Jákvæðar æfingar bestar
11.1.2009 | 14:30
Það er ekkert að því að fólk mótmæli og komi fram skoðunum sínum á friðsamlegan hátt. Það ber hinsvegar að taka ummæli Harðar alvarlega þegar að hann segir mótmælin vera rétt að byrja. Það hefur sýnt sig að lítið má útaf bregða til þess að hlutirnir fari ekki úr böndunum og ljóst að lögreglan verður að vera tilbúin að grípa inn í fyrr ef illa fer. Málefnaleg mótmæli eiga að snúast um réttmætar kröfur og vera jafnframt með skilaboð til úrlausnar, það er væntanlega hagur flestra. Vonandi verða æfingarnar í anda sjálfsstyrkingar og málefnalegrar umræðu og Hörður ber gríðarlega ábyrgð á því að allt fari vel fram. Af litlum neista verður oft mikið bál!
Hörður: Mótmælin rétt að byrja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bíddu hvernig getur Hörður borið ábyrgð á að mótmælin fari vel fram? Er hörður fleiri en einn maður? Allir sem mótmæla, gera það í sinni eigin persónu, ekki á ábyrgð annara.
Svo er annað, að ef ég hef áhyggjur af hag þjóðarinnar og mótmæli stjórnvöldum, þá ber mér ekki að hafa neitt til úrlausnar! Ekki sit ég við sama borð og t.d. Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið eða ríkisstjórnin, ég fæ ekki einu sinni að sjá mikið magn upplýsinga sem þessir aðilar komast í og útskýra hluti sem við svartur almenningur höfum engan aðgang að, enn sem komið er. Þannig að þó ég mótmæli, þá hef ég rétt til þess samkvæmt lögum, án þess að hafa lausnir við vandanum.
Óskar Steinn Gestsson, 11.1.2009 kl. 14:49
Ég get vel tekið undir sjónarmið ykkar um að það væri minni þörf á mótmælafundum ef eftirlitsstofnanir hefðu tekið meiri afgerandi þátt í því að stjórna atburðum liðins tíma. Það er hálf pínlegt að horfa til þess að menn kjósa enn að sitja í embættum sínum þegar þeir hefðu getað stigið til hliðar til þess að sýna siðferðilega ábyrgð á því ástandi sem hefur skapast. Ég er ekki að átelja Hörð eða mótmælendur - sennilega hefur það misskilist. Hörður hefur mikið persónuvald sem talsmaður fólksins og hann getur með eftirbreytni sinni haft jákvæð áhrif. Auðvitað erum við öll áhyggjufull og þreytt á ástandinu og sérstaklega á því að misvísandi yfirlýsingar eru gefnar út. Vonandi stefnum við fram á við og virkjum hið jákvæða ssérstaklega þegar að eldfimmt ástand er til staðar. Ég trúi því að viljum öll að stofnanir þessa lands hafi gæfu og farsæld til þess að taka á réttlátan hátt á hagsmunum almennings.
Guðmundur
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 11.1.2009 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.