Hversu langt á að ganga?
22.1.2009 | 12:01
Það eru margir sem eru langt í frá að vera ánægðir með núverandi mótmæli og þá háttsemi sem að höfð hefur verið í frammi af vissum mótmælendum sem að gengu svo langt í gær að gefa frændum okkar Norðmönnum langt nef með því að brenna jólatréð á Austurvelli sem er einmitt tákn friðar og vináttu. Hversu lengi á það að ganga að öryggi íslenskra borgara og eigur ríkis og borgar séu tröðkuð niður í svaðið? Eru ekki takmörk fyrir því? Eða munu menn hreinlega bera elda að byggingum og öðru lauslegu næst? Er ekki rétt að þingmenn okkar og forseti gangi fram fyrir skjöldu og hvetji til fólk til þess að mótmæla friðsamlega, ef ekki núna hvenær þá?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Athugasemdir
Já, nú er nóg komið af ofbeldi, ófriði og skemmdarverkum. Lofið lögreglunni að vinna í friði. Þeir eru bara menn að halda uppi lögum og vinna vinnuna sína. Allur þorri manna vill ekkert með heimskt ofbeldi og skemmdarverk hafa. Og mætir bara ekki lengur á fundi ef fólk getur ekki verið friðsamlegt.
EE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:00
Sammála, mótmæli eru sjálfsögð lýðræðisleg réttindi, skemmdarverk þjóna engum tilgangi. Gleðilegt ár og gott að sjá til þín minn kæri hér á blogginu af og til. Hafðu það em allra best.
Fritz Már Jörgensson, 22.1.2009 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.