til þess að horfa á þetta stutta en áhrifamikla vídeó: http://www.swissinfo.org/eng/multimedia/video/detail.html?siteSect=15045&sid=10604329

Reiðin er ekki góður ráðgjafi en þegar ég hugsa um adrif SPRON og þá staðreynd að einni vinsælustu fjármálastofnun landsins var sett í þrot og samningaleiðin ekki reynd þá er ljóst að almenningur sem og viðskiptavinir SPRON urðu fyrir miklu tjóni. Ég ætla ekki að ræða þá staðreynd að stjórnendur SPRON misstu sjónar á þeim gildum sem að gerðu SPRON að einni vinsælustu fjármálastofnun landsins og fóru fram úr sér, sérstaklega þegar þeir Háeffuðu sjóðinn og hófu að stunda einnig fjárfestingastarfssemi í stað þess að beina sjónum að grunngildunum þar sem þekkingin og reynslan lá. Það vekur athygli að þegar að bankinn varð að hlutafélagi þá voru fáir stjórnarmenn með mjög langa reynslu af bankastarfssemi heldur aðallega af rekstri fyrirtækja. Ummræðan um SPRON var öll í þá áttina að hann þyrfti að stækka til þess að vera samkeppnisfær. Eftir að hafa fylgst með mörgum smærri sparisjóðum hérna í bankalandinu Sviss þá efast ég um að það hafi verið rétta stefnan, smæðin getur líka verið mikill kostur sérstaklega þegar að arðsemiskröfurnar er hógværar og markmiðin að þjónusta samfélagið.

Flavian hlær núna að kreppunni enda vex kúnnahópurinn jafnt og þétt núna, sérstaklega eftir að traustið hefur horfið hjá mörgum stærri bönkunum. Ráðlegging Flavian á einmitt erindi núna, sérstaklega til þeirra sem að starfa í banka- og fjármálastarfssemi, sem og þeirra sem að setja reglur og hafa eftirlit með fjármálageiranum: ,,HALDIÐ YKKUR VIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ KUNNIÐ OG LÁTIÐ ANNAÐ VERA!" Eftir að hafa horft á vídeóið með Flavian og séð hversu einfalt lífið getur verið þá getur maður ekki annað fyllst réttlátri reiði vegna þess að við fórum fram úr okkur, og við misstum sjónar á grunngildunum eins og í tilfelli SPRON sem var með einstaklega tryggan viðskiptavinahóp, og svo það að Fjármálaeftirlitið hafi ekki enn náð að klára dæmið og úrskurða um hvort selja megi SPRON eða ekki er dæmi um veikleika kerfisins. Það má heldur ekki gleyma framkomu Nýja Kaupþings banka og stjórnar hans sem að hefur með aðgerðum sínum skaðað stóran hóp saklausra neytenda með aðgerðum sínum. Hver ber svo ábyrgð á kerfinu, er það ekki bankamálaráðherra? Því miður hefur umfjöllunin verið lítil og menn hafa komist frá uppbyggilegri gagnrýni, og með vísan í þetta þá hefði umboðsmaður neytenda mátt láta málið til sín taka af meir þunga, en það er kannski of seint núna.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er Flavian og banki hans hinir raunverulegu sigurvegar bankakreppunnar, enda allt miðað við að gera það sem menn kunna og gera það vel og hógværðin höfð að leiðarljósi. Því miður tóku margir hæfir bankamenn mikla áhættu og stjórnuðust ekki af skynsemi heldur var í farteskinu krafan um að vaxa þar sem vöxturinn og gróðinn var línuleg stærð með óþekktum endastað. 

Dæmið um Flavian ætti að vera skólabókardæmi fyrir alla bankamenn og þá sem að sinna opinberum rekstri. Það er vel hægt að gera meira fyrir minna!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Sæll Guðmundur, góð grein um málefni sem skiptir máli í umræðunni þessa dagana. Ég bjó í Sviss fyrir nokkrum árum og þekki hér mína menn enda alltaf hægt að treysta svissurunum að vera með eitthvað heimagert og "betra en þitt". Myndskeiðið er stórskemmtilegt og undirstrikar mikilvægi þess að hafa mikla breidd og allar stærðir, allt frá einstaklingsframtaki til stærri eininga, í bankakerfinu eins og annarsstaðar í hagkerfinu. Það er ekki eins og enginn nema þeir stóru geti rekið banka.

Takk fyrir mig.

Valan, 3.5.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Sæl Vala, þú þekkir rólegheitin hérna á Lac Leman svæðinu. Hérna ganga flestir í takt við tilveruna og menn fara ekki af stað nema að þeir þekki endastöðina. Ég er þér sammála að við gætum margt lært af þeim svissnesku, sérstaklega þegar kemur að bankarekstri. Það ætti að vera skylda að senda alla íslenska bankastjóra á skólabekk í bankastjórnun svona eins og gert er í hótelbransanum. Bið að heilsa frá gamla dvalarstaðnum þínum og bestu þakkir.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 3.5.2009 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband