Þingmenn hafa farið af taugum
24.1.2009 | 12:47
Síðustu dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst að vissir þingmenn hafa farið af taugum og ekki ráðið við þá pressu sem að sett hefur verið á þá. Þeir hafa verið duglegir að komið fram í fjölmiðlum og ummæli þeirra hafa oft á tíðum verið misvísandi. Það er ljóst að við erum að fara inn í tíma þar sem að þjóðin þarf sterka og réttsýna leiðtoga. Höfum við 63 leiðtoga á þingi? Þetta er grundvallarspurningin í dag? Höfum við leiðtoga sem að geta tekið óvinsælar ákvarðanir á versta tíma? Í næstu alþingiskosningum þá mun þjóðin kalla eftir fólki sem að hefur afgerandi forystuhæfileika enda hefur hún ekki efni á öðru. Þjóðin þarf að gera upp við sig hvort að hún vill skila lánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skrúfa fyrir lífæðina eins og vinstri grænir hafa lagt til.
Þjóðin þarf að fá leiðtoga sem að skynja langtímahagsmuni okkar og hvað sé okkur fyrir bestu í núverandi ölduróti fjármálamarkaðanna. Þjóðin þarf leiðtoga sem að geta blásið henni bjartsýni í brjóst og fengið fólk til þess að trúa því að hægt sé að sækja fram á við.
Það er ljóst að það verður erfitt að fá fólk í framboð sérstaklega ef að stjórnmálamenn framtíðarinnar mega eiga von á því að Hallgrímur Helgason rithöfundur banki upp á hjá þeim ef þeir standa sig ekki!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.1.2009 kl. 21:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.