Gott hjá Stefáni
22.1.2009 | 19:59
Ég er á því að Stefán hafi staðið sig afburðavel sem lögreglustjóri og margir lögreglumenn eiga miklar þakkir skyldar fyrir að starfa í þágu okkar hinna. Það er ekki öfundsvert hlutverk að þurfa að hætta lífi og limum fyrir framan sjálft Alþingi Íslands. Það er búið að reyna að eiga við menn með góðu en það hefur ekki dugað hingað til. Það er komin fram ný þjóðfélagsmynd þar sem meiri harka og skeytingarleysi eru ríkjandi. Það er ljóst að það þarf að styrkja löggæsluna í landinu enn frekar með betri búnaði til þess að tryggja fælingarmáttinn. Það er sennilega það eina rétta í stöðunni enda getur ástand eins og við öfum orðið vitni að þróast út í eitt allsherjar ófremdarástand. Ég held að flestir kjósi sterka löggæslu sérstaklega í því ástandi sem er til staðar núna.
Munu hafa uppi á ofbeldismönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála Guðmundur.
Hörður Einarsson, 22.1.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.